Engin virkni í kollagen sem ekki fæst úr hefðbundinni fæðu Jakob Bjarnar skrifar 14. mars 2022 10:17 Kollagenvörur unnar úr sláturafgöngum dýra og fiska eru þó allra mest notaðar í matvælaiðnaði og eru framleiddar í verulegu magni til slíkra nota um allan heim. Hráefniskostnaðurinn er lítill og því um verulega ábatasama framleiðslu að ræða. vísir/vilhelm Vísindavefurinn birtir grein þar sem leitast er við að svara spurningunni hvort það liggi fyrir að kollagen sé eins hollt og gagnlegt og framleiðendur vilja vera láta. Svarið er: Nei. Kollagen sem fæðubótarefni er í raun algerlega sambærilegt við matarlím. Höfundarnir Björn Geir Leifsson læknir og Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur spyrja, eftir að hafa rakið hvað kollagen er, hvort allir sem leggja sér til munns til dæmis beikon, egg, kjötsúpu, laxarönd eða harðfisk ættu þá ekki að losna við liðverkina og fá sléttari húð? Og svara sér sjálfir: Kollagen enga heilsubætandi virkni umfram venjulegan mat „Einfalda svarið er að engar vörur unnar úr kollageni hafa meiri heilsubætandi eiginleika en öll önnur prótínnæring. Kollagen-fæðubótarefni eru ekkert annað en niðurbrotið og hreinsað prótín, sem svo brotnar enn frekar niður í meltingunni og nýtist á sama hátt og annað prótín í mat, sem amínósýrur og stuttar peptíðkeðjur sem líkaminn ráðstafar að vild.“ Í greininni er rakið að í dag séu ýmsar vörur kenndar við kollagen auglýstar með loforðum um heilsubót og fegurðarauka. En hér er ekkert nýtt né merkilegt á ferðinni heldur efni algerlega sambærilegt við venjulegt matarlím og aðra kollagenvöru. „Kollagen er að finna í nánast öllum mat sem upprunninn er úr dýraríkinu og lítill munur er á amínósýruhlutföllum í þeim. Ef við fáum sambærileg næringarefni úr flestum mat, hvernig getur þá kollagen verkað gegn liðverkjum eða hrukkum þegar það er selt sem fæðubótarefni?“ Maðkar í mysu þeirra rannsókn sem teflt er fram Þeir félagar benda á að hvort heldur verið er að framleiða fæðubótarefni eða matarlím til matargerðar þá er niðurbrotsferlið það sama. „Oft sjást fullyrðingar um að tiltekið fæðubótarefni sé sérstaklega vatnsrofið eða hafi einhverja aðra eiginleika af því það er upprunnið úr dýrindis sjávarfangi. Lítill munur er á amínósýruinnihaldi kollagens í fiskum og öðrum dýrum og hreinsaða kollagenið sem er í fæðubótarvörunum skortir alls kyns önnur nauðsynleg efni sem fást við að borða fjölbreytta fæðu.“ Þeir Björn Geir og Geir Gunnar segja að framleiðsla og sala á kollagen sé gífurlega ábatasamur iðnaður. Og þeir sem framleiða vísi einatt í rannsóknir sem eigi að sanna hina jákvæðu eiginleika vörunnar. „Þegar betur er að gáð þá eru ýmsir maðkar í þeirri mysu. Þær rannsóknir sem geta talist marktækar gefa misvísandi niðurstöður og þar sem jákvæð áhrif sjást í vel gerðum rannsóknum eru þau svo lítil að það skiptir ekki máli,“ segir í greininni: Rannsóknir sem hafa verið gerðar staðfesta ekki neina heilsubótarvirkni af því að neyta kollagens sem fæðubótarvöru. Neytendur Matvælaframleiðsla Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Höfundarnir Björn Geir Leifsson læknir og Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur spyrja, eftir að hafa rakið hvað kollagen er, hvort allir sem leggja sér til munns til dæmis beikon, egg, kjötsúpu, laxarönd eða harðfisk ættu þá ekki að losna við liðverkina og fá sléttari húð? Og svara sér sjálfir: Kollagen enga heilsubætandi virkni umfram venjulegan mat „Einfalda svarið er að engar vörur unnar úr kollageni hafa meiri heilsubætandi eiginleika en öll önnur prótínnæring. Kollagen-fæðubótarefni eru ekkert annað en niðurbrotið og hreinsað prótín, sem svo brotnar enn frekar niður í meltingunni og nýtist á sama hátt og annað prótín í mat, sem amínósýrur og stuttar peptíðkeðjur sem líkaminn ráðstafar að vild.“ Í greininni er rakið að í dag séu ýmsar vörur kenndar við kollagen auglýstar með loforðum um heilsubót og fegurðarauka. En hér er ekkert nýtt né merkilegt á ferðinni heldur efni algerlega sambærilegt við venjulegt matarlím og aðra kollagenvöru. „Kollagen er að finna í nánast öllum mat sem upprunninn er úr dýraríkinu og lítill munur er á amínósýruhlutföllum í þeim. Ef við fáum sambærileg næringarefni úr flestum mat, hvernig getur þá kollagen verkað gegn liðverkjum eða hrukkum þegar það er selt sem fæðubótarefni?“ Maðkar í mysu þeirra rannsókn sem teflt er fram Þeir félagar benda á að hvort heldur verið er að framleiða fæðubótarefni eða matarlím til matargerðar þá er niðurbrotsferlið það sama. „Oft sjást fullyrðingar um að tiltekið fæðubótarefni sé sérstaklega vatnsrofið eða hafi einhverja aðra eiginleika af því það er upprunnið úr dýrindis sjávarfangi. Lítill munur er á amínósýruinnihaldi kollagens í fiskum og öðrum dýrum og hreinsaða kollagenið sem er í fæðubótarvörunum skortir alls kyns önnur nauðsynleg efni sem fást við að borða fjölbreytta fæðu.“ Þeir Björn Geir og Geir Gunnar segja að framleiðsla og sala á kollagen sé gífurlega ábatasamur iðnaður. Og þeir sem framleiða vísi einatt í rannsóknir sem eigi að sanna hina jákvæðu eiginleika vörunnar. „Þegar betur er að gáð þá eru ýmsir maðkar í þeirri mysu. Þær rannsóknir sem geta talist marktækar gefa misvísandi niðurstöður og þar sem jákvæð áhrif sjást í vel gerðum rannsóknum eru þau svo lítil að það skiptir ekki máli,“ segir í greininni: Rannsóknir sem hafa verið gerðar staðfesta ekki neina heilsubótarvirkni af því að neyta kollagens sem fæðubótarvöru.
Neytendur Matvælaframleiðsla Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira