Rannsókn hætt á fjársvikum fyrrverandi Spánarkonungs Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. mars 2022 14:35 Jóhann Karl I, fyrrverandi konungur Spánar og Soffía eiginkona hans. JUANJO MARTÍN/GETTY IMAGES Saksóknari á Spáni hefur hætt rannsókn á meintum skattsvikum og fjármálamisferli Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs Spánar og ásökunum um að hafa þegið mútur frá Sádi-Arabíu. Konungurinn fyrrverandi hyggst dvelja áfram í sjálfskipaðri útlegð fjarri Spáni. Árið 2008 gaf þáverandi konungur Sádi-Arabíu, Abdalá bin Abdulaziz, Jóhanni Karli I, þáverandi konungi Spánar, 100 milljónir Bandaríkjadala, andvirði rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Grunur leikur á að þessi rausnarlega gjöf hafi verið mútur til handa konungi svo hann myndi liðka fyrir samningum við spænsk fyrirtæki sem ráðin voru til að leggja hraðlest frá Mekka til Medína. Konungurinn, sem er 84 ára, sagði af sér árið 2014, vegna alls kyns hneykslismála, og síðan þá hefur ýmislegt fleira misjafnt verið grafið upp um fjármál konungs. Saksóknari rannsakar meint lögbrot konungs Fyrir tveimur árum hófust svo þrjár sakamálarannsóknir á meintu fjármálamisferli hins fyrrverandi konungs, mútugreiðslum og aðrar greiðslur frá hinum og þessum velgjörðamönnum konungs, sem allt hefði ratað inn á reikninga í skattaskjólum víða um heim án þess að gerð væri grein fyrir þessum fjármunum eða greiddir af þeim skattar. Vegna þessara rannsókna flúði konungurinn land sumarið 2020 og hélt í sjálfskipaða útlegð til Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, þar sem hann hefur haldið til síðan. Fyrir ári greiddi hann spænskum skattayfirvöldum 5 milljónir evra, sem túlkað var sem tilraun til yfirbótar, engu að síður var ákveðið að halda sakamálarannsókninni áfram. Rannsókn hætt þrátt fyrir vísbendingar um svik Saksóknari hefur nú tilkynnt að öllum rannsóknum á meintu misferli hins aldna konungs verði hætt, aðallega vegna þess að meint brot áttu sér öll stað á meðan hann var konungur og samkvæmt spænsku stjórnarskránni nýtur konungurinn algerrar friðhelgi. Í skýrslu saksóknara um lok rannsóknarinnar kemur fram að embættið telji þrátt fyrir allt að konungurinn fyrrverandi hafi farið á svig við lög, en lengra verði þó ekki komist. Rannsóknin hafi þó, þrátt fyrir allt, skilað 5 milljónum evra í ríkiskassann. Jóhann Karl sendi syni sínum Filippusi VI Spánarkonungi bréf í vikunni þar sem hann tilkynnti honum að hann hygðist dvelja áfram í Abu Dhabi. Í niðurlagi bréfsins segist hann iðrast gjörða sinna og hann biður þjóð sína afsökunar, en segist engu að síður vera stoltur af því að hafa átt ríkan þátt í að festa lýðræði í sessi á Spáni. Fjölmiðlar segja að bréfið sé samið í konungshöllinni, en sé ekki skrifað að frumkvæði hins fyrrverandi konungs. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, er ósáttur við bréfið og segir Jóhann Karl skulda þjóðinni skýringar á hegðun sinni. Bréfið sé innihaldslaus kattaþvottur. Spánn Kóngafólk Tengdar fréttir Spánarkóngur afsalar sér arfi föður síns vegna hneykslismála Juan Carlos hefur að undanförnu verið bendlaður við ýmis hneykslismál. 16. mars 2020 09:57 Fyrrverandi konungur Spánar dregur sig í hlé Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl I. hefur lýst því yfir að hann hyggist draga sig úr sviðsljósinu með öllu í byrjun júní. 28. maí 2019 08:31 Spánarkonungur stígur til hliðar Juan Carlos Spánarkonungur hefur ákveðið að afsala sér völdum. Konungurinn hefur ríkt yfir Spánverjum í tæplega fjörutíu ár eða frá árinu 1975 þegar konungsdæmið var endurreist eftir einræðisstjórn Francos hershöfðingja. Juan Carlos er 76 ára gamall og sonur hans, hinn 45 ára gamli Filip prins, mun taka við konungdæminu. 2. júní 2014 08:53 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Árið 2008 gaf þáverandi konungur Sádi-Arabíu, Abdalá bin Abdulaziz, Jóhanni Karli I, þáverandi konungi Spánar, 100 milljónir Bandaríkjadala, andvirði rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Grunur leikur á að þessi rausnarlega gjöf hafi verið mútur til handa konungi svo hann myndi liðka fyrir samningum við spænsk fyrirtæki sem ráðin voru til að leggja hraðlest frá Mekka til Medína. Konungurinn, sem er 84 ára, sagði af sér árið 2014, vegna alls kyns hneykslismála, og síðan þá hefur ýmislegt fleira misjafnt verið grafið upp um fjármál konungs. Saksóknari rannsakar meint lögbrot konungs Fyrir tveimur árum hófust svo þrjár sakamálarannsóknir á meintu fjármálamisferli hins fyrrverandi konungs, mútugreiðslum og aðrar greiðslur frá hinum og þessum velgjörðamönnum konungs, sem allt hefði ratað inn á reikninga í skattaskjólum víða um heim án þess að gerð væri grein fyrir þessum fjármunum eða greiddir af þeim skattar. Vegna þessara rannsókna flúði konungurinn land sumarið 2020 og hélt í sjálfskipaða útlegð til Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, þar sem hann hefur haldið til síðan. Fyrir ári greiddi hann spænskum skattayfirvöldum 5 milljónir evra, sem túlkað var sem tilraun til yfirbótar, engu að síður var ákveðið að halda sakamálarannsókninni áfram. Rannsókn hætt þrátt fyrir vísbendingar um svik Saksóknari hefur nú tilkynnt að öllum rannsóknum á meintu misferli hins aldna konungs verði hætt, aðallega vegna þess að meint brot áttu sér öll stað á meðan hann var konungur og samkvæmt spænsku stjórnarskránni nýtur konungurinn algerrar friðhelgi. Í skýrslu saksóknara um lok rannsóknarinnar kemur fram að embættið telji þrátt fyrir allt að konungurinn fyrrverandi hafi farið á svig við lög, en lengra verði þó ekki komist. Rannsóknin hafi þó, þrátt fyrir allt, skilað 5 milljónum evra í ríkiskassann. Jóhann Karl sendi syni sínum Filippusi VI Spánarkonungi bréf í vikunni þar sem hann tilkynnti honum að hann hygðist dvelja áfram í Abu Dhabi. Í niðurlagi bréfsins segist hann iðrast gjörða sinna og hann biður þjóð sína afsökunar, en segist engu að síður vera stoltur af því að hafa átt ríkan þátt í að festa lýðræði í sessi á Spáni. Fjölmiðlar segja að bréfið sé samið í konungshöllinni, en sé ekki skrifað að frumkvæði hins fyrrverandi konungs. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, er ósáttur við bréfið og segir Jóhann Karl skulda þjóðinni skýringar á hegðun sinni. Bréfið sé innihaldslaus kattaþvottur.
Spánn Kóngafólk Tengdar fréttir Spánarkóngur afsalar sér arfi föður síns vegna hneykslismála Juan Carlos hefur að undanförnu verið bendlaður við ýmis hneykslismál. 16. mars 2020 09:57 Fyrrverandi konungur Spánar dregur sig í hlé Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl I. hefur lýst því yfir að hann hyggist draga sig úr sviðsljósinu með öllu í byrjun júní. 28. maí 2019 08:31 Spánarkonungur stígur til hliðar Juan Carlos Spánarkonungur hefur ákveðið að afsala sér völdum. Konungurinn hefur ríkt yfir Spánverjum í tæplega fjörutíu ár eða frá árinu 1975 þegar konungsdæmið var endurreist eftir einræðisstjórn Francos hershöfðingja. Juan Carlos er 76 ára gamall og sonur hans, hinn 45 ára gamli Filip prins, mun taka við konungdæminu. 2. júní 2014 08:53 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Spánarkóngur afsalar sér arfi föður síns vegna hneykslismála Juan Carlos hefur að undanförnu verið bendlaður við ýmis hneykslismál. 16. mars 2020 09:57
Fyrrverandi konungur Spánar dregur sig í hlé Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl I. hefur lýst því yfir að hann hyggist draga sig úr sviðsljósinu með öllu í byrjun júní. 28. maí 2019 08:31
Spánarkonungur stígur til hliðar Juan Carlos Spánarkonungur hefur ákveðið að afsala sér völdum. Konungurinn hefur ríkt yfir Spánverjum í tæplega fjörutíu ár eða frá árinu 1975 þegar konungsdæmið var endurreist eftir einræðisstjórn Francos hershöfðingja. Juan Carlos er 76 ára gamall og sonur hans, hinn 45 ára gamli Filip prins, mun taka við konungdæminu. 2. júní 2014 08:53