Þjóðarleikvanga á nýja staði Friðjón R. Friðjónsson skrifar 14. mars 2022 07:31 Eitt verkefna borgarstjórnar á næsta kjörtímabili er að leiða til lykta málefni þjóðaleikvanga landsins, það er að segja ef það er nokkur áhugi meðal borgarfulltrúa á að þjóðarleikvangar landsins séu í höfuðborginni. Fyrir liggur að áhugi er á að hafa þjóðarleikvang í knattspyrnu í Kópavogi. En borgarstjóri hefur ýtt málinu á undan sér og á sama tíma komist upp með að vanrækja íþróttaaðstöðu Þróttar og Ármanns, sem eru núna með gríðarlega umfangsmikið barnastarf sem mun aukast enn meira með ákvörðun um að Vogabyggð verði á félagssvæði Þróttar. Landslið karla og kvenna hafa verið stolt þjóðarinnar en Reykjavíkurborg hefur verið þröskuldur í því að byggja upp nýja leikvanga. Raunveruleg hætta er á því að landslið Íslands verði að leika heimaleiki sína erlendis á næstu árum. Ríkið hefur samþykkt að vera með í fjármögnun leikvanganna. Aftur á móti strandar þetta allt á því að borgin taki ákvörðun um hver aðkoma hennar eigi að vera. Svo dæmið sé tekið af Laugardalsvelli þá leggur Reykjavíkurborg núna um 50 milljónir árlega til reksturs vallarins en fær tæplega helming þess tilbaka í fasteignagjöld. Nýr völlur mun bera umtalsvert hærri fasteignagjöld. Sem dæmi má nefna að fasteignagjöld Hörpunnar eru ríflega 300 milljónir árlega. Ef framlag borgarinnar til nýs þjóðarleikvangs væri það sama og áætluð fasteignagjöld bygginganna væri hluti borgarinnar í fjármögnun leystur. Það væri furða ef borgin ætlaði sér að hagnast beint af nýjum leikvöngum. Það má draga umtalsvert úr byggingarkostnaði við gerð nýs knattspyrnuleikvangs ef hann er byggður á nýjum stað. Það verður dýr og erfið framkvæmd að vinna ofan í núverandi velli. Meiri skynsemi væri að byggja á auðu svæði þar sem fer saman nálægð við góðar samgöngur, bílastæði skammt undan og almenningssamgöngu þjóna. Slíkt svæði þarf ekki að vera umfangsmikið og nokkur slík má finna í borginni, fleiri utan borgarmarka. Að auki verða til tækifæri við að tengja við nýja leikvanga annars konar atvinnustarfsemi sem ekki er hægt að koma við í Laugardal. Hótel, veitingastaðir eða skrifstofur samfest við leikvanga gera slíka byggingu og rekstur hagkvæmari auk annarra viðburða sem hægt væri að halda, sem allir vekja athygli á Íslandi og færa okkur beinar og óbeinar tekjur. Ef við viljum að þjóðarleikvangar landsins séu í höfuðborginni, þá þarf borgarstjórn að spýta í lófa og sýna að henni er alvara. Annars byrjum við von bráðar að leika landsleiki fyrst erlendis og síðan í Kópavogi eða Keflavík. Það yrðu glötuð eftirmæli fyrir hvaða borgarstjórn sem er að vera sú sem hrakti landsliðin úr Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri, varaþingmaður og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Laugardalsvöllur Reykjavík Nýr þjóðarleikvangur Ný þjóðarhöll Friðjón Friðjónsson Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Eitt verkefna borgarstjórnar á næsta kjörtímabili er að leiða til lykta málefni þjóðaleikvanga landsins, það er að segja ef það er nokkur áhugi meðal borgarfulltrúa á að þjóðarleikvangar landsins séu í höfuðborginni. Fyrir liggur að áhugi er á að hafa þjóðarleikvang í knattspyrnu í Kópavogi. En borgarstjóri hefur ýtt málinu á undan sér og á sama tíma komist upp með að vanrækja íþróttaaðstöðu Þróttar og Ármanns, sem eru núna með gríðarlega umfangsmikið barnastarf sem mun aukast enn meira með ákvörðun um að Vogabyggð verði á félagssvæði Þróttar. Landslið karla og kvenna hafa verið stolt þjóðarinnar en Reykjavíkurborg hefur verið þröskuldur í því að byggja upp nýja leikvanga. Raunveruleg hætta er á því að landslið Íslands verði að leika heimaleiki sína erlendis á næstu árum. Ríkið hefur samþykkt að vera með í fjármögnun leikvanganna. Aftur á móti strandar þetta allt á því að borgin taki ákvörðun um hver aðkoma hennar eigi að vera. Svo dæmið sé tekið af Laugardalsvelli þá leggur Reykjavíkurborg núna um 50 milljónir árlega til reksturs vallarins en fær tæplega helming þess tilbaka í fasteignagjöld. Nýr völlur mun bera umtalsvert hærri fasteignagjöld. Sem dæmi má nefna að fasteignagjöld Hörpunnar eru ríflega 300 milljónir árlega. Ef framlag borgarinnar til nýs þjóðarleikvangs væri það sama og áætluð fasteignagjöld bygginganna væri hluti borgarinnar í fjármögnun leystur. Það væri furða ef borgin ætlaði sér að hagnast beint af nýjum leikvöngum. Það má draga umtalsvert úr byggingarkostnaði við gerð nýs knattspyrnuleikvangs ef hann er byggður á nýjum stað. Það verður dýr og erfið framkvæmd að vinna ofan í núverandi velli. Meiri skynsemi væri að byggja á auðu svæði þar sem fer saman nálægð við góðar samgöngur, bílastæði skammt undan og almenningssamgöngu þjóna. Slíkt svæði þarf ekki að vera umfangsmikið og nokkur slík má finna í borginni, fleiri utan borgarmarka. Að auki verða til tækifæri við að tengja við nýja leikvanga annars konar atvinnustarfsemi sem ekki er hægt að koma við í Laugardal. Hótel, veitingastaðir eða skrifstofur samfest við leikvanga gera slíka byggingu og rekstur hagkvæmari auk annarra viðburða sem hægt væri að halda, sem allir vekja athygli á Íslandi og færa okkur beinar og óbeinar tekjur. Ef við viljum að þjóðarleikvangar landsins séu í höfuðborginni, þá þarf borgarstjórn að spýta í lófa og sýna að henni er alvara. Annars byrjum við von bráðar að leika landsleiki fyrst erlendis og síðan í Kópavogi eða Keflavík. Það yrðu glötuð eftirmæli fyrir hvaða borgarstjórn sem er að vera sú sem hrakti landsliðin úr Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri, varaþingmaður og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar