Fréttamaður 60 Minutes segir Ísland ekki eina landið sem kom til greina Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2022 19:06 Ísland var ekki eina landið sem kom til greina sem viðfangsefni Eurovision-umfjöllunar bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes. En það var á endanum næstum óeðlilegur áhugi Íslendinga á keppninni sem leiddi tökuliðið hingað til lands, að sögn fréttamanns. Fréttaskýringaþættirnir 60 Minutes hafa verið sýndir á Stöð 2 um árabil og eru einir þekktustu sinnar tegundar í heimi. Og á miðvikudag kom sjö manna tökulið þáttanna til landsins með fréttamanninn Jon Wertheim í broddi fylkingar. Eurovision er viðfangsefnið að þessu sinni. En af hverju varð Ísland fyrir valinu? Wertheim þvertekur fyrir að Eurovision-mynd Wills Ferrell hafi átt nokkurn þátt í því. „Við sáum bara þessa miklu, og kannski hlutfallslega óvenjumiklu, ástríðu hérna. Keppnisstaðurinn er frábær og sú staðreynd að Ísland hefur átt svo mörg atriði sem hafa náð árangri en er samt enn að reyna að vinna fyrsta Eurovision-titilinn, það var líka hluti af aðdráttaraflinu,“ segir Jon Wertheim. Ísland var þó ekki eina landið sem kom til greina. „Vegna ABBA og árangurs Svía kom Svíþjóð vel til greina,“ segir Wertheim. Forsetinn kom á óvart Tökulið 60 Minutes hefði þannig getað verið í Stokkhólmi nú í kvöld að fylgjast með Melodifestivalen en verður í staðinn á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins í Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi. Að keppninni lokinni í kvöld mun Wertheim taka viðtal við sigurvegarann en hann hefur jafnframt náð tali af Daða Frey, fulltrúa Íslands í keppninni í fyrra, og forseta Íslands - sem Wertheim segir að hafi komið sér á óvart. „Sú staðreynd að forsetinn hefur svo mikla ástríðu og er viljugur að tala um það. Hann man þetta eins og um íþróttalið sé að ræða. [Hann man] hver vann 1988.“ Wertheim ætlar sjálfur að kjósa atriði á úrslitakvöldinu í kvöld en gefur ekkert frekar upp í þeim efnum. Það muni ráðast á keppninni hvert atkvæði hans rati. Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Fréttaskýringaþættirnir 60 Minutes hafa verið sýndir á Stöð 2 um árabil og eru einir þekktustu sinnar tegundar í heimi. Og á miðvikudag kom sjö manna tökulið þáttanna til landsins með fréttamanninn Jon Wertheim í broddi fylkingar. Eurovision er viðfangsefnið að þessu sinni. En af hverju varð Ísland fyrir valinu? Wertheim þvertekur fyrir að Eurovision-mynd Wills Ferrell hafi átt nokkurn þátt í því. „Við sáum bara þessa miklu, og kannski hlutfallslega óvenjumiklu, ástríðu hérna. Keppnisstaðurinn er frábær og sú staðreynd að Ísland hefur átt svo mörg atriði sem hafa náð árangri en er samt enn að reyna að vinna fyrsta Eurovision-titilinn, það var líka hluti af aðdráttaraflinu,“ segir Jon Wertheim. Ísland var þó ekki eina landið sem kom til greina. „Vegna ABBA og árangurs Svía kom Svíþjóð vel til greina,“ segir Wertheim. Forsetinn kom á óvart Tökulið 60 Minutes hefði þannig getað verið í Stokkhólmi nú í kvöld að fylgjast með Melodifestivalen en verður í staðinn á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins í Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi. Að keppninni lokinni í kvöld mun Wertheim taka viðtal við sigurvegarann en hann hefur jafnframt náð tali af Daða Frey, fulltrúa Íslands í keppninni í fyrra, og forseta Íslands - sem Wertheim segir að hafi komið sér á óvart. „Sú staðreynd að forsetinn hefur svo mikla ástríðu og er viljugur að tala um það. Hann man þetta eins og um íþróttalið sé að ræða. [Hann man] hver vann 1988.“ Wertheim ætlar sjálfur að kjósa atriði á úrslitakvöldinu í kvöld en gefur ekkert frekar upp í þeim efnum. Það muni ráðast á keppninni hvert atkvæði hans rati.
Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira