Popovich sigursælasti þjálfarinn í NBA Atli Arason skrifar 12. mars 2022 09:30 Popovich á æfingu. vísir/epa Gregg Popovich varð í nótt sigursælasti þjálfari í sögu NBA. Popovich er kominn með 1.336 sigurleiki eftir 104-102 sigur San Antonio Spurs á Utah Jazz. Popovich tekur þar með fram úr Don Nelson yfir flesta sigurleiki í deildarkeppni. Spurs komst með sigrinum upp í 11. sæti vesturdeildar á meðan Jazz er áfram í því fjórða. Enn einn stórleikur Luka Dončić tryggði Dallas Mavericks 13 stiga sigur á Houston Rockets, 100-113. Dončić var með tvöfalda tvennu í nótt, 30 stig og 14 fráköst ásamt því að gefa 6 stoðsendingar. Maveriks er jafnt Jazz í 4. og 5. sæti vesturdeildar eftir 41. sigurleikinn. Miami Heat styrkti stöðu sína í toppsæti austurdeildarinnar með 13 stiga sigri á heimavelli gegn Cleveland Cavaliers, 117-105. Cavaliers er áfram í sjötta sæti. LeBron James var allt í öllu þegar hann gerði 50 stig í 13 stiga sigri LA Lakers á Washington Wizards, 122-109. Bráðnauðsynlegur sigur fyrir Lakers sem eru í 9. sæti, sex sigrum á eftir eftir nágrönnum sínum í Clippers sem sitja í 8. sæti, síðasta sætinu sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Wizards er í 11. sæti austurdeildar. LA Clippers tapaði óvænt í Atlanta gegn Hawks, 112-106. Trae Young var stigahæsti leikmaður vallarins með 27 stig fyrir Hawks. Hawks eru nú einungis tveimur sigurleikjum frá úrslitakeppninni í tíunda sæti austurdeildar. Toronto Raptors gerði góða ferð til Phoenix þar sem gestirnir unnu fimm stiga sigur á toppliði Suns, 112-117. Gary Trent Jr. var stigahæstur með 42 stig fyrir Raptors. Raptors er því áfram í sjöunda sæti austurdeildar á meðan Suns er með gott forskot í efsta sæti vesturdeildarinnar. Charlotte Hornets sótti sigur í New Orleans gegn Pelicans, 120-142. Sigurinn þýðir að Hornets er áfram með í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í níunda sæti austurdeildar, einum sigri á eftir Brooklyn Nets í því áttunda. Pelicans er í tíunda sæti vesturdeildar, níu sigurleikjum á eftir Clippers þegar 15 leikir eru eftir. Memphis Grizzlies vann nauman fjögurra stiga sigur á New York Knicks, 118-114. Ja Morant var allt í öllu í liði Grizzlies með 37 stig. Knicks er áfram í 12. sæti austurdeildar á meðan Grizzlies er í öðru sæti vesturdeildarinnar. Celtics vann góðan níu stiga sigur á Detroit Pistons, 114-103. Jayson Tatum var stigahæsti leikmaðurinn í TD Garden með 31 stig. Celtics er áfram í fimmta sæti austurdeildarinnar eftir fimmta sigurleikinn í röð á meðan Pistons er í slæmum málum í 14. sætinu. Orlando Magic vann sinn annan sigur í röð með óvæntum átta stiga endurkomu sigri á Minnesota Timberwolves, 118-110. Magic er þó enn þá í botnsæti austurdeildar á meðan Timberwolves er í sjöunda sæti vesturdeildarinnar. NBA Bandaríkin Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Popovich tekur þar með fram úr Don Nelson yfir flesta sigurleiki í deildarkeppni. Spurs komst með sigrinum upp í 11. sæti vesturdeildar á meðan Jazz er áfram í því fjórða. Enn einn stórleikur Luka Dončić tryggði Dallas Mavericks 13 stiga sigur á Houston Rockets, 100-113. Dončić var með tvöfalda tvennu í nótt, 30 stig og 14 fráköst ásamt því að gefa 6 stoðsendingar. Maveriks er jafnt Jazz í 4. og 5. sæti vesturdeildar eftir 41. sigurleikinn. Miami Heat styrkti stöðu sína í toppsæti austurdeildarinnar með 13 stiga sigri á heimavelli gegn Cleveland Cavaliers, 117-105. Cavaliers er áfram í sjötta sæti. LeBron James var allt í öllu þegar hann gerði 50 stig í 13 stiga sigri LA Lakers á Washington Wizards, 122-109. Bráðnauðsynlegur sigur fyrir Lakers sem eru í 9. sæti, sex sigrum á eftir eftir nágrönnum sínum í Clippers sem sitja í 8. sæti, síðasta sætinu sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Wizards er í 11. sæti austurdeildar. LA Clippers tapaði óvænt í Atlanta gegn Hawks, 112-106. Trae Young var stigahæsti leikmaður vallarins með 27 stig fyrir Hawks. Hawks eru nú einungis tveimur sigurleikjum frá úrslitakeppninni í tíunda sæti austurdeildar. Toronto Raptors gerði góða ferð til Phoenix þar sem gestirnir unnu fimm stiga sigur á toppliði Suns, 112-117. Gary Trent Jr. var stigahæstur með 42 stig fyrir Raptors. Raptors er því áfram í sjöunda sæti austurdeildar á meðan Suns er með gott forskot í efsta sæti vesturdeildarinnar. Charlotte Hornets sótti sigur í New Orleans gegn Pelicans, 120-142. Sigurinn þýðir að Hornets er áfram með í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í níunda sæti austurdeildar, einum sigri á eftir Brooklyn Nets í því áttunda. Pelicans er í tíunda sæti vesturdeildar, níu sigurleikjum á eftir Clippers þegar 15 leikir eru eftir. Memphis Grizzlies vann nauman fjögurra stiga sigur á New York Knicks, 118-114. Ja Morant var allt í öllu í liði Grizzlies með 37 stig. Knicks er áfram í 12. sæti austurdeildar á meðan Grizzlies er í öðru sæti vesturdeildarinnar. Celtics vann góðan níu stiga sigur á Detroit Pistons, 114-103. Jayson Tatum var stigahæsti leikmaðurinn í TD Garden með 31 stig. Celtics er áfram í fimmta sæti austurdeildarinnar eftir fimmta sigurleikinn í röð á meðan Pistons er í slæmum málum í 14. sætinu. Orlando Magic vann sinn annan sigur í röð með óvæntum átta stiga endurkomu sigri á Minnesota Timberwolves, 118-110. Magic er þó enn þá í botnsæti austurdeildar á meðan Timberwolves er í sjöunda sæti vesturdeildarinnar.
NBA Bandaríkin Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum