Mbappé meiddist á æfingu: Gæti misst af stórleiknum gegn Real Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2022 19:00 Kylian Mbappé gæti misst af stórleik Real Madríd og París Saint-Germain. John Berry/Getty Images Kylian Mbappé meiddist á æfingu París Saint-Germain í dag. Alls óvíst er hvort hann nái síðari leik liðsins gegn Real Madríd í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. PSG leiðir 1-0 í einvíginu eftir að Mbappé skoraði sigurmarkið í fyrri leik liðanna. Franski sóknarmaðurinn meiddist á æfingu fyrr í dag samkvæmt fjölda heimilda erlendis. Ljóst er að Real myndi fagna því ef hann yrði ekki með í leik liðanna á miðvikudaginn kemur en fyrir bæði Mbappé sem og PSG yrði það mikið áfall. Kylian Mbappé is a doubt to face Real Madrid on Wednesday after an injury in training, per multiple reports pic.twitter.com/wf73XAtIBP— B/R Football (@brfootball) March 7, 2022 The moment Mbappe picked up an injury in PSG training (via @PSG_English) pic.twitter.com/662P4UQiaT— ESPN FC (@ESPNFC) March 7, 2022 Real Madríd gerði allt sem í valdi sínu stóð til að festa kaup á Mbappé síðasta sumar og virðist allt benda til að hann verði leikmaður þeirra þegar tímabilinu lýkur en samningur hans við PSG rennur þá út. Hann gerði mögulegum yfirmönnum sínum þó enga greiða er Real mætti til Parísar þann 15. febrúar. Mbappé skoraði stórglæsilegt mark sem reyndist sigurmark leiksins eftir að hafa verið allt í öllu í sóknarleik liðsins. PSG er því með nauma forystu fyrir síðari leikinn sem fram fer á Santiago Bernabeuu á miðvikudagskvöld. Það er deginum ljósara að PSG er veikara án hins 23 ára gamla Mbappé sem hefur skorað 24 mörk á leiktíðinni og lagt upp 17 til viðbótar í aðeins 34 leikjum. Leikur Real Madríd verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19.15 og leikurinn sjálfur svo klukkan 20.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Franski sóknarmaðurinn meiddist á æfingu fyrr í dag samkvæmt fjölda heimilda erlendis. Ljóst er að Real myndi fagna því ef hann yrði ekki með í leik liðanna á miðvikudaginn kemur en fyrir bæði Mbappé sem og PSG yrði það mikið áfall. Kylian Mbappé is a doubt to face Real Madrid on Wednesday after an injury in training, per multiple reports pic.twitter.com/wf73XAtIBP— B/R Football (@brfootball) March 7, 2022 The moment Mbappe picked up an injury in PSG training (via @PSG_English) pic.twitter.com/662P4UQiaT— ESPN FC (@ESPNFC) March 7, 2022 Real Madríd gerði allt sem í valdi sínu stóð til að festa kaup á Mbappé síðasta sumar og virðist allt benda til að hann verði leikmaður þeirra þegar tímabilinu lýkur en samningur hans við PSG rennur þá út. Hann gerði mögulegum yfirmönnum sínum þó enga greiða er Real mætti til Parísar þann 15. febrúar. Mbappé skoraði stórglæsilegt mark sem reyndist sigurmark leiksins eftir að hafa verið allt í öllu í sóknarleik liðsins. PSG er því með nauma forystu fyrir síðari leikinn sem fram fer á Santiago Bernabeuu á miðvikudagskvöld. Það er deginum ljósara að PSG er veikara án hins 23 ára gamla Mbappé sem hefur skorað 24 mörk á leiktíðinni og lagt upp 17 til viðbótar í aðeins 34 leikjum. Leikur Real Madríd verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19.15 og leikurinn sjálfur svo klukkan 20.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu