„Hélt að hann ætlaði að kála mér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. mars 2022 10:31 Guðmunda segir sögu sína í þáttunum Heimilisofbeldi á Stöð 2. Guðmunda Erla Þórhallsdóttir er áttræð og nýskilin en hún segist hafa búið við fimmtíu ára ofbeldissamband með fyrrverandi eiginmanni sínum. Rætt var við Guðmundu í þættinum Heimilisofbeldi á Stöð 2 í gærkvöld. Þau hjónin bjuggu til að byrja með á Húsavík og síðan lá leiðin suður. „Ég íhugaði sjálfsvíg í rauninni allan minn búskap. Ég reyndi þetta einu sinni en átti bara ekki nógu mikið af pillum og það tókst ekki,“ segir Guðmunda en í þættinum lýsir hún því að til að byrja með hafi ofbeldið verið andlegt en þegar árin liðu segir hún að maðurinn hafi ítrekað gengið í skrokk á henni. „Við flytjum suður og ég fór að vinna á heilsugæslunum og á Landspítala í mörg ár og það voru bara hryllilega erfið ár og eiginlega öll þessi ár þangað til að ég flutti og komst hingað,“ segir Guðmunda sem segist hafa þurft að þola andlegt, líkamlegt og fjárhagslegt ofbeldi í fimmtíu ár. Hún segir að það hafi átt sér stað ákveðinn vendipunktur árið 2005. „Þá erum við í bústað og við vorum búin að vera lengi í húsbíl að ferðast. Þá var ein vinkona hans alltaf með okkur, það byrjaði þannig að hún kom einu sinni með og síðan kom hún alltaf með í fjögur ár. Hún gaf sig út fyrir að vera vinkona mín en hún var það ekkert,“ segir Guðmunda en konan var í raun meira en vinkona eiginmanns hennar. Algjör vendipunktur „Þarna var búið að vera mjög erfitt ástand á milli okkar. Ég var brotin niður og ég ætlaði bara út í bíl og vera bara í friði. Þá kemur hann hlaupandi á eftir mér og ég hélt að hann ætlaði að kála mér. Hann dró mig þá upp í bústað og lamdi mig og sparkaði í mig. Þarna var ég alveg brotin, gjörsamlega. En það eru þessi gen í mér að gefast aldrei upp. Ég næ að komast til læknis þarna strax á mánudeginum eftir ferðina og fæ hann til að gera áverkavottorð og fæ svo tíma hjá ráðgjafa og þarna var ég búin að ákveða að ég ætlaði ekki að þegja lengur yfir þessu. Ég ætlaði að segja öllum sem ég þekki frá þessu, og ég gerði það og ég hef ekki þagað síðan,“ segir Guðmunda en á meðan viðtalinu stóð mætti maðurinn heim til hennar, hringdi á dyrabjöllunni ítrekað þar til að hann komst inn og brá honum heldur betur þegar hann mætti Sindra Sindrasyni í íbúð fyrrverandi eiginkonu sinnar. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Í þáttunum fjallar Sindri Sindrason um heimilisofbeldi og fær hann að skyggnast inn í heim þolenda sem virðast eiga það sameiginlegt að þora lengst af ekki að segja frá, skammast sín og vilja að enginn viti. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Heimilisofbeldi Tengdar fréttir „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Áslaug María lýsir hrottalegri æsku sinni í síðasta þætti af Heimilisofbeldi á Stöð 2 sem sýndur var í gær. 1. mars 2022 12:30 Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
Rætt var við Guðmundu í þættinum Heimilisofbeldi á Stöð 2 í gærkvöld. Þau hjónin bjuggu til að byrja með á Húsavík og síðan lá leiðin suður. „Ég íhugaði sjálfsvíg í rauninni allan minn búskap. Ég reyndi þetta einu sinni en átti bara ekki nógu mikið af pillum og það tókst ekki,“ segir Guðmunda en í þættinum lýsir hún því að til að byrja með hafi ofbeldið verið andlegt en þegar árin liðu segir hún að maðurinn hafi ítrekað gengið í skrokk á henni. „Við flytjum suður og ég fór að vinna á heilsugæslunum og á Landspítala í mörg ár og það voru bara hryllilega erfið ár og eiginlega öll þessi ár þangað til að ég flutti og komst hingað,“ segir Guðmunda sem segist hafa þurft að þola andlegt, líkamlegt og fjárhagslegt ofbeldi í fimmtíu ár. Hún segir að það hafi átt sér stað ákveðinn vendipunktur árið 2005. „Þá erum við í bústað og við vorum búin að vera lengi í húsbíl að ferðast. Þá var ein vinkona hans alltaf með okkur, það byrjaði þannig að hún kom einu sinni með og síðan kom hún alltaf með í fjögur ár. Hún gaf sig út fyrir að vera vinkona mín en hún var það ekkert,“ segir Guðmunda en konan var í raun meira en vinkona eiginmanns hennar. Algjör vendipunktur „Þarna var búið að vera mjög erfitt ástand á milli okkar. Ég var brotin niður og ég ætlaði bara út í bíl og vera bara í friði. Þá kemur hann hlaupandi á eftir mér og ég hélt að hann ætlaði að kála mér. Hann dró mig þá upp í bústað og lamdi mig og sparkaði í mig. Þarna var ég alveg brotin, gjörsamlega. En það eru þessi gen í mér að gefast aldrei upp. Ég næ að komast til læknis þarna strax á mánudeginum eftir ferðina og fæ hann til að gera áverkavottorð og fæ svo tíma hjá ráðgjafa og þarna var ég búin að ákveða að ég ætlaði ekki að þegja lengur yfir þessu. Ég ætlaði að segja öllum sem ég þekki frá þessu, og ég gerði það og ég hef ekki þagað síðan,“ segir Guðmunda en á meðan viðtalinu stóð mætti maðurinn heim til hennar, hringdi á dyrabjöllunni ítrekað þar til að hann komst inn og brá honum heldur betur þegar hann mætti Sindra Sindrasyni í íbúð fyrrverandi eiginkonu sinnar. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Í þáttunum fjallar Sindri Sindrason um heimilisofbeldi og fær hann að skyggnast inn í heim þolenda sem virðast eiga það sameiginlegt að þora lengst af ekki að segja frá, skammast sín og vilja að enginn viti. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.
Heimilisofbeldi Tengdar fréttir „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Áslaug María lýsir hrottalegri æsku sinni í síðasta þætti af Heimilisofbeldi á Stöð 2 sem sýndur var í gær. 1. mars 2022 12:30 Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
„Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Áslaug María lýsir hrottalegri æsku sinni í síðasta þætti af Heimilisofbeldi á Stöð 2 sem sýndur var í gær. 1. mars 2022 12:30