Fékk ekki að taka 250 þúsund króna sængurgjafirnar með sér heim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. mars 2022 20:05 Guðrún fékk meðal annars barnabílstól, barnavagn og leikgrind. Skjáskot Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, fékk ekki að halda sængurgjöfum sem henni voru færðar á síðara undanúrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins, sem fór fram á laugardag. Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar fór fram á laugardag. Guðrún Ýr Eyfjörð var ein þeirra tónlistarmanna sem stigu á svið til að skemmta áhorfendum meðan þeir biðu eftir niðurstöðum keppninnar. Hún flutti lagið Open Your Heart, sem Birgitta Haukdal flutti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2003. Að loknum flutningi steig Guðrún niður af sviðinu og Jón Jónsson, einn kynna keppninnar, greip hana til að ræða stuttlega við hana. Hann kom henni þó heldur betur á óvart og færði henni hverja gjöfina á fætur annarri, þar á meðal barnabílstól og barnavagn, en Guðrún á von á sínu fyrsta barni. Meðal gjafa voru leikgrind, barnabílstóll, barnavagn, göngugrind fyrir barnið og hreiður. Uppátækið vakti nokkra athygli og einhverjir hafa velt því fyrir sér hver hafi greitt fyrir gjafirnar, sem samkvæmt útreikningi fréttastofu kosta ekki minna en 250 þúsund krónur í heildina. Sá útreikningur fæst þó með því að velja lægsta mögulega verðið fyrir þær gjafir sem hún fékk. hver borgaði gjarirnar til GDRN ? #12stig— sourjuls (@sourjuls) March 5, 2022 Er skattpeningur íslenska verkalýðsins að fara í þetta?!! Barnadrasl fyrir GDRN! Mér blöskrar #12stig— Malín (@MalinEyfjord) March 5, 2022 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, einn kynna Söngvakeppninnar, segir í samtali við fréttastofu að Guðrún hafi ekki fengið að halda gjöfunum. Um hafi verið að ræða grín og Guðrún hafi vitað af því fyrir fram. „Þetta voru propp sem voru fengin að láni og öllu skilað. Þetta var nú bara brandari hjá okkur og þessu var öllu skilað. Guðrún vissi að það yrði smá grín,“ segir Ragnhildur. „Ríkisútvarpið má ekkert gefa svona gjafir þannig að það var gengið út frá því strax að þessu yrði skilað og þess vegna var þetta allt sett í plast og sellófan.“ Hægt er að horfa á uppátækið hér en það hefst þegar klukkutími og fjórar mínútur eru liðnar. Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar fór fram á laugardag. Guðrún Ýr Eyfjörð var ein þeirra tónlistarmanna sem stigu á svið til að skemmta áhorfendum meðan þeir biðu eftir niðurstöðum keppninnar. Hún flutti lagið Open Your Heart, sem Birgitta Haukdal flutti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2003. Að loknum flutningi steig Guðrún niður af sviðinu og Jón Jónsson, einn kynna keppninnar, greip hana til að ræða stuttlega við hana. Hann kom henni þó heldur betur á óvart og færði henni hverja gjöfina á fætur annarri, þar á meðal barnabílstól og barnavagn, en Guðrún á von á sínu fyrsta barni. Meðal gjafa voru leikgrind, barnabílstóll, barnavagn, göngugrind fyrir barnið og hreiður. Uppátækið vakti nokkra athygli og einhverjir hafa velt því fyrir sér hver hafi greitt fyrir gjafirnar, sem samkvæmt útreikningi fréttastofu kosta ekki minna en 250 þúsund krónur í heildina. Sá útreikningur fæst þó með því að velja lægsta mögulega verðið fyrir þær gjafir sem hún fékk. hver borgaði gjarirnar til GDRN ? #12stig— sourjuls (@sourjuls) March 5, 2022 Er skattpeningur íslenska verkalýðsins að fara í þetta?!! Barnadrasl fyrir GDRN! Mér blöskrar #12stig— Malín (@MalinEyfjord) March 5, 2022 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, einn kynna Söngvakeppninnar, segir í samtali við fréttastofu að Guðrún hafi ekki fengið að halda gjöfunum. Um hafi verið að ræða grín og Guðrún hafi vitað af því fyrir fram. „Þetta voru propp sem voru fengin að láni og öllu skilað. Þetta var nú bara brandari hjá okkur og þessu var öllu skilað. Guðrún vissi að það yrði smá grín,“ segir Ragnhildur. „Ríkisútvarpið má ekkert gefa svona gjafir þannig að það var gengið út frá því strax að þessu yrði skilað og þess vegna var þetta allt sett í plast og sellófan.“ Hægt er að horfa á uppátækið hér en það hefst þegar klukkutími og fjórar mínútur eru liðnar.
Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira