Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 29-23 | Lygileg frammistaða Lovísu Dagur Lárusson skrifar 19. mars 2022 15:30 Lovísa fagnar. Hún átti magnaðan leik. Vísir/Hulda Margrét Nýkrýndir bikarmeistarar Vals unnu góðan sex marka sigur á ÍBV en Valskonur höfðu einnig betur er liðin mættust í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins fyrir rúmri viku. Lokatölur á Hlíðarenda í dag 29-23. Segja má að Lovísa Thompson hafi stolið senunni í dag en hún skoraði alls 15 mörk. Fyrir leikinn var ÍBV í fimmta sæti deildarinnar með 16 stig á meðan Valur var í öðru sætinu með 22 stig en ÍBV átti þó þrjá leiki til góða. Fyrri hálfleikurinn var hnífjafn nánast frá upphafi til enda en í byrjun leiks voru það Lovísa og Marija sem drógu vagninn fyrir sitt lið ásamt því að Marta var að verja vel í marki ÍBV. Eftir tíu mínútna leik var Valur með tveggja marka forystu. Eftir fyrstu tíu mínúturnar tók svo við kafli þar sem Valsstelpur náðu ekki að skora í fjórar mínútur og á þeim tíma voru það þá gestirnir sem náðu tveggja marka forystu. ÍBV náði að halda þeirri forystu að hálfleiknum og var staðan þá 11-13. Fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiksins voru gestirnir með yfirhöndina áfram og lítið virtist ganga upp hjá Val, bæði í sóknarleiknum og hvað varðar markvörsluna. Lovísa hélt Val inn í leiknum á þessum tímapunkti. En eftir þessar fyrstu fimmtán mínútur snerist leikurinn algjörlega við. Allt í einu byrjaði Saga Sif að verja hvert skotið á fætur öðru í markinu og hvert einasta skot Vals í sókninni virtist fara inn. Stelpurnar í ÍBV virtust hafa fá svör við þessari endurkomu Vals og voru lokatölur því 29-23. Valur fagnar sigri.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Lovísa Thompson, að er ósköp einfalt. Hún hélt liðinu inn í leiknum á erfiða kaflanum og stýrði leiknum eins og hershöfðingi. Hún skoraði fimmtán mörk í leiknum og var einfaldlega munurinn á liðunum að mínu mati. Hverjar stóðu upp úr? Lovísa Thompson var að sjálfsögðu best á vellinum en þæ Marta var einnig frábær í marki ÍBV og síðan átti Saga Sif frábæran lokakafla í marki Vals sem lagði grunninn að sigrinum. Lovísa í baráttunni í dag. Var þetta mögulega eina skiptið sem vörn Eyjakvenna tókst að stöðva Lovísu.Vísir/Hulda Margrét Hvað fór illa? Sunna Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV, nefndi það í viðtali eftir leik að liðið ætti í erfiðleikum með andlega þáttinn þegar á móti blæs og það virtist vera raunin í dag. Um leið og það var meðbyr með Val að þá virtist spilamennskan og liðsandinn hrynja hjá ÍBV. Hvað gerist næst? Næsti leikur ÍBV er gegn HK á miðvikudaginn á meðan næsti leikur Vals er gegn Stjörnunni eftir viku. Ágúst Jóhannsson: Liðið sýndi karakter og styrk Ágúst var sáttur með sigurinn.Vísir/Hulda Margrét „Ég er mjög ánægður, liðið sýndi mikinn karakter og styrk að koma til baka eftir að hafa verið þremur mörkum undir,“ byrjaði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, að segja eftir leik. „Við vorum í smá brasi stóran hluta af leiknum en heilt yfir var þetta góð frammistaða, sérstaklega í fyrsta leik eftir bikarúrslit og mæta jafn sterku liði og ÍBV,“ hélt Ágúst áfram. Saga Sif var búin að eiga erfitt uppdráttar í marki Vals stóran hluta af leiknum en þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum fór hún heldur betur í gang og varði fullt af skotum. Ágúst vildi meina að frammistaða Sögu hafi lagt grunninn að sigrinum. Saga Sif vaknaði heldur betur í síðari hálfleik.Vísir/Hulda Margrét „Ég vil meina að á þessum tímapunkti hafi Saga farið í gang, hún varði virkilega vel og þá fórum við líka að fá hraðaupphlaupin sem var mjög mikilvægt.“ „Eins og ég segi, við áttum erfitt uppdráttar í fyrri hálfleiknum, vorum að láta verja frá okkur úr góðum færum og svo framvegis en í seinni hálfleiknum fór þetta allt að smella og ég er mjög sáttur,“ endaði Ágúst á að segja. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Valur ÍBV Handbolti Íslenski handboltinn
Nýkrýndir bikarmeistarar Vals unnu góðan sex marka sigur á ÍBV en Valskonur höfðu einnig betur er liðin mættust í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins fyrir rúmri viku. Lokatölur á Hlíðarenda í dag 29-23. Segja má að Lovísa Thompson hafi stolið senunni í dag en hún skoraði alls 15 mörk. Fyrir leikinn var ÍBV í fimmta sæti deildarinnar með 16 stig á meðan Valur var í öðru sætinu með 22 stig en ÍBV átti þó þrjá leiki til góða. Fyrri hálfleikurinn var hnífjafn nánast frá upphafi til enda en í byrjun leiks voru það Lovísa og Marija sem drógu vagninn fyrir sitt lið ásamt því að Marta var að verja vel í marki ÍBV. Eftir tíu mínútna leik var Valur með tveggja marka forystu. Eftir fyrstu tíu mínúturnar tók svo við kafli þar sem Valsstelpur náðu ekki að skora í fjórar mínútur og á þeim tíma voru það þá gestirnir sem náðu tveggja marka forystu. ÍBV náði að halda þeirri forystu að hálfleiknum og var staðan þá 11-13. Fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiksins voru gestirnir með yfirhöndina áfram og lítið virtist ganga upp hjá Val, bæði í sóknarleiknum og hvað varðar markvörsluna. Lovísa hélt Val inn í leiknum á þessum tímapunkti. En eftir þessar fyrstu fimmtán mínútur snerist leikurinn algjörlega við. Allt í einu byrjaði Saga Sif að verja hvert skotið á fætur öðru í markinu og hvert einasta skot Vals í sókninni virtist fara inn. Stelpurnar í ÍBV virtust hafa fá svör við þessari endurkomu Vals og voru lokatölur því 29-23. Valur fagnar sigri.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Lovísa Thompson, að er ósköp einfalt. Hún hélt liðinu inn í leiknum á erfiða kaflanum og stýrði leiknum eins og hershöfðingi. Hún skoraði fimmtán mörk í leiknum og var einfaldlega munurinn á liðunum að mínu mati. Hverjar stóðu upp úr? Lovísa Thompson var að sjálfsögðu best á vellinum en þæ Marta var einnig frábær í marki ÍBV og síðan átti Saga Sif frábæran lokakafla í marki Vals sem lagði grunninn að sigrinum. Lovísa í baráttunni í dag. Var þetta mögulega eina skiptið sem vörn Eyjakvenna tókst að stöðva Lovísu.Vísir/Hulda Margrét Hvað fór illa? Sunna Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV, nefndi það í viðtali eftir leik að liðið ætti í erfiðleikum með andlega þáttinn þegar á móti blæs og það virtist vera raunin í dag. Um leið og það var meðbyr með Val að þá virtist spilamennskan og liðsandinn hrynja hjá ÍBV. Hvað gerist næst? Næsti leikur ÍBV er gegn HK á miðvikudaginn á meðan næsti leikur Vals er gegn Stjörnunni eftir viku. Ágúst Jóhannsson: Liðið sýndi karakter og styrk Ágúst var sáttur með sigurinn.Vísir/Hulda Margrét „Ég er mjög ánægður, liðið sýndi mikinn karakter og styrk að koma til baka eftir að hafa verið þremur mörkum undir,“ byrjaði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, að segja eftir leik. „Við vorum í smá brasi stóran hluta af leiknum en heilt yfir var þetta góð frammistaða, sérstaklega í fyrsta leik eftir bikarúrslit og mæta jafn sterku liði og ÍBV,“ hélt Ágúst áfram. Saga Sif var búin að eiga erfitt uppdráttar í marki Vals stóran hluta af leiknum en þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum fór hún heldur betur í gang og varði fullt af skotum. Ágúst vildi meina að frammistaða Sögu hafi lagt grunninn að sigrinum. Saga Sif vaknaði heldur betur í síðari hálfleik.Vísir/Hulda Margrét „Ég vil meina að á þessum tímapunkti hafi Saga farið í gang, hún varði virkilega vel og þá fórum við líka að fá hraðaupphlaupin sem var mjög mikilvægt.“ „Eins og ég segi, við áttum erfitt uppdráttar í fyrri hálfleiknum, vorum að láta verja frá okkur úr góðum færum og svo framvegis en í seinni hálfleiknum fór þetta allt að smella og ég er mjög sáttur,“ endaði Ágúst á að segja. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti