Börnin og mæðurnar sem urðu eftir í Póllandi nú á leið til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2022 19:52 Fjöldi fólks, að meirihluta til konur og börn, hafa flúð Úkraínu frá því innrás Rússa í landið hófst í síðasta mánuði. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Christoph Reichwein/picture alliance via Getty Þær úkraínsku konur og börn þeirra sem voru skilin eftir á flugvellinum í Varsjá, höfuðborg Póllands, í fyrrakvöld eru nú komin upp í flugvél á leið til landsins. Frá þessu greinir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook. Í fyrrakvöld birti hún þar færslu þar sem hún sagði frá því að úkraínsk börn og mæður þeirra fengju ekki að innrita sig í flug frá Varsjá til Íslands, þar sem börnin væru ekki með vegabréf. Þar hafi engu skipt þótt mæðurnar væru með fæðingarvottorð barnanna með sér og með þau skráð í sín vegabréf. Þá skoraði Helga Vala á dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra að beita sér í málinu. Ríkislögreglustjóri og utanríkisráðherra hafi liðkað fyrir málinu Helga Vala greindi svo frá því rétt upp úr klukkan sjö í kvöld að þau börn og þær mæður sem höfðu orðið eftir á flugvellinum væru nú komin um borð í vél frá Varsjá og hingað til lands. „Stjórnvöld tóku við sér eftir hamaganginn. Vel gert Þórdís Kolbrún og Sigríður Björk. Það virðist sem að nærvera íslenskrar lögreglu og skýr skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum hafi loksins borið árangur. Velkomin,“ skrifar Helga Vala. Í samtali við Vísi segir Helga Vala að þáttur Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra hafi falist í því að taka á móti ýmsum gögnum sem Helgu Völu hafði borist um flóttafólkið. „Það voru vegabréf, fæðingarvottorð, myndir af börnunum í vegabréfum mæðranna og svo framvegis. Ýmislegt sem gat liðkað fyrir málinu,“ segir Helga Vala. Sigríður Björk hafi síðan sent tvo lögreglumenn frá alþjóðadeild lögreglunnar út til Varsjár í dag, til þess að fylgja málinu eftir. Hún segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hafi sömuleiðis sýnt því mikinn áhuga að leysa málið sem fyrst. „Þær sýndu þessu báðar mikinn áhuga og skilning og mega alveg eiga það.“ Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia er áætlað að fólkið, sem kemur með flugi Wizz Air til Keflavíkur, lendi um klukkan hálf eitt í nótt. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Utanríkismál Flóttamenn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Frá þessu greinir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook. Í fyrrakvöld birti hún þar færslu þar sem hún sagði frá því að úkraínsk börn og mæður þeirra fengju ekki að innrita sig í flug frá Varsjá til Íslands, þar sem börnin væru ekki með vegabréf. Þar hafi engu skipt þótt mæðurnar væru með fæðingarvottorð barnanna með sér og með þau skráð í sín vegabréf. Þá skoraði Helga Vala á dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra að beita sér í málinu. Ríkislögreglustjóri og utanríkisráðherra hafi liðkað fyrir málinu Helga Vala greindi svo frá því rétt upp úr klukkan sjö í kvöld að þau börn og þær mæður sem höfðu orðið eftir á flugvellinum væru nú komin um borð í vél frá Varsjá og hingað til lands. „Stjórnvöld tóku við sér eftir hamaganginn. Vel gert Þórdís Kolbrún og Sigríður Björk. Það virðist sem að nærvera íslenskrar lögreglu og skýr skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum hafi loksins borið árangur. Velkomin,“ skrifar Helga Vala. Í samtali við Vísi segir Helga Vala að þáttur Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra hafi falist í því að taka á móti ýmsum gögnum sem Helgu Völu hafði borist um flóttafólkið. „Það voru vegabréf, fæðingarvottorð, myndir af börnunum í vegabréfum mæðranna og svo framvegis. Ýmislegt sem gat liðkað fyrir málinu,“ segir Helga Vala. Sigríður Björk hafi síðan sent tvo lögreglumenn frá alþjóðadeild lögreglunnar út til Varsjár í dag, til þess að fylgja málinu eftir. Hún segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hafi sömuleiðis sýnt því mikinn áhuga að leysa málið sem fyrst. „Þær sýndu þessu báðar mikinn áhuga og skilning og mega alveg eiga það.“ Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia er áætlað að fólkið, sem kemur með flugi Wizz Air til Keflavíkur, lendi um klukkan hálf eitt í nótt.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Utanríkismál Flóttamenn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira