Loks á heimleið eftir langa bið og flutning á hræðilegt hótel Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. mars 2022 18:46 Hópurinn átti að koma heim síðastliðinn mánudag, en kemur heim í nótt. Aðsend Fimmtán kvenna hópur sem lagði af stað í hjólaferð til Spánar fyrir tæpum tveimur vikum segir farir sínar hreint ekki sléttar eftir viðskipti við flugfélagið Vueling. Hópurinn átti að koma heim til Íslands síðasta mánudag en flugi þeirra var ítrekað frestað vegna veðurs. Steininn tók síðan úr í dag þegar flugfélagið flutti hópinn á hótel í skötulíki, mun fjær flugvellinum en hótelið sem hann hafði dvalið á fyrir. Þórdís Sigurðardóttir, ein kvennanna í hópnum, ræddi við fréttastofu um málið. Hópurinn lagði af stað til Barcelona mánudaginn 7. mars, en ráðgert var að farið yrði heim viku síðar, eftir hjólaferð um nágrenni Barcelona. „Við áttum að fara heim á mánudaginn [14. mars], en þá var flugi frestað vegna veðurs, sem er alveg skiljanlegt. Okkur er bara komið fyrir á hóteli, sem er bara fínasta hótel, og okkur sagt að koma í móttökuna daginn eftir og þar yrði náð í okkur og farið út á flugvöll. Svo er starfsmaðurinn þar látinn tilkynna okkur að það sé búið að fresta fluginu þar til daginn eftir. Þannig gekk þetta fyrir sig mánudag, þriðjudag, miðvikudag og í morgun,“ segir Þórdís. Í dag er því fjórði dagurinn þar sem hópnum hefur verið tilkynnt um að flugi þeirra hafi verið frestað. „Við vorum farnar að ímynda okkur að við myndum ekkert fara í dag, heldur bara á föstudag, því þá átti að vera næsta flug. [Vueling] eru alltaf búnir að bera fyrir sig að þetta sé vegna veðurs, en aðrar flugvélar hafa verið að lenda heima. Þannig að þetta var svolítið sérstakt.“ Þórdís segir ferðaskrifstofuna sem skipulagði ferðina, TA Sport, ítrekað hafa reynt að fá svör frá flugfélaginu, en fengið fá. Héldu að fara ætti nær flugvellinum Í morgun hafi mælirinn síðan fyllst hjá hópnum, sem er búinn að bíða þess að komast heim síðan á mánudag. „Við vorum bara búin að sætta okkur við að við myndum komast heim á morgun, en þá er okkur tilkynnt að það sé búið að aflýsa fluginu í dag. Fimmtán mínútum síðar kemur hótelstarfsmaðurinn aftur og segir að flugfélagið hafi hringt og sagt að það ætti að færa okkur á annað hótel. Við skildum það þannig að það væri út af því að það væri verið að safna saman fólki úr ferðinni sem væri að bíða eftir fluginu á morgun og við ættum að fara nær flugvellinum.“ Þórdís segir hjólaferðina sjálfa hafa gengið vonum framar, þó það sem á eftir hafi komið hafi verið heldur óánægjulegra.Aðsend Hópurinn hafi því farið í góðri trú upp í rútu sem ætti að færa hann á annað hótel, en þegar þangað hafi verið komið hafi allur vindur farið úr hópnum. „Þetta var alveg hræðilegt hótel, við hefðum aldrei sofið þarna. Við vorum komin langt út fyrir Barcelona og erum þá komin lengra frá flugvellinum, þannig að það stóðst ekkert.“ Þegar þarna er komið sögu hafi ferðaskrifstofan einfaldlega gripið inn í og farið á fullt í að reyna að redda hópnum heim. Það hafi að endingu tekist, og hópurinn flýgur frá Barcelona til Amsterdam í kvöld, þar sem tekur við næturflug frá Hollandi og heim til Íslands. Allt í boði ferðaskrifstofunnar, sem Þórdís ber söguna vel. Flugfélagið var á hótelinu Þórdís segir að í gær hafi hópurinn fengið það á tilfinninguna að flutningurinn tengdist veru Vueling á hótelinu sem hópnum hafði upprunalega verið komið fyrir á. „Í gær sáum við allt í einu hótelið merkt með stöndum frá flugfélaginu, það var einhver ráðstefna þarna. Við fórum eitthvað að grínast í þeim og reyna að gera gott úr þessu og vorum að tala þarna við starfsmenn. Síðan daginn eftir [í dag] erum við bara tekin út af hótelinu.“ Þórdís segir þann grun hafa læðst að hópnum að hann hafi verið færður af hótelinu svo starfsfólk flugfélagsins „fengi að vera í friði.“ Á hótelinu sem hópurinn dvaldist á þar til í dag var Vueling með ráðstefnu.Skjáskot/Instagram „Hann fer strax að hringja í flugfélagið eftir þetta, frá ferðaskrifstofunni, og það var ekki einu sinni svarað lengur.“ Þórdís segir þá biðina eftir heimferðinni hafa verið erfiða, og lagst misvel í meðlimi hópsins, með tilheyrandi vinnutapi og öðru, þegar skilaboðin hafi alltaf verið þau að farið yrði heim „á morgun.“ „Hér gistum við ekki“ Aðspurð um aðbúnaðinn á hótelinu sem flugfélagið flutti hópinn á í dag segir Þórdís: „Þetta var bara hræðilegt, og í rauninni ekki eins og hótel. Maður kom þarna inn í móttökuna, sem var svo sem allt í lagi. Svo gekk maður eftir einhverjum útigangi og ég hugsaði „Á ég að labba þennan gang?“ Herbergin voru á jarðhæðinni, þar sem við vorum flestar, og þegar ég opnaði inn í herbergi þá fór ég ekki einu sinni inn. Bara labbaði aftur út.“ Hótelið sem hópurinn var fluttur á þótti ekki sérlega spennandi.Aðsend Á sama tíma hafi forsvarsmaður ferðaskrifstofunnar mætt á nýja hótelið til að kanna hvort ekki væri allt með felldu. Niðurstaðan hafi einfaldlega verið að svo væri ekki, og að ekki kæmi til greina að hópurinn verði nóttinni á hótelinu. „Við komum á hótelið rétt fyrir hádegi í dag og sátum þar, fengum að borða á meðan ferðaskrifstofan var að græja flugið og ganga frá því,“ segir Þórdís, sem var komin upp á flugvöll og hafði verið þar í um klukkustund þegar fréttastofa náði tali af henni. „Það þurfti alveg pínu fyrirhöfn fyrir ferðaskrifstofuna að bóka okkur allar og finna flug fyrir okkur, en það hafðist. Við erum rosalega þakklátar ferðaskrifstofunni en ekki flugfélaginu, það er ljóst.“ Vill ekki sjá Vueling aftur Þórdís segir að hópnum sé mikið í mun að sök vegna málsins sé ekki felld á ferðaskrifstofuna, sem hafi lagt mikið á sig við að koma konunum heim í dag, án nokkurs aukakostnaðar. „Þau buðu okkur öllum út að borða í gær vegna málsins og maður getur alveg treyst því að fara með þessari ferðaskrifstofu aftur, það er ekki málið.“ En flugfélagið, þú lætur það kannski vera í náinni framtíð? „Ég held að engin af okkur muni fljúga með þessu flugfélagi aftur, það er nokkuð ljóst.“ Hópurinn vandar Vueling ekki kveðjurnar.Urbanandsport/NurPhoto via Getty Spánn Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Þórdís Sigurðardóttir, ein kvennanna í hópnum, ræddi við fréttastofu um málið. Hópurinn lagði af stað til Barcelona mánudaginn 7. mars, en ráðgert var að farið yrði heim viku síðar, eftir hjólaferð um nágrenni Barcelona. „Við áttum að fara heim á mánudaginn [14. mars], en þá var flugi frestað vegna veðurs, sem er alveg skiljanlegt. Okkur er bara komið fyrir á hóteli, sem er bara fínasta hótel, og okkur sagt að koma í móttökuna daginn eftir og þar yrði náð í okkur og farið út á flugvöll. Svo er starfsmaðurinn þar látinn tilkynna okkur að það sé búið að fresta fluginu þar til daginn eftir. Þannig gekk þetta fyrir sig mánudag, þriðjudag, miðvikudag og í morgun,“ segir Þórdís. Í dag er því fjórði dagurinn þar sem hópnum hefur verið tilkynnt um að flugi þeirra hafi verið frestað. „Við vorum farnar að ímynda okkur að við myndum ekkert fara í dag, heldur bara á föstudag, því þá átti að vera næsta flug. [Vueling] eru alltaf búnir að bera fyrir sig að þetta sé vegna veðurs, en aðrar flugvélar hafa verið að lenda heima. Þannig að þetta var svolítið sérstakt.“ Þórdís segir ferðaskrifstofuna sem skipulagði ferðina, TA Sport, ítrekað hafa reynt að fá svör frá flugfélaginu, en fengið fá. Héldu að fara ætti nær flugvellinum Í morgun hafi mælirinn síðan fyllst hjá hópnum, sem er búinn að bíða þess að komast heim síðan á mánudag. „Við vorum bara búin að sætta okkur við að við myndum komast heim á morgun, en þá er okkur tilkynnt að það sé búið að aflýsa fluginu í dag. Fimmtán mínútum síðar kemur hótelstarfsmaðurinn aftur og segir að flugfélagið hafi hringt og sagt að það ætti að færa okkur á annað hótel. Við skildum það þannig að það væri út af því að það væri verið að safna saman fólki úr ferðinni sem væri að bíða eftir fluginu á morgun og við ættum að fara nær flugvellinum.“ Þórdís segir hjólaferðina sjálfa hafa gengið vonum framar, þó það sem á eftir hafi komið hafi verið heldur óánægjulegra.Aðsend Hópurinn hafi því farið í góðri trú upp í rútu sem ætti að færa hann á annað hótel, en þegar þangað hafi verið komið hafi allur vindur farið úr hópnum. „Þetta var alveg hræðilegt hótel, við hefðum aldrei sofið þarna. Við vorum komin langt út fyrir Barcelona og erum þá komin lengra frá flugvellinum, þannig að það stóðst ekkert.“ Þegar þarna er komið sögu hafi ferðaskrifstofan einfaldlega gripið inn í og farið á fullt í að reyna að redda hópnum heim. Það hafi að endingu tekist, og hópurinn flýgur frá Barcelona til Amsterdam í kvöld, þar sem tekur við næturflug frá Hollandi og heim til Íslands. Allt í boði ferðaskrifstofunnar, sem Þórdís ber söguna vel. Flugfélagið var á hótelinu Þórdís segir að í gær hafi hópurinn fengið það á tilfinninguna að flutningurinn tengdist veru Vueling á hótelinu sem hópnum hafði upprunalega verið komið fyrir á. „Í gær sáum við allt í einu hótelið merkt með stöndum frá flugfélaginu, það var einhver ráðstefna þarna. Við fórum eitthvað að grínast í þeim og reyna að gera gott úr þessu og vorum að tala þarna við starfsmenn. Síðan daginn eftir [í dag] erum við bara tekin út af hótelinu.“ Þórdís segir þann grun hafa læðst að hópnum að hann hafi verið færður af hótelinu svo starfsfólk flugfélagsins „fengi að vera í friði.“ Á hótelinu sem hópurinn dvaldist á þar til í dag var Vueling með ráðstefnu.Skjáskot/Instagram „Hann fer strax að hringja í flugfélagið eftir þetta, frá ferðaskrifstofunni, og það var ekki einu sinni svarað lengur.“ Þórdís segir þá biðina eftir heimferðinni hafa verið erfiða, og lagst misvel í meðlimi hópsins, með tilheyrandi vinnutapi og öðru, þegar skilaboðin hafi alltaf verið þau að farið yrði heim „á morgun.“ „Hér gistum við ekki“ Aðspurð um aðbúnaðinn á hótelinu sem flugfélagið flutti hópinn á í dag segir Þórdís: „Þetta var bara hræðilegt, og í rauninni ekki eins og hótel. Maður kom þarna inn í móttökuna, sem var svo sem allt í lagi. Svo gekk maður eftir einhverjum útigangi og ég hugsaði „Á ég að labba þennan gang?“ Herbergin voru á jarðhæðinni, þar sem við vorum flestar, og þegar ég opnaði inn í herbergi þá fór ég ekki einu sinni inn. Bara labbaði aftur út.“ Hótelið sem hópurinn var fluttur á þótti ekki sérlega spennandi.Aðsend Á sama tíma hafi forsvarsmaður ferðaskrifstofunnar mætt á nýja hótelið til að kanna hvort ekki væri allt með felldu. Niðurstaðan hafi einfaldlega verið að svo væri ekki, og að ekki kæmi til greina að hópurinn verði nóttinni á hótelinu. „Við komum á hótelið rétt fyrir hádegi í dag og sátum þar, fengum að borða á meðan ferðaskrifstofan var að græja flugið og ganga frá því,“ segir Þórdís, sem var komin upp á flugvöll og hafði verið þar í um klukkustund þegar fréttastofa náði tali af henni. „Það þurfti alveg pínu fyrirhöfn fyrir ferðaskrifstofuna að bóka okkur allar og finna flug fyrir okkur, en það hafðist. Við erum rosalega þakklátar ferðaskrifstofunni en ekki flugfélaginu, það er ljóst.“ Vill ekki sjá Vueling aftur Þórdís segir að hópnum sé mikið í mun að sök vegna málsins sé ekki felld á ferðaskrifstofuna, sem hafi lagt mikið á sig við að koma konunum heim í dag, án nokkurs aukakostnaðar. „Þau buðu okkur öllum út að borða í gær vegna málsins og maður getur alveg treyst því að fara með þessari ferðaskrifstofu aftur, það er ekki málið.“ En flugfélagið, þú lætur það kannski vera í náinni framtíð? „Ég held að engin af okkur muni fljúga með þessu flugfélagi aftur, það er nokkuð ljóst.“ Hópurinn vandar Vueling ekki kveðjurnar.Urbanandsport/NurPhoto via Getty
Spánn Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira