Harko vann fyrri leikinn með þremur stigum og tapaði viðureigninni því samanlagt með fimm stigum. Leiden fer áfram í undanúrslit þar sem þeir munu mæta Bahcesehir.
Jóni Axel Guðmundssyni tókst ekki að skora stig á þeim sjö mínútum sem hann spilaði. Jón Axel tók eitt þriggja stiga skot sem fór ekki ofan í en Jón gaf 2 stoðsendingar og stal einum bolta í leiknum ásamt því að tapa einum bolta sem skilaði honum einungis einu framlagsstigi.