Hvít-rússnesk stjarna brotnaði saman í miðjum leik: „Þykir þetta svo leiðinlegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 11:01 Victoria Azarenka reyndi að halda keppni áfram en átti í miklum erfiðleikum með það. AP/Mark J. Terrill Victoria Azarenka er ein stærsta íþróttastjarna Hvíta-Rússlands enda fyrrum besta tenniskona heims og með tvo risatitla á bakinu. Hún var í aðalhlutverki í undarlegu atviki í móti í Kaliforníu í vikunni. Azarenka var þar að keppa við Kasakann Elena Rybakina á WTA 1000-mótinu í Indian Wells. Azarenka var lent undir í leiknum þegar hún gerði mistök og hreinlega brotnaði niður á vellinum. Tárin fóru að renna og hún átti erfitt með sig. Nokkrum sinnum reyndi hún að halda áfram leik en tókst ekki. After Naomi Osaka, Victoria Azarenka also burst into tears during her match vs Elena Rybakina.High level sport is really not easy thing. pic.twitter.com/tiNTTY8iB8— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 15, 2022 „Victoria, þarftu hjálp?“ spurði dómarinn hana og áhorfendur reyndu líka að hvetja hana áfram. „Fyrirgefðu. Mér þykir þetta svo leiðinlegt,“ mátti heyra Victoriu segja en það skildi enginn hvað var í gangi. Tárin héldu áfram að renna. Mótherji hennar, Elena Rybakina, var hissa eins og allir aðrir. Hún átti erfitt með að átta sig á því hvað var í gangi og af hverju andstæðingur hennar fékk að taka svona hlé án þess að kalla eftir læknahlé. „Mun hún halda áfram? Er þetta eðlilegt? Þetta eru búnar að vera þrjár mínútur,“ sagði Rybakina. Hún vann leikinn síðan 6-3 og 6-4 en eftir hann velti hún því fyrir sér af hverju svona gat komið fyrir án nokkurra afleiðinga fyrir Azarenka. Indian Wells: Azarenka chora muito em quadra durante partida contra Rybakina; VEJA#TenisNaESPNhttps://t.co/huSqCes9wK— ESPN Brasil (de ) (@ESPNBrasil) March 15, 2022 Fjölmiðlar hafa ekki fengið nein svör en hafa velt því fyrir sér hvort að þetta tengist eitthvað innrás Rússa í Úkraínu en þar hefur Hvíta-Rússland, þjóð Victoriu, staðið þétt við bakið á Rússum. Azarenka hafði tjáð sig um það á samfélagsmiðlum að þessir atburðir hefðu áhrif á hana. „Ég er niðurbrotin vegna þess sem hefur farið fram síðustu daga í Úkraínu. Það er harmþrungið að sjá svo margt saklaust fólk verða og munu halda áfram að verða fyrir áhrifum af þessu,“ skrifaði hún á Twitter. Victoria Azarenka hefur síðan eytt öllum samfélagsmiðlum sínum eins og Instagram og Twitter. Það er því ekkert um svör þar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=EUmjflY-Q7U">watch on YouTube</a> Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sjá meira
Azarenka var þar að keppa við Kasakann Elena Rybakina á WTA 1000-mótinu í Indian Wells. Azarenka var lent undir í leiknum þegar hún gerði mistök og hreinlega brotnaði niður á vellinum. Tárin fóru að renna og hún átti erfitt með sig. Nokkrum sinnum reyndi hún að halda áfram leik en tókst ekki. After Naomi Osaka, Victoria Azarenka also burst into tears during her match vs Elena Rybakina.High level sport is really not easy thing. pic.twitter.com/tiNTTY8iB8— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 15, 2022 „Victoria, þarftu hjálp?“ spurði dómarinn hana og áhorfendur reyndu líka að hvetja hana áfram. „Fyrirgefðu. Mér þykir þetta svo leiðinlegt,“ mátti heyra Victoriu segja en það skildi enginn hvað var í gangi. Tárin héldu áfram að renna. Mótherji hennar, Elena Rybakina, var hissa eins og allir aðrir. Hún átti erfitt með að átta sig á því hvað var í gangi og af hverju andstæðingur hennar fékk að taka svona hlé án þess að kalla eftir læknahlé. „Mun hún halda áfram? Er þetta eðlilegt? Þetta eru búnar að vera þrjár mínútur,“ sagði Rybakina. Hún vann leikinn síðan 6-3 og 6-4 en eftir hann velti hún því fyrir sér af hverju svona gat komið fyrir án nokkurra afleiðinga fyrir Azarenka. Indian Wells: Azarenka chora muito em quadra durante partida contra Rybakina; VEJA#TenisNaESPNhttps://t.co/huSqCes9wK— ESPN Brasil (de ) (@ESPNBrasil) March 15, 2022 Fjölmiðlar hafa ekki fengið nein svör en hafa velt því fyrir sér hvort að þetta tengist eitthvað innrás Rússa í Úkraínu en þar hefur Hvíta-Rússland, þjóð Victoriu, staðið þétt við bakið á Rússum. Azarenka hafði tjáð sig um það á samfélagsmiðlum að þessir atburðir hefðu áhrif á hana. „Ég er niðurbrotin vegna þess sem hefur farið fram síðustu daga í Úkraínu. Það er harmþrungið að sjá svo margt saklaust fólk verða og munu halda áfram að verða fyrir áhrifum af þessu,“ skrifaði hún á Twitter. Victoria Azarenka hefur síðan eytt öllum samfélagsmiðlum sínum eins og Instagram og Twitter. Það er því ekkert um svör þar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=EUmjflY-Q7U">watch on YouTube</a>
Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sjá meira