Rigningin skolar snjónum í burtu en vandinn við stjórn borgarinnar er viðvarandi Helgi Áss Grétarsson skrifar 11. mars 2022 12:31 Það hefur verið snjóþungt í Reykjavík undanfarnar vikur, ekki síst í efri byggðum. Fátt á að koma óvart í þeim efnum enda Reykjavík nyrsta höfuðborg fullvalda ríkis í heimi. Allir vegfarendur hafa upplifað erfiðleika við að koma sér á milli staða, ökumenn, hjólreiðafólk og gangfarendur. Sem dæmi hefur staðan í fjölmörgum húsagötum borgarinnar verið sú að ökumenn upplifa sig sem lestarstjóra þar sem ökutækið leikur á reiðiskjálfi inn á brautarteinum. Höktandi fer bíllinn áfram á þeim brautarteinum þar sem gatan er mögulega auð en allt um kring eru háir snjóskaflar sem auka líkur á óhöppum, hvort sem um er að ræða meiðsli á fólki eða munatjóni. Almennir starfsmenn Reykjavíkurborgar og verktakar á vegum borgarinnar hafa sjálfsagt gert sitt ítrasta til að moka snjó og gera götur greiðfærar. Veruleikinn er hins vegar sá að mörkuð hefur verið pólitísk stefna þar sem grunnþjónusta sem þessi er ekki í forgangi. Svona hefur þetta ekki alltaf verið í Reykjavík og önnur sveitarfélög, svo sem eins og Akureyrarbær, tryggja að grunnþjónusta sem þessi sé í viðunandi horfi. Hitinn og rigningin góða Þar sem ég sit á 3ju hæð Suðurlandsbrautar 18 og horfi út á Esjurætur þá sést að hægt og sígandi er hitanum og rigningunni að takast að skola öllum snjósköflunum í burtu. Það er vel fyrir alla vegfarendur. Á hinn bóginn má ekki gleyma því að engin þörf var á að sveitarstjórnin í höfuðborginni léti þetta ástand viðgangast. Sveitarfélag á einfaldlega að tryggja að innviðir séu í lagi, götur séu greiðfærar og daglegt líf borgaranna gangi sem snurðulausast fyrir sig. Svo þegar vorar nefnilega þá sést í holótta vegi og biðin eftir því að þeir séu lagfærðir getur tekið langan tíma. Á sumrin eru göturnar oft og einatt ekki þrifnar og grasið vart slegið. Grunnþjónustan þarf að vera í lagi Að mínu mati á rekstur sveitarfélags að vera eins einfaldur og skýr og hægt er. Kerfið er fyrir fólkið, ekki öfugt. Fjármunir og orka starfsmanna á að fara í að leysa hagnýt viðfangsefni hvers dags. Auðvelda á almenningi að lifa lífinu. Á þeim grunni eflum við lífsgæðin í þeirri frábæru borg sem Reykjavík er. Til að koma henni á hærri stall þarf breytingar í Ráðhúsinu og það gerum við í kosningunum í vor. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið snjóþungt í Reykjavík undanfarnar vikur, ekki síst í efri byggðum. Fátt á að koma óvart í þeim efnum enda Reykjavík nyrsta höfuðborg fullvalda ríkis í heimi. Allir vegfarendur hafa upplifað erfiðleika við að koma sér á milli staða, ökumenn, hjólreiðafólk og gangfarendur. Sem dæmi hefur staðan í fjölmörgum húsagötum borgarinnar verið sú að ökumenn upplifa sig sem lestarstjóra þar sem ökutækið leikur á reiðiskjálfi inn á brautarteinum. Höktandi fer bíllinn áfram á þeim brautarteinum þar sem gatan er mögulega auð en allt um kring eru háir snjóskaflar sem auka líkur á óhöppum, hvort sem um er að ræða meiðsli á fólki eða munatjóni. Almennir starfsmenn Reykjavíkurborgar og verktakar á vegum borgarinnar hafa sjálfsagt gert sitt ítrasta til að moka snjó og gera götur greiðfærar. Veruleikinn er hins vegar sá að mörkuð hefur verið pólitísk stefna þar sem grunnþjónusta sem þessi er ekki í forgangi. Svona hefur þetta ekki alltaf verið í Reykjavík og önnur sveitarfélög, svo sem eins og Akureyrarbær, tryggja að grunnþjónusta sem þessi sé í viðunandi horfi. Hitinn og rigningin góða Þar sem ég sit á 3ju hæð Suðurlandsbrautar 18 og horfi út á Esjurætur þá sést að hægt og sígandi er hitanum og rigningunni að takast að skola öllum snjósköflunum í burtu. Það er vel fyrir alla vegfarendur. Á hinn bóginn má ekki gleyma því að engin þörf var á að sveitarstjórnin í höfuðborginni léti þetta ástand viðgangast. Sveitarfélag á einfaldlega að tryggja að innviðir séu í lagi, götur séu greiðfærar og daglegt líf borgaranna gangi sem snurðulausast fyrir sig. Svo þegar vorar nefnilega þá sést í holótta vegi og biðin eftir því að þeir séu lagfærðir getur tekið langan tíma. Á sumrin eru göturnar oft og einatt ekki þrifnar og grasið vart slegið. Grunnþjónustan þarf að vera í lagi Að mínu mati á rekstur sveitarfélags að vera eins einfaldur og skýr og hægt er. Kerfið er fyrir fólkið, ekki öfugt. Fjármunir og orka starfsmanna á að fara í að leysa hagnýt viðfangsefni hvers dags. Auðvelda á almenningi að lifa lífinu. Á þeim grunni eflum við lífsgæðin í þeirri frábæru borg sem Reykjavík er. Til að koma henni á hærri stall þarf breytingar í Ráðhúsinu og það gerum við í kosningunum í vor. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar