Íhaldsmaður kjörinn nýr forseti Suður-Kóreu Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2022 08:23 Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann hefur áður starfað sem ríkissaksóknari landsins. AP Íhaldsmaðurinn Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann vann nauman sigur í forsetakosningum þar sem hann hafði betur gegn Lee Jae-myung, frambjóðenda stjórnarflokksins Lýðræðsflokksins. Yoon, sem er að stíga sín fyrstu skref í stjórnmálum, hét því í kosningabaráttunni að berjast gegn stéttarskiptingu í landinu og sagði niðurstöður kosninganna „mikinn sigur fyrir suður-kóresku þjóðina“. Innan við eitt prósent munaði á atkvæðum þeirra Yoon og Lee. Yoon, sem hefur áður starfað sem ríkissaksóknari landsins og lögmaður, ávarpaði stuðningsmenn sína seint í nótt og sagðist þar ætla að sem forseti að huga að lífsafkomu Suður-Kóreumanna, tryggja „hlýja“ velferðarþjónustu fyrir bágstagga og gera allt sem í hans valdi stæði til að tryggja að Suður-Kórea verði stoltur og ábyrgur meðlimur í samfélagi þjóða og hinum frjálsa heimi. Í frétt BBC segir að báðir frambjóðendur, þeir Yoon og Lee, hafi átt á brattann að sækja og var baráttunni lýst sem „baráttu hinna óvinsælu“. Þrátt fyrir það reyndist kjörsókn nokkuð mikil, eða 77 prósent. Lee Jae-myung beið lægri hlut í forsetakosningunum.AP Kosningabaráttan snerist að stærstum hluta um hækkandi húsnæðisverð í landinu, stöðnun í efnahagslífi landsins, hátt hlutfall atvinnulausra í yngstu aldurshópunum og kynjamisrétti. Yoon naut sérstakra vinsælda meðal ungra karlmanna sem margir hverjir fullyrtu að ekkert kerfisbundið kynjamisrétti væri að finna í Suður-Kóreu. Yoon sagðist sömuleiðs ætla sér að leggja niður ráðuneyti kynjajafnréttis- og fjölskyldumála kæmist hann til valda. Um utanríkismálin sagðist Yoon vilja að „endurstilla“ samskiptin við Kínverja og Norður-Kóreu á sama tíma og hann hefur gefið í skyn að hann vilja auka samstarfið við Bandaríkin. Yoon tekur við embættinu af Moon Jae-in, en stjórnarskrá landsins kemur í veg fyrir að forseti geti setið lengur en í fimm ár. Lýðræðisflokkurinn er með meirihluta á þinginu, svo erfiðlega gæti gengið fyrir Yoon að ná einhverjum baráttumálum sínum í gegn. Suður-Kórea Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Fleiri fréttir Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Sjá meira
Yoon, sem er að stíga sín fyrstu skref í stjórnmálum, hét því í kosningabaráttunni að berjast gegn stéttarskiptingu í landinu og sagði niðurstöður kosninganna „mikinn sigur fyrir suður-kóresku þjóðina“. Innan við eitt prósent munaði á atkvæðum þeirra Yoon og Lee. Yoon, sem hefur áður starfað sem ríkissaksóknari landsins og lögmaður, ávarpaði stuðningsmenn sína seint í nótt og sagðist þar ætla að sem forseti að huga að lífsafkomu Suður-Kóreumanna, tryggja „hlýja“ velferðarþjónustu fyrir bágstagga og gera allt sem í hans valdi stæði til að tryggja að Suður-Kórea verði stoltur og ábyrgur meðlimur í samfélagi þjóða og hinum frjálsa heimi. Í frétt BBC segir að báðir frambjóðendur, þeir Yoon og Lee, hafi átt á brattann að sækja og var baráttunni lýst sem „baráttu hinna óvinsælu“. Þrátt fyrir það reyndist kjörsókn nokkuð mikil, eða 77 prósent. Lee Jae-myung beið lægri hlut í forsetakosningunum.AP Kosningabaráttan snerist að stærstum hluta um hækkandi húsnæðisverð í landinu, stöðnun í efnahagslífi landsins, hátt hlutfall atvinnulausra í yngstu aldurshópunum og kynjamisrétti. Yoon naut sérstakra vinsælda meðal ungra karlmanna sem margir hverjir fullyrtu að ekkert kerfisbundið kynjamisrétti væri að finna í Suður-Kóreu. Yoon sagðist sömuleiðs ætla sér að leggja niður ráðuneyti kynjajafnréttis- og fjölskyldumála kæmist hann til valda. Um utanríkismálin sagðist Yoon vilja að „endurstilla“ samskiptin við Kínverja og Norður-Kóreu á sama tíma og hann hefur gefið í skyn að hann vilja auka samstarfið við Bandaríkin. Yoon tekur við embættinu af Moon Jae-in, en stjórnarskrá landsins kemur í veg fyrir að forseti geti setið lengur en í fimm ár. Lýðræðisflokkurinn er með meirihluta á þinginu, svo erfiðlega gæti gengið fyrir Yoon að ná einhverjum baráttumálum sínum í gegn.
Suður-Kórea Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Fleiri fréttir Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Sjá meira