Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
visir-img

Minnst 35 eru látnir og 57 særðir eftir loftárás rússneska hersins á herstöð Úkraínumanna skammt frá landamærum Póllands. Rússar virðast nú beina sjónum sínum að því að loka fyrir aðstoð NATO-ríkjanna til Úkraínumanna. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Þá segjum við frá suðaustanstormi sem gengur yfir landið á morgun með mikilli úrkomu. Gular viðvaranir eru í gildi um allt land og verða líklega uppfærðar í appelsínugular. Veðurfræðingur varar við vatnstjóni. 

Við ræðum við Ásmund Friðriksson þingmann sem sóttist eftir oddvitasætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra en náði ekki inn á lista. Hann segir niðurstöðuna vonbrigði og telur ýmsar ástæður fyrir henni. 

Nemendur eina garðyrkjuskóla landsins hafa verulegar áhyggjur af framtíð skólans og vilja að hann verði gerður sjálfstæður á ný. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum - og segjum einnig frá úrslitum Söngvakeppni sjónvarpsins í gærkvöldi, sem virðist hafa komið mörgum á óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×