Ferðamaðurinn fundinn heill á húfi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. mars 2022 00:03 Mynd frá vettvangi. Ferðamaðurinn fannst skömmu fyrir miðnætti, um 4,5 kílómetra frá upphaflegri staðsetningu. Landsbjörg Ferðamaðurinn sem leitað var á Mælifellssandi við Fjallabak er fundinn heill á húfi. Að sögn Landsbjargar var hann orðinn nokkuð kaldur og hrakinn en heilsast að öðru leyti vel. Björgunarsveitir leituðu ferðamanns á Mælifellssandi við Fjallabak síðdegis í dag og í kvöld. Tilkynning barst úr neyðarsendi laust eftir klukkan 17 og á þriðja hundruð björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út til aðstoðar. Davíð Már Bjarnarson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að blessunarlega hafi ferðamaðurinn fundist fljótt. Nokkra stund tókst að finna nákvæma staðsetningu mannsins en það tókst þó fyrr en síðar. „Hann fannst þarna á þessum slóðum, heill á húfi en orðinn nokkuð kaldur. Núna er bara verið að vinna í því að koma honum og búnaðinum hans til byggða. Mögulega verður það hjá þyrlunni en það kemur bara í ljós,“ segir Davíð Már. Hann bætir við að kvöldið sé ekki alveg búið hjá björgunarsveitarmönnum en rúmlega tvö hundruð björgunarsveitarmenn víðsvegar af landinu tóku þátt í leitinni. Koma þurfi og mönnum og búnaði af hálendinu. „Við erum alltaf ánægðir þegar svona aðgerðir enda vel og alla vega lán í óláni að maðurinn hafi verið með neyðarsendi. Það hjálpaði til,“ segir Davíð Már upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Landsbjörg Uppfært 15. mars klukkan 7:45: Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg um útkallið segir að á hálendinu sé mikill snjór og víða krapi og því hafi aðstæður verið erfiðar. „Kallaðar voru út sveitir frá Suðurlandi, Suðvesturlandi og Vesturlandi með snjóbíla, breytta jeppa, vélsleða og leitarhunda. Í neyðarboðunum barst staðsetning sem var ekki endilega nákvæm og því var leitarsvæðið í upphafi nokkuð stórt. Sótt var að svæðinu úr nokkrum áttum og voru fyrstu hópar komnir á vettvang um klukkan átta og leit hófst. Mjög fljótt fjölgaði leitarmönnum og voru hátt í tvö hundruð menn komnir á vettvang þegar maðurinn fannst klukkan 23:40 um 4,5 kílómetra frá upphaflegri staðsetningu. Hann var heill á húfi en kaldur og blautur, björgunarsveitarmenn komu honum í hlý og þurr föt og fluttu hann á vélsleða til móts við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti manninn til aðhlynningar í Reykjavík. Voru allir björgunarmenn komnir til síns heima klukkan fimm í nótt.“ Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ferðamaðurinn að Fjallabaki ófundinn: Þyrlan kölluð út Ferðamaðurinn sem kallaði eftir aðstoð á Mælifellssandi við Fjallabak er enn ófundinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og umfangsmikil leit stendur nú yfir. 14. mars 2022 22:08 Leit að ferðamanni að Fjallabaki Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. 14. mars 2022 18:45 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Björgunarsveitir leituðu ferðamanns á Mælifellssandi við Fjallabak síðdegis í dag og í kvöld. Tilkynning barst úr neyðarsendi laust eftir klukkan 17 og á þriðja hundruð björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út til aðstoðar. Davíð Már Bjarnarson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að blessunarlega hafi ferðamaðurinn fundist fljótt. Nokkra stund tókst að finna nákvæma staðsetningu mannsins en það tókst þó fyrr en síðar. „Hann fannst þarna á þessum slóðum, heill á húfi en orðinn nokkuð kaldur. Núna er bara verið að vinna í því að koma honum og búnaðinum hans til byggða. Mögulega verður það hjá þyrlunni en það kemur bara í ljós,“ segir Davíð Már. Hann bætir við að kvöldið sé ekki alveg búið hjá björgunarsveitarmönnum en rúmlega tvö hundruð björgunarsveitarmenn víðsvegar af landinu tóku þátt í leitinni. Koma þurfi og mönnum og búnaði af hálendinu. „Við erum alltaf ánægðir þegar svona aðgerðir enda vel og alla vega lán í óláni að maðurinn hafi verið með neyðarsendi. Það hjálpaði til,“ segir Davíð Már upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Landsbjörg Uppfært 15. mars klukkan 7:45: Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg um útkallið segir að á hálendinu sé mikill snjór og víða krapi og því hafi aðstæður verið erfiðar. „Kallaðar voru út sveitir frá Suðurlandi, Suðvesturlandi og Vesturlandi með snjóbíla, breytta jeppa, vélsleða og leitarhunda. Í neyðarboðunum barst staðsetning sem var ekki endilega nákvæm og því var leitarsvæðið í upphafi nokkuð stórt. Sótt var að svæðinu úr nokkrum áttum og voru fyrstu hópar komnir á vettvang um klukkan átta og leit hófst. Mjög fljótt fjölgaði leitarmönnum og voru hátt í tvö hundruð menn komnir á vettvang þegar maðurinn fannst klukkan 23:40 um 4,5 kílómetra frá upphaflegri staðsetningu. Hann var heill á húfi en kaldur og blautur, björgunarsveitarmenn komu honum í hlý og þurr föt og fluttu hann á vélsleða til móts við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti manninn til aðhlynningar í Reykjavík. Voru allir björgunarmenn komnir til síns heima klukkan fimm í nótt.“
Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ferðamaðurinn að Fjallabaki ófundinn: Þyrlan kölluð út Ferðamaðurinn sem kallaði eftir aðstoð á Mælifellssandi við Fjallabak er enn ófundinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og umfangsmikil leit stendur nú yfir. 14. mars 2022 22:08 Leit að ferðamanni að Fjallabaki Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. 14. mars 2022 18:45 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Ferðamaðurinn að Fjallabaki ófundinn: Þyrlan kölluð út Ferðamaðurinn sem kallaði eftir aðstoð á Mælifellssandi við Fjallabak er enn ófundinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og umfangsmikil leit stendur nú yfir. 14. mars 2022 22:08
Leit að ferðamanni að Fjallabaki Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. 14. mars 2022 18:45