Konur á barneignaraldri fá ekki nóg af járni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. mars 2022 13:13 Ungar konur fá síður nóg af mikilvægum næringarefnum. Vísir/getty Konur á barneignaraldri á Íslandi fá síður nóg af mikilvægum næringarefnum á borð við joð, C-Vítamín og fólat. Engin þeirra nær ráðlögðum dagskammti af járni. Þetta kemur fram í nýrri landskönnun á mataræði Íslendinga sem unnir er á vegum embættis landlæknis og rannsóknarstofu í næringarfræði við HÍ. Könnunin var tekin árin 2019-2021 og tóku 822 þátt. Á Facebook síðu embættis landslæknis er hægt að horfa á kynningu landskönnunarinnar sem hófst klukkan 11.00. Niðurstöður könnunarinnar leiða í ljós að neysla landsmanna á viðbættum sykri og rauðu kjöti minnkar en landsmenn þurfa að taka sig á í grænmetis- og ávaxtaáti til að ná viðmiðum. Verulega hefur dregið úr neyslu á rauðu kjöti eða því sem nemur rúmum 60 grömmum á viku að meðaltali, eða tíu prósent. Hlutfall orku úr viðbættum sykri hefur minnkað og fer úr 9 prósent í 7 að meðaltali. Athygli vekur að þrátt fyrir að mjólkurneysla hafi minnkað frá síðustu viðmiðunarkönnun þá hefur neysla á osti aukist. Samdráttur er þá að finna í neyslu landsmanna á kolvetnum en hlutfall heildarorku úr kolvetnum fer úr 42 prósent í viðmiðunarkönnun og niður í 37 prósent í hinni nýju. Öllu verri fréttir blasa við þegar neysla landsmanna á grænmeti og ávöxtum er skoðuð. „Ef við byrjum á því að skoða grænmetisneysluna þá kemur í ljós að hún stendur í stað og er að meðaltali 114 gr. á dag. Einungis 1 prósent þátttakenda borða 250 gr. eins og ráðlagt er. Þá hefur dregið úr neyslu á ávöxtum og berjum. Meðalneysla ávaxta minnkar frá síðustu könnun úr 118 gr. á dag í 98 gr. á dag. Einungis 4 prósent þátttakenda borða 250 gr. af ávöxtum eins og ráðlagt er,“ sagði Hólmfríður Þorgeirsdóttir verkefnastjóri hjá embætti landlæknis í kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar. Alma Möller hélt stutta ræðu á blaðamannafundi í morgun þar sem niðurstöður landskönnunar á mataræði voru kynntar. Blikur eru á lofti hvað járnneyslu ungra kvenna varðar. Enginn ungur kvenkynsþátttakandi í landskönnun á mataræði náði að neyta því sem nemur ráðlögðum dagskammti af járni. Ráðlagður skammtur er 15 mgr. á dag. Járn er mikilvægt næringarefni fyrir súrefnisflutning í blóðinu, ónæmiskerfið og einnig fyrir heila-og taugaþroska barna. „Konur í þessum aldurshópi, og þær eru jú á barneignaraldri, fá síður nóg af mikilvægum næringarefnum á borð við járn, joð, C-vítamín og fólat og að auki er D-vítamín neysla þeirra að jafnaði undir ráðlagðri inntöku líkt og hjá ungum karlmönnum en það er sá hópur sem fær minnst af D-vítamíni,“ sagði Alma Möller, landlæknir sem flutti stutta ræðu á kynningunni. Matur Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Gæti opnað afeitrunarstöð fyrir íslenskar konur sem eru háðar Pepsi Max Í þættinum Spegilmyndin á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um mismunandi mataræði sem fólk hefur verið að nýta sér í gegnum tíðina. 15. febrúar 2022 11:31 Hvaða lífsstíll er góður fyrir heilsuna? Nýtt ár markar oft upphaf þess að fólk setji sér það markmið að bæta eigin heilsu. Það geta verið misjafnar leiðir að því markmiði en á þessum tímamótum er algengt að fókusinn sé settur á þyngdartap. 13. janúar 2022 12:01 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri landskönnun á mataræði Íslendinga sem unnir er á vegum embættis landlæknis og rannsóknarstofu í næringarfræði við HÍ. Könnunin var tekin árin 2019-2021 og tóku 822 þátt. Á Facebook síðu embættis landslæknis er hægt að horfa á kynningu landskönnunarinnar sem hófst klukkan 11.00. Niðurstöður könnunarinnar leiða í ljós að neysla landsmanna á viðbættum sykri og rauðu kjöti minnkar en landsmenn þurfa að taka sig á í grænmetis- og ávaxtaáti til að ná viðmiðum. Verulega hefur dregið úr neyslu á rauðu kjöti eða því sem nemur rúmum 60 grömmum á viku að meðaltali, eða tíu prósent. Hlutfall orku úr viðbættum sykri hefur minnkað og fer úr 9 prósent í 7 að meðaltali. Athygli vekur að þrátt fyrir að mjólkurneysla hafi minnkað frá síðustu viðmiðunarkönnun þá hefur neysla á osti aukist. Samdráttur er þá að finna í neyslu landsmanna á kolvetnum en hlutfall heildarorku úr kolvetnum fer úr 42 prósent í viðmiðunarkönnun og niður í 37 prósent í hinni nýju. Öllu verri fréttir blasa við þegar neysla landsmanna á grænmeti og ávöxtum er skoðuð. „Ef við byrjum á því að skoða grænmetisneysluna þá kemur í ljós að hún stendur í stað og er að meðaltali 114 gr. á dag. Einungis 1 prósent þátttakenda borða 250 gr. eins og ráðlagt er. Þá hefur dregið úr neyslu á ávöxtum og berjum. Meðalneysla ávaxta minnkar frá síðustu könnun úr 118 gr. á dag í 98 gr. á dag. Einungis 4 prósent þátttakenda borða 250 gr. af ávöxtum eins og ráðlagt er,“ sagði Hólmfríður Þorgeirsdóttir verkefnastjóri hjá embætti landlæknis í kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar. Alma Möller hélt stutta ræðu á blaðamannafundi í morgun þar sem niðurstöður landskönnunar á mataræði voru kynntar. Blikur eru á lofti hvað járnneyslu ungra kvenna varðar. Enginn ungur kvenkynsþátttakandi í landskönnun á mataræði náði að neyta því sem nemur ráðlögðum dagskammti af járni. Ráðlagður skammtur er 15 mgr. á dag. Járn er mikilvægt næringarefni fyrir súrefnisflutning í blóðinu, ónæmiskerfið og einnig fyrir heila-og taugaþroska barna. „Konur í þessum aldurshópi, og þær eru jú á barneignaraldri, fá síður nóg af mikilvægum næringarefnum á borð við járn, joð, C-vítamín og fólat og að auki er D-vítamín neysla þeirra að jafnaði undir ráðlagðri inntöku líkt og hjá ungum karlmönnum en það er sá hópur sem fær minnst af D-vítamíni,“ sagði Alma Möller, landlæknir sem flutti stutta ræðu á kynningunni.
Matur Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Gæti opnað afeitrunarstöð fyrir íslenskar konur sem eru háðar Pepsi Max Í þættinum Spegilmyndin á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um mismunandi mataræði sem fólk hefur verið að nýta sér í gegnum tíðina. 15. febrúar 2022 11:31 Hvaða lífsstíll er góður fyrir heilsuna? Nýtt ár markar oft upphaf þess að fólk setji sér það markmið að bæta eigin heilsu. Það geta verið misjafnar leiðir að því markmiði en á þessum tímamótum er algengt að fókusinn sé settur á þyngdartap. 13. janúar 2022 12:01 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gæti opnað afeitrunarstöð fyrir íslenskar konur sem eru háðar Pepsi Max Í þættinum Spegilmyndin á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um mismunandi mataræði sem fólk hefur verið að nýta sér í gegnum tíðina. 15. febrúar 2022 11:31
Hvaða lífsstíll er góður fyrir heilsuna? Nýtt ár markar oft upphaf þess að fólk setji sér það markmið að bæta eigin heilsu. Það geta verið misjafnar leiðir að því markmiði en á þessum tímamótum er algengt að fókusinn sé settur á þyngdartap. 13. janúar 2022 12:01