Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. mars 2022 12:03 Aleksander Moshensky varð kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi árið 2006. Hann á í miklum viðskiptum við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Stjórnvöld eru sögð vernda hann fryir refsiaðgerðum ESB vegna þeirra. Vísir Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar í dag. Um er að ræða Aleksander Moshensky sem varð kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi árið 2006. Venjulega fylgir slíkri stöðu engin formleg völd eða fríðindi, starfið er ólaunað og veitir ekki formlega stöðu diplómata. Engu að síður gefur titillinn ákveðna vigt, sérstaklega þegar kemur að því að fá og viðhalda aðgengi að embættis- og viðskiptalífi viðkomandi landa. Hann er einn ríkasti og áhrifamesti auðjöfur heimalands síns og sagður einn nánasti bandamaður Aleksanders Lukashenko forseta Hvíta-Rússlands. Viðskipti Moshensky við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hófust í kringum árið 2000 og fólust í kaupum á loðnuhrognum og frosinni síld. Frá þeim tíma hafi viðskipti hans við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki margfaldast. Í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að hann sé nú stórtækur í fiskviðskiptum við Íslendinga – ekki síst eftir að Rússar settu innflutningsbann á íslenskan fisk. Moshensky er sagður hafa auðgast gríðarlega á ógegnsæju einkavæðingaraðgerðum forseta landsins, setið í opinberum ráðum og nefndum og notið skattfríðinda af hálfu stjórnvalda í Minsk. Fram kemur að Evrópusambandið hafi fimm sinnum á síðustu tveimur árum ætlað að setja nafn Moshenskys á lista yfir refsiaðgerðir sambandsins vegna spillts stjórnmála og viðskiptalífs Hvíta Rússlands. Það hafi þó enn ekki verið tekist og á meðan haldi hann áfram að efnast undir verndarvæng Lukashenkos. Samkvæmt heimildum Stundarinnar og frásögnum viðmælenda, virðist hagsmunagæsla íslenskra stjórnvalda fyrir hönd Moshensky vega þar þungt. Vísað er í að Moshensky hafi notið aðstoðar íslenskra stjórnvalda til að koma sér undan því að lenda í hörðum refsiaðgerðum ESB. Því að verði hann fyrir þeim þýði það umtalsvert tap fyrir Íslendinga. Og að sögn hafi íslensk stjórnvöld brugðist við og beitt sér til þess að hafa áhrif á ákvörðun Evrópusambandsins. Fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum utanríkisráðherra vegna málsins í morgun en hafði ekki fengið þau fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar í dag. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar í dag. Um er að ræða Aleksander Moshensky sem varð kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi árið 2006. Venjulega fylgir slíkri stöðu engin formleg völd eða fríðindi, starfið er ólaunað og veitir ekki formlega stöðu diplómata. Engu að síður gefur titillinn ákveðna vigt, sérstaklega þegar kemur að því að fá og viðhalda aðgengi að embættis- og viðskiptalífi viðkomandi landa. Hann er einn ríkasti og áhrifamesti auðjöfur heimalands síns og sagður einn nánasti bandamaður Aleksanders Lukashenko forseta Hvíta-Rússlands. Viðskipti Moshensky við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hófust í kringum árið 2000 og fólust í kaupum á loðnuhrognum og frosinni síld. Frá þeim tíma hafi viðskipti hans við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki margfaldast. Í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að hann sé nú stórtækur í fiskviðskiptum við Íslendinga – ekki síst eftir að Rússar settu innflutningsbann á íslenskan fisk. Moshensky er sagður hafa auðgast gríðarlega á ógegnsæju einkavæðingaraðgerðum forseta landsins, setið í opinberum ráðum og nefndum og notið skattfríðinda af hálfu stjórnvalda í Minsk. Fram kemur að Evrópusambandið hafi fimm sinnum á síðustu tveimur árum ætlað að setja nafn Moshenskys á lista yfir refsiaðgerðir sambandsins vegna spillts stjórnmála og viðskiptalífs Hvíta Rússlands. Það hafi þó enn ekki verið tekist og á meðan haldi hann áfram að efnast undir verndarvæng Lukashenkos. Samkvæmt heimildum Stundarinnar og frásögnum viðmælenda, virðist hagsmunagæsla íslenskra stjórnvalda fyrir hönd Moshensky vega þar þungt. Vísað er í að Moshensky hafi notið aðstoðar íslenskra stjórnvalda til að koma sér undan því að lenda í hörðum refsiaðgerðum ESB. Því að verði hann fyrir þeim þýði það umtalsvert tap fyrir Íslendinga. Og að sögn hafi íslensk stjórnvöld brugðist við og beitt sér til þess að hafa áhrif á ákvörðun Evrópusambandsins. Fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum utanríkisráðherra vegna málsins í morgun en hafði ekki fengið þau fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar í dag.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira