Ferðamaðurinn fundinn heill á húfi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. mars 2022 00:03 Mynd frá vettvangi. Ferðamaðurinn fannst skömmu fyrir miðnætti, um 4,5 kílómetra frá upphaflegri staðsetningu. Landsbjörg Ferðamaðurinn sem leitað var á Mælifellssandi við Fjallabak er fundinn heill á húfi. Að sögn Landsbjargar var hann orðinn nokkuð kaldur og hrakinn en heilsast að öðru leyti vel. Björgunarsveitir leituðu ferðamanns á Mælifellssandi við Fjallabak síðdegis í dag og í kvöld. Tilkynning barst úr neyðarsendi laust eftir klukkan 17 og á þriðja hundruð björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út til aðstoðar. Davíð Már Bjarnarson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að blessunarlega hafi ferðamaðurinn fundist fljótt. Nokkra stund tókst að finna nákvæma staðsetningu mannsins en það tókst þó fyrr en síðar. „Hann fannst þarna á þessum slóðum, heill á húfi en orðinn nokkuð kaldur. Núna er bara verið að vinna í því að koma honum og búnaðinum hans til byggða. Mögulega verður það hjá þyrlunni en það kemur bara í ljós,“ segir Davíð Már. Hann bætir við að kvöldið sé ekki alveg búið hjá björgunarsveitarmönnum en rúmlega tvö hundruð björgunarsveitarmenn víðsvegar af landinu tóku þátt í leitinni. Koma þurfi og mönnum og búnaði af hálendinu. „Við erum alltaf ánægðir þegar svona aðgerðir enda vel og alla vega lán í óláni að maðurinn hafi verið með neyðarsendi. Það hjálpaði til,“ segir Davíð Már upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Landsbjörg Uppfært 15. mars klukkan 7:45: Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg um útkallið segir að á hálendinu sé mikill snjór og víða krapi og því hafi aðstæður verið erfiðar. „Kallaðar voru út sveitir frá Suðurlandi, Suðvesturlandi og Vesturlandi með snjóbíla, breytta jeppa, vélsleða og leitarhunda. Í neyðarboðunum barst staðsetning sem var ekki endilega nákvæm og því var leitarsvæðið í upphafi nokkuð stórt. Sótt var að svæðinu úr nokkrum áttum og voru fyrstu hópar komnir á vettvang um klukkan átta og leit hófst. Mjög fljótt fjölgaði leitarmönnum og voru hátt í tvö hundruð menn komnir á vettvang þegar maðurinn fannst klukkan 23:40 um 4,5 kílómetra frá upphaflegri staðsetningu. Hann var heill á húfi en kaldur og blautur, björgunarsveitarmenn komu honum í hlý og þurr föt og fluttu hann á vélsleða til móts við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti manninn til aðhlynningar í Reykjavík. Voru allir björgunarmenn komnir til síns heima klukkan fimm í nótt.“ Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ferðamaðurinn að Fjallabaki ófundinn: Þyrlan kölluð út Ferðamaðurinn sem kallaði eftir aðstoð á Mælifellssandi við Fjallabak er enn ófundinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og umfangsmikil leit stendur nú yfir. 14. mars 2022 22:08 Leit að ferðamanni að Fjallabaki Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. 14. mars 2022 18:45 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Björgunarsveitir leituðu ferðamanns á Mælifellssandi við Fjallabak síðdegis í dag og í kvöld. Tilkynning barst úr neyðarsendi laust eftir klukkan 17 og á þriðja hundruð björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út til aðstoðar. Davíð Már Bjarnarson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að blessunarlega hafi ferðamaðurinn fundist fljótt. Nokkra stund tókst að finna nákvæma staðsetningu mannsins en það tókst þó fyrr en síðar. „Hann fannst þarna á þessum slóðum, heill á húfi en orðinn nokkuð kaldur. Núna er bara verið að vinna í því að koma honum og búnaðinum hans til byggða. Mögulega verður það hjá þyrlunni en það kemur bara í ljós,“ segir Davíð Már. Hann bætir við að kvöldið sé ekki alveg búið hjá björgunarsveitarmönnum en rúmlega tvö hundruð björgunarsveitarmenn víðsvegar af landinu tóku þátt í leitinni. Koma þurfi og mönnum og búnaði af hálendinu. „Við erum alltaf ánægðir þegar svona aðgerðir enda vel og alla vega lán í óláni að maðurinn hafi verið með neyðarsendi. Það hjálpaði til,“ segir Davíð Már upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Landsbjörg Uppfært 15. mars klukkan 7:45: Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg um útkallið segir að á hálendinu sé mikill snjór og víða krapi og því hafi aðstæður verið erfiðar. „Kallaðar voru út sveitir frá Suðurlandi, Suðvesturlandi og Vesturlandi með snjóbíla, breytta jeppa, vélsleða og leitarhunda. Í neyðarboðunum barst staðsetning sem var ekki endilega nákvæm og því var leitarsvæðið í upphafi nokkuð stórt. Sótt var að svæðinu úr nokkrum áttum og voru fyrstu hópar komnir á vettvang um klukkan átta og leit hófst. Mjög fljótt fjölgaði leitarmönnum og voru hátt í tvö hundruð menn komnir á vettvang þegar maðurinn fannst klukkan 23:40 um 4,5 kílómetra frá upphaflegri staðsetningu. Hann var heill á húfi en kaldur og blautur, björgunarsveitarmenn komu honum í hlý og þurr föt og fluttu hann á vélsleða til móts við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti manninn til aðhlynningar í Reykjavík. Voru allir björgunarmenn komnir til síns heima klukkan fimm í nótt.“
Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ferðamaðurinn að Fjallabaki ófundinn: Þyrlan kölluð út Ferðamaðurinn sem kallaði eftir aðstoð á Mælifellssandi við Fjallabak er enn ófundinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og umfangsmikil leit stendur nú yfir. 14. mars 2022 22:08 Leit að ferðamanni að Fjallabaki Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. 14. mars 2022 18:45 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Ferðamaðurinn að Fjallabaki ófundinn: Þyrlan kölluð út Ferðamaðurinn sem kallaði eftir aðstoð á Mælifellssandi við Fjallabak er enn ófundinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og umfangsmikil leit stendur nú yfir. 14. mars 2022 22:08
Leit að ferðamanni að Fjallabaki Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. 14. mars 2022 18:45