Popovich sigursælasti þjálfarinn í NBA Atli Arason skrifar 12. mars 2022 09:30 Popovich á æfingu. vísir/epa Gregg Popovich varð í nótt sigursælasti þjálfari í sögu NBA. Popovich er kominn með 1.336 sigurleiki eftir 104-102 sigur San Antonio Spurs á Utah Jazz. Popovich tekur þar með fram úr Don Nelson yfir flesta sigurleiki í deildarkeppni. Spurs komst með sigrinum upp í 11. sæti vesturdeildar á meðan Jazz er áfram í því fjórða. Enn einn stórleikur Luka Dončić tryggði Dallas Mavericks 13 stiga sigur á Houston Rockets, 100-113. Dončić var með tvöfalda tvennu í nótt, 30 stig og 14 fráköst ásamt því að gefa 6 stoðsendingar. Maveriks er jafnt Jazz í 4. og 5. sæti vesturdeildar eftir 41. sigurleikinn. Miami Heat styrkti stöðu sína í toppsæti austurdeildarinnar með 13 stiga sigri á heimavelli gegn Cleveland Cavaliers, 117-105. Cavaliers er áfram í sjötta sæti. LeBron James var allt í öllu þegar hann gerði 50 stig í 13 stiga sigri LA Lakers á Washington Wizards, 122-109. Bráðnauðsynlegur sigur fyrir Lakers sem eru í 9. sæti, sex sigrum á eftir eftir nágrönnum sínum í Clippers sem sitja í 8. sæti, síðasta sætinu sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Wizards er í 11. sæti austurdeildar. LA Clippers tapaði óvænt í Atlanta gegn Hawks, 112-106. Trae Young var stigahæsti leikmaður vallarins með 27 stig fyrir Hawks. Hawks eru nú einungis tveimur sigurleikjum frá úrslitakeppninni í tíunda sæti austurdeildar. Toronto Raptors gerði góða ferð til Phoenix þar sem gestirnir unnu fimm stiga sigur á toppliði Suns, 112-117. Gary Trent Jr. var stigahæstur með 42 stig fyrir Raptors. Raptors er því áfram í sjöunda sæti austurdeildar á meðan Suns er með gott forskot í efsta sæti vesturdeildarinnar. Charlotte Hornets sótti sigur í New Orleans gegn Pelicans, 120-142. Sigurinn þýðir að Hornets er áfram með í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í níunda sæti austurdeildar, einum sigri á eftir Brooklyn Nets í því áttunda. Pelicans er í tíunda sæti vesturdeildar, níu sigurleikjum á eftir Clippers þegar 15 leikir eru eftir. Memphis Grizzlies vann nauman fjögurra stiga sigur á New York Knicks, 118-114. Ja Morant var allt í öllu í liði Grizzlies með 37 stig. Knicks er áfram í 12. sæti austurdeildar á meðan Grizzlies er í öðru sæti vesturdeildarinnar. Celtics vann góðan níu stiga sigur á Detroit Pistons, 114-103. Jayson Tatum var stigahæsti leikmaðurinn í TD Garden með 31 stig. Celtics er áfram í fimmta sæti austurdeildarinnar eftir fimmta sigurleikinn í röð á meðan Pistons er í slæmum málum í 14. sætinu. Orlando Magic vann sinn annan sigur í röð með óvæntum átta stiga endurkomu sigri á Minnesota Timberwolves, 118-110. Magic er þó enn þá í botnsæti austurdeildar á meðan Timberwolves er í sjöunda sæti vesturdeildarinnar. NBA Bandaríkin Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira
Popovich tekur þar með fram úr Don Nelson yfir flesta sigurleiki í deildarkeppni. Spurs komst með sigrinum upp í 11. sæti vesturdeildar á meðan Jazz er áfram í því fjórða. Enn einn stórleikur Luka Dončić tryggði Dallas Mavericks 13 stiga sigur á Houston Rockets, 100-113. Dončić var með tvöfalda tvennu í nótt, 30 stig og 14 fráköst ásamt því að gefa 6 stoðsendingar. Maveriks er jafnt Jazz í 4. og 5. sæti vesturdeildar eftir 41. sigurleikinn. Miami Heat styrkti stöðu sína í toppsæti austurdeildarinnar með 13 stiga sigri á heimavelli gegn Cleveland Cavaliers, 117-105. Cavaliers er áfram í sjötta sæti. LeBron James var allt í öllu þegar hann gerði 50 stig í 13 stiga sigri LA Lakers á Washington Wizards, 122-109. Bráðnauðsynlegur sigur fyrir Lakers sem eru í 9. sæti, sex sigrum á eftir eftir nágrönnum sínum í Clippers sem sitja í 8. sæti, síðasta sætinu sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Wizards er í 11. sæti austurdeildar. LA Clippers tapaði óvænt í Atlanta gegn Hawks, 112-106. Trae Young var stigahæsti leikmaður vallarins með 27 stig fyrir Hawks. Hawks eru nú einungis tveimur sigurleikjum frá úrslitakeppninni í tíunda sæti austurdeildar. Toronto Raptors gerði góða ferð til Phoenix þar sem gestirnir unnu fimm stiga sigur á toppliði Suns, 112-117. Gary Trent Jr. var stigahæstur með 42 stig fyrir Raptors. Raptors er því áfram í sjöunda sæti austurdeildar á meðan Suns er með gott forskot í efsta sæti vesturdeildarinnar. Charlotte Hornets sótti sigur í New Orleans gegn Pelicans, 120-142. Sigurinn þýðir að Hornets er áfram með í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í níunda sæti austurdeildar, einum sigri á eftir Brooklyn Nets í því áttunda. Pelicans er í tíunda sæti vesturdeildar, níu sigurleikjum á eftir Clippers þegar 15 leikir eru eftir. Memphis Grizzlies vann nauman fjögurra stiga sigur á New York Knicks, 118-114. Ja Morant var allt í öllu í liði Grizzlies með 37 stig. Knicks er áfram í 12. sæti austurdeildar á meðan Grizzlies er í öðru sæti vesturdeildarinnar. Celtics vann góðan níu stiga sigur á Detroit Pistons, 114-103. Jayson Tatum var stigahæsti leikmaðurinn í TD Garden með 31 stig. Celtics er áfram í fimmta sæti austurdeildarinnar eftir fimmta sigurleikinn í röð á meðan Pistons er í slæmum málum í 14. sætinu. Orlando Magic vann sinn annan sigur í röð með óvæntum átta stiga endurkomu sigri á Minnesota Timberwolves, 118-110. Magic er þó enn þá í botnsæti austurdeildar á meðan Timberwolves er í sjöunda sæti vesturdeildarinnar.
NBA Bandaríkin Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira