Gefur út enskt lestrar- og málörvunarapp fyrir börn Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2022 16:01 Jón Gunnar Þórðarson er framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Mussila. Birgir Ísleifur Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Mussila gaf í dag út enskt lestrar- og málörvunarapp fyrir alþjóðlegan markað og hefur þar með tvöfaldað vöruframboð sitt. Smáforritið ber nafnið Mussila WordPlay og er ætlað börnum sex ára og eldri. Þar er notast við þá aðferð að læra í gegnum leik og er því ætlað að auka lesskilning og orðaforða barna. Í tilkynningu segir að smáforritið hafi komið úr í 155 löndum í dag á App Store og Google Play, auk þess að vera í boði undir fjölskyldu- og/eða skólaaðgangi í gegnum heimasíðu fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur áður gefið út forritið Mussila Music sem kom fyrst út árið 2017. „Mussila hannar allar stafrænar lausnir með það að markmiði að kveikja áhuga barna á námi í gegnum leik og leiðir sem virkja þeirra eigin sköpunarkraft. Mussila WordPlay inniheldur þúsundir smáleikja sem örva og styrkja orðaforða barna, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu og máltjáningu. Forritið er þróað í nánu samstarfi við talmeinafræðingana Ásthildi Bj. Snorradóttur og Bjarteyju Sigurðardóttur höfunda Orðagulls sem flestir skólar á Íslandi nota nú þegar. Í mars á síðasta ári tók Mussila yfir rekstur Orðagulls og nú ári síðar er nýtt og stærra app tilbúið fyrir alþjóðlegan markað. Fyrsta tungumálið í Mussila WordPlay er enska en með tíð og tíma munu fleiri tungumál standa til boða,“ segir um smáforritið. Svona lítur Musila WordPlay út á spjaldtölvum. Krossgátur, spurningar og fleira Notast er við æfingar, krossgátur, spurningar, sögur og bókasafn. Leiklestur sem heyra má í appinu er í höndum leikkonunnar Camille Marmié og eru öll fyrirmæli og útskýringar leiklesnar en með því er börnunum ætlað að læra að nota sjónrænan orðaforða. Þá segir að í bókasafni Mussila séð meðal ananrs hægt að finna söguna af Bláa hnettinum eftir Andra Snæ á ensku. Haft er eftir Jóni Gunnari Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Mussila að börn séu fróðleiksfús að eðlisfari og það sé skylda okkar að veita þeim skapandi og skemmtilegar lausnir svo þau finni fyrir löngun og hvatningu til að læra. „Það er mín sannfæring að öllum börnum eigi að standa til boða námsefni þar sem þau læra í gegnum leik og tekur mið af því besta sem gerist í nýsköpun í dag, með stafrænu byltingunni er það vel raunhæft,” er haft eftir Jóni Gunnari. Um Mussila segir að það sé nýsköpunarfyrirtæki sem framleiði stafrænar menntalausnir fyrir börn. Í dag vinni hjá fyrirtækinu tíu manns frá fjórum löndum; listamenn, markaðsfræðingar og tölvunarfræðingar. Nýsköpun Tækni Stafræn þróun Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Smáforritið ber nafnið Mussila WordPlay og er ætlað börnum sex ára og eldri. Þar er notast við þá aðferð að læra í gegnum leik og er því ætlað að auka lesskilning og orðaforða barna. Í tilkynningu segir að smáforritið hafi komið úr í 155 löndum í dag á App Store og Google Play, auk þess að vera í boði undir fjölskyldu- og/eða skólaaðgangi í gegnum heimasíðu fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur áður gefið út forritið Mussila Music sem kom fyrst út árið 2017. „Mussila hannar allar stafrænar lausnir með það að markmiði að kveikja áhuga barna á námi í gegnum leik og leiðir sem virkja þeirra eigin sköpunarkraft. Mussila WordPlay inniheldur þúsundir smáleikja sem örva og styrkja orðaforða barna, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu og máltjáningu. Forritið er þróað í nánu samstarfi við talmeinafræðingana Ásthildi Bj. Snorradóttur og Bjarteyju Sigurðardóttur höfunda Orðagulls sem flestir skólar á Íslandi nota nú þegar. Í mars á síðasta ári tók Mussila yfir rekstur Orðagulls og nú ári síðar er nýtt og stærra app tilbúið fyrir alþjóðlegan markað. Fyrsta tungumálið í Mussila WordPlay er enska en með tíð og tíma munu fleiri tungumál standa til boða,“ segir um smáforritið. Svona lítur Musila WordPlay út á spjaldtölvum. Krossgátur, spurningar og fleira Notast er við æfingar, krossgátur, spurningar, sögur og bókasafn. Leiklestur sem heyra má í appinu er í höndum leikkonunnar Camille Marmié og eru öll fyrirmæli og útskýringar leiklesnar en með því er börnunum ætlað að læra að nota sjónrænan orðaforða. Þá segir að í bókasafni Mussila séð meðal ananrs hægt að finna söguna af Bláa hnettinum eftir Andra Snæ á ensku. Haft er eftir Jóni Gunnari Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Mussila að börn séu fróðleiksfús að eðlisfari og það sé skylda okkar að veita þeim skapandi og skemmtilegar lausnir svo þau finni fyrir löngun og hvatningu til að læra. „Það er mín sannfæring að öllum börnum eigi að standa til boða námsefni þar sem þau læra í gegnum leik og tekur mið af því besta sem gerist í nýsköpun í dag, með stafrænu byltingunni er það vel raunhæft,” er haft eftir Jóni Gunnari. Um Mussila segir að það sé nýsköpunarfyrirtæki sem framleiði stafrænar menntalausnir fyrir börn. Í dag vinni hjá fyrirtækinu tíu manns frá fjórum löndum; listamenn, markaðsfræðingar og tölvunarfræðingar.
Nýsköpun Tækni Stafræn þróun Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira