Ferðamaðurinn fundinn heill á húfi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. mars 2022 00:03 Mynd frá vettvangi. Ferðamaðurinn fannst skömmu fyrir miðnætti, um 4,5 kílómetra frá upphaflegri staðsetningu. Landsbjörg Ferðamaðurinn sem leitað var á Mælifellssandi við Fjallabak er fundinn heill á húfi. Að sögn Landsbjargar var hann orðinn nokkuð kaldur og hrakinn en heilsast að öðru leyti vel. Björgunarsveitir leituðu ferðamanns á Mælifellssandi við Fjallabak síðdegis í dag og í kvöld. Tilkynning barst úr neyðarsendi laust eftir klukkan 17 og á þriðja hundruð björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út til aðstoðar. Davíð Már Bjarnarson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að blessunarlega hafi ferðamaðurinn fundist fljótt. Nokkra stund tókst að finna nákvæma staðsetningu mannsins en það tókst þó fyrr en síðar. „Hann fannst þarna á þessum slóðum, heill á húfi en orðinn nokkuð kaldur. Núna er bara verið að vinna í því að koma honum og búnaðinum hans til byggða. Mögulega verður það hjá þyrlunni en það kemur bara í ljós,“ segir Davíð Már. Hann bætir við að kvöldið sé ekki alveg búið hjá björgunarsveitarmönnum en rúmlega tvö hundruð björgunarsveitarmenn víðsvegar af landinu tóku þátt í leitinni. Koma þurfi og mönnum og búnaði af hálendinu. „Við erum alltaf ánægðir þegar svona aðgerðir enda vel og alla vega lán í óláni að maðurinn hafi verið með neyðarsendi. Það hjálpaði til,“ segir Davíð Már upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Landsbjörg Uppfært 15. mars klukkan 7:45: Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg um útkallið segir að á hálendinu sé mikill snjór og víða krapi og því hafi aðstæður verið erfiðar. „Kallaðar voru út sveitir frá Suðurlandi, Suðvesturlandi og Vesturlandi með snjóbíla, breytta jeppa, vélsleða og leitarhunda. Í neyðarboðunum barst staðsetning sem var ekki endilega nákvæm og því var leitarsvæðið í upphafi nokkuð stórt. Sótt var að svæðinu úr nokkrum áttum og voru fyrstu hópar komnir á vettvang um klukkan átta og leit hófst. Mjög fljótt fjölgaði leitarmönnum og voru hátt í tvö hundruð menn komnir á vettvang þegar maðurinn fannst klukkan 23:40 um 4,5 kílómetra frá upphaflegri staðsetningu. Hann var heill á húfi en kaldur og blautur, björgunarsveitarmenn komu honum í hlý og þurr föt og fluttu hann á vélsleða til móts við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti manninn til aðhlynningar í Reykjavík. Voru allir björgunarmenn komnir til síns heima klukkan fimm í nótt.“ Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ferðamaðurinn að Fjallabaki ófundinn: Þyrlan kölluð út Ferðamaðurinn sem kallaði eftir aðstoð á Mælifellssandi við Fjallabak er enn ófundinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og umfangsmikil leit stendur nú yfir. 14. mars 2022 22:08 Leit að ferðamanni að Fjallabaki Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. 14. mars 2022 18:45 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Björgunarsveitir leituðu ferðamanns á Mælifellssandi við Fjallabak síðdegis í dag og í kvöld. Tilkynning barst úr neyðarsendi laust eftir klukkan 17 og á þriðja hundruð björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út til aðstoðar. Davíð Már Bjarnarson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að blessunarlega hafi ferðamaðurinn fundist fljótt. Nokkra stund tókst að finna nákvæma staðsetningu mannsins en það tókst þó fyrr en síðar. „Hann fannst þarna á þessum slóðum, heill á húfi en orðinn nokkuð kaldur. Núna er bara verið að vinna í því að koma honum og búnaðinum hans til byggða. Mögulega verður það hjá þyrlunni en það kemur bara í ljós,“ segir Davíð Már. Hann bætir við að kvöldið sé ekki alveg búið hjá björgunarsveitarmönnum en rúmlega tvö hundruð björgunarsveitarmenn víðsvegar af landinu tóku þátt í leitinni. Koma þurfi og mönnum og búnaði af hálendinu. „Við erum alltaf ánægðir þegar svona aðgerðir enda vel og alla vega lán í óláni að maðurinn hafi verið með neyðarsendi. Það hjálpaði til,“ segir Davíð Már upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Landsbjörg Uppfært 15. mars klukkan 7:45: Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg um útkallið segir að á hálendinu sé mikill snjór og víða krapi og því hafi aðstæður verið erfiðar. „Kallaðar voru út sveitir frá Suðurlandi, Suðvesturlandi og Vesturlandi með snjóbíla, breytta jeppa, vélsleða og leitarhunda. Í neyðarboðunum barst staðsetning sem var ekki endilega nákvæm og því var leitarsvæðið í upphafi nokkuð stórt. Sótt var að svæðinu úr nokkrum áttum og voru fyrstu hópar komnir á vettvang um klukkan átta og leit hófst. Mjög fljótt fjölgaði leitarmönnum og voru hátt í tvö hundruð menn komnir á vettvang þegar maðurinn fannst klukkan 23:40 um 4,5 kílómetra frá upphaflegri staðsetningu. Hann var heill á húfi en kaldur og blautur, björgunarsveitarmenn komu honum í hlý og þurr föt og fluttu hann á vélsleða til móts við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti manninn til aðhlynningar í Reykjavík. Voru allir björgunarmenn komnir til síns heima klukkan fimm í nótt.“
Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ferðamaðurinn að Fjallabaki ófundinn: Þyrlan kölluð út Ferðamaðurinn sem kallaði eftir aðstoð á Mælifellssandi við Fjallabak er enn ófundinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og umfangsmikil leit stendur nú yfir. 14. mars 2022 22:08 Leit að ferðamanni að Fjallabaki Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. 14. mars 2022 18:45 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Ferðamaðurinn að Fjallabaki ófundinn: Þyrlan kölluð út Ferðamaðurinn sem kallaði eftir aðstoð á Mælifellssandi við Fjallabak er enn ófundinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og umfangsmikil leit stendur nú yfir. 14. mars 2022 22:08
Leit að ferðamanni að Fjallabaki Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. 14. mars 2022 18:45