Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. mars 2022 12:03 Aleksander Moshensky varð kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi árið 2006. Hann á í miklum viðskiptum við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Stjórnvöld eru sögð vernda hann fryir refsiaðgerðum ESB vegna þeirra. Vísir Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar í dag. Um er að ræða Aleksander Moshensky sem varð kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi árið 2006. Venjulega fylgir slíkri stöðu engin formleg völd eða fríðindi, starfið er ólaunað og veitir ekki formlega stöðu diplómata. Engu að síður gefur titillinn ákveðna vigt, sérstaklega þegar kemur að því að fá og viðhalda aðgengi að embættis- og viðskiptalífi viðkomandi landa. Hann er einn ríkasti og áhrifamesti auðjöfur heimalands síns og sagður einn nánasti bandamaður Aleksanders Lukashenko forseta Hvíta-Rússlands. Viðskipti Moshensky við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hófust í kringum árið 2000 og fólust í kaupum á loðnuhrognum og frosinni síld. Frá þeim tíma hafi viðskipti hans við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki margfaldast. Í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að hann sé nú stórtækur í fiskviðskiptum við Íslendinga – ekki síst eftir að Rússar settu innflutningsbann á íslenskan fisk. Moshensky er sagður hafa auðgast gríðarlega á ógegnsæju einkavæðingaraðgerðum forseta landsins, setið í opinberum ráðum og nefndum og notið skattfríðinda af hálfu stjórnvalda í Minsk. Fram kemur að Evrópusambandið hafi fimm sinnum á síðustu tveimur árum ætlað að setja nafn Moshenskys á lista yfir refsiaðgerðir sambandsins vegna spillts stjórnmála og viðskiptalífs Hvíta Rússlands. Það hafi þó enn ekki verið tekist og á meðan haldi hann áfram að efnast undir verndarvæng Lukashenkos. Samkvæmt heimildum Stundarinnar og frásögnum viðmælenda, virðist hagsmunagæsla íslenskra stjórnvalda fyrir hönd Moshensky vega þar þungt. Vísað er í að Moshensky hafi notið aðstoðar íslenskra stjórnvalda til að koma sér undan því að lenda í hörðum refsiaðgerðum ESB. Því að verði hann fyrir þeim þýði það umtalsvert tap fyrir Íslendinga. Og að sögn hafi íslensk stjórnvöld brugðist við og beitt sér til þess að hafa áhrif á ákvörðun Evrópusambandsins. Fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum utanríkisráðherra vegna málsins í morgun en hafði ekki fengið þau fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar í dag. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar í dag. Um er að ræða Aleksander Moshensky sem varð kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi árið 2006. Venjulega fylgir slíkri stöðu engin formleg völd eða fríðindi, starfið er ólaunað og veitir ekki formlega stöðu diplómata. Engu að síður gefur titillinn ákveðna vigt, sérstaklega þegar kemur að því að fá og viðhalda aðgengi að embættis- og viðskiptalífi viðkomandi landa. Hann er einn ríkasti og áhrifamesti auðjöfur heimalands síns og sagður einn nánasti bandamaður Aleksanders Lukashenko forseta Hvíta-Rússlands. Viðskipti Moshensky við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hófust í kringum árið 2000 og fólust í kaupum á loðnuhrognum og frosinni síld. Frá þeim tíma hafi viðskipti hans við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki margfaldast. Í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að hann sé nú stórtækur í fiskviðskiptum við Íslendinga – ekki síst eftir að Rússar settu innflutningsbann á íslenskan fisk. Moshensky er sagður hafa auðgast gríðarlega á ógegnsæju einkavæðingaraðgerðum forseta landsins, setið í opinberum ráðum og nefndum og notið skattfríðinda af hálfu stjórnvalda í Minsk. Fram kemur að Evrópusambandið hafi fimm sinnum á síðustu tveimur árum ætlað að setja nafn Moshenskys á lista yfir refsiaðgerðir sambandsins vegna spillts stjórnmála og viðskiptalífs Hvíta Rússlands. Það hafi þó enn ekki verið tekist og á meðan haldi hann áfram að efnast undir verndarvæng Lukashenkos. Samkvæmt heimildum Stundarinnar og frásögnum viðmælenda, virðist hagsmunagæsla íslenskra stjórnvalda fyrir hönd Moshensky vega þar þungt. Vísað er í að Moshensky hafi notið aðstoðar íslenskra stjórnvalda til að koma sér undan því að lenda í hörðum refsiaðgerðum ESB. Því að verði hann fyrir þeim þýði það umtalsvert tap fyrir Íslendinga. Og að sögn hafi íslensk stjórnvöld brugðist við og beitt sér til þess að hafa áhrif á ákvörðun Evrópusambandsins. Fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum utanríkisráðherra vegna málsins í morgun en hafði ekki fengið þau fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar í dag.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira