Héldu sjálfar með Reykjavíkurdætrum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. mars 2022 20:54 Sigga, Beta og Elín unnu Söngvakeppni sjónvarpsins með laginu Með hækkandi sól í gærkvöldi. Stöð 2 Eyþórsdætur unnu afgerandi sigur í söngvakeppni sjónvarpsins í gær. Það kom þeim sjálfum ekki síst á óvart en þær eins og flestir höfðu gert ráð fyrir sigri Reykjavíkurdætra. Úrslitin voru nokkuð óvænt í gærkvöldi. Að minnsta kosti fyrir þá sem tóku mark á veðbönkum sem höfðu spáð Reykjavíkurdætrum sigri. Og það voru úrslitin einnig fyrir siguratriðið. „Við áttum ekki alveg von á þessu. Þetta var svoldið óvænt,“ segir Sigga. „Við erum ennþá bara í smá sjokki,“ tekur Beta undir. Það sást enda á þeim systrum þegar þær stigu upp á svið í gær eftir að úrslitin höfðu verið tilkynnt. „Við erum búnar að fá svona myndir af okkur þar sem við erum bara alveg hissa í framan,“ segir Elín. Elska Reykjavíkurdætur Eins og nánast hvert einasta ár eru ekki allir Íslendingar sammála um úrslit söngvakeppninnar. Ýmsir netverjar kvörtuðu undan því að ná ekki í gegn um símkerfið í kosningunni og héldu sumir því fram að þar hefði sérstaklega hallað á Reykjavíkurdætur vegna bilunar í kerfinu. Þetta þvertaka forsvarsmenn keppninnar fyrir og segja að sigur Eyþórsdætra hafi verið afgerandi. „Við elskum Reykjavíkurdætur,“ segja systurnar. „Við spáðum þeim sigri líka, héldum með þeim og bara allt. Fannst þær algjörlega geggjaðar. Það var heiður að fá að vera með þeim þarna.“ Ekki mestu Eurovision-aðdáendurnir Þegar þær eru spurðar hvort þær séu miklir aðdáendur keppninnar kemur hik á systurnar. „Sko, já og nei... bæði. Við þekkjum ekki stóru keppnina...“ „Þetta er allt svoldið nýtt fyrir okkur, verum nú bara alveg heiðarlegar þar,“ viðurkennir Elín loks. „En það er svo innilega raunverulegt að þetta er búið að vera skemmtilegasta verkefni sem við höfum tekið að okkur.“ Þær eru spenntar að komast út að keppa í Eurovision fyrir hönd Íslands. „Þetta er bara ótrúlega gaman og skemmtilegt og takk fyrir að treysta okkur.“ Eurovision Tónlist Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Úrslitin voru nokkuð óvænt í gærkvöldi. Að minnsta kosti fyrir þá sem tóku mark á veðbönkum sem höfðu spáð Reykjavíkurdætrum sigri. Og það voru úrslitin einnig fyrir siguratriðið. „Við áttum ekki alveg von á þessu. Þetta var svoldið óvænt,“ segir Sigga. „Við erum ennþá bara í smá sjokki,“ tekur Beta undir. Það sást enda á þeim systrum þegar þær stigu upp á svið í gær eftir að úrslitin höfðu verið tilkynnt. „Við erum búnar að fá svona myndir af okkur þar sem við erum bara alveg hissa í framan,“ segir Elín. Elska Reykjavíkurdætur Eins og nánast hvert einasta ár eru ekki allir Íslendingar sammála um úrslit söngvakeppninnar. Ýmsir netverjar kvörtuðu undan því að ná ekki í gegn um símkerfið í kosningunni og héldu sumir því fram að þar hefði sérstaklega hallað á Reykjavíkurdætur vegna bilunar í kerfinu. Þetta þvertaka forsvarsmenn keppninnar fyrir og segja að sigur Eyþórsdætra hafi verið afgerandi. „Við elskum Reykjavíkurdætur,“ segja systurnar. „Við spáðum þeim sigri líka, héldum með þeim og bara allt. Fannst þær algjörlega geggjaðar. Það var heiður að fá að vera með þeim þarna.“ Ekki mestu Eurovision-aðdáendurnir Þegar þær eru spurðar hvort þær séu miklir aðdáendur keppninnar kemur hik á systurnar. „Sko, já og nei... bæði. Við þekkjum ekki stóru keppnina...“ „Þetta er allt svoldið nýtt fyrir okkur, verum nú bara alveg heiðarlegar þar,“ viðurkennir Elín loks. „En það er svo innilega raunverulegt að þetta er búið að vera skemmtilegasta verkefni sem við höfum tekið að okkur.“ Þær eru spenntar að komast út að keppa í Eurovision fyrir hönd Íslands. „Þetta er bara ótrúlega gaman og skemmtilegt og takk fyrir að treysta okkur.“
Eurovision Tónlist Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira