Bjarni: Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum Siggeir Ævarsson skrifar 6. mars 2022 21:50 Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, segir að liðið hafi þurft að hafa töluvert fyrir sigrinum í kvöld. Vísir/Bára Haukar lönduðu þegar upp var staðið nokkuð öruggum sigri í Grindavík í kvöld, en það var þó ekki fyrr en rétt síðustu fimm mínúturnar eða svo sem gestirnir náðu að slíta sig almennilega frá heimakonum í Grindavík, staðan 71-75 þegar 5:32 lifðu leiks. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók undir þá greiningu blaðamanns að þær hefðu þurft að hafa töluvert fyrir sigrinum í kvöld. „Já, Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum. Þær voru að hitta skotunum sínum vel og notuðu spjaldið vel í þristunum [Jenný Geirdal setti tvo þrista spjaldið ofan í kvöld, innsk. blm]. En ég er fyrst og fremst ánægður með að við höfum náð sigri. Margt þó sem við vorum ekki að gera vel, sérstaklega varnarlega, og þurfum að bæta í næsta leik.“ Sóknarlega gat Bjarni þó ekki kvartað, þá sérstaklega þegar litið er til þáttar Helenu Sverrisdóttur, sem setti 27 stig í kvöld og hitti úr 7 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Ég spurði Bjarna hvort hann gæti reiknað með svona frammistöðu frá henni í hverjum leik. „Jú jú. Hún er bara frábær skotmaður“ – sagði Bjarni og var augljóslega skemmt. „Nei nei. Ég er líka með aðra leikmenn sem geta tekið góða skotleiki en hún átti góðan skotleik í dag og hélt okkur eiginlega inni í leiknum á löngum köflum. Svo tóku aðrir við. Keira tók aðeins við í seinni hálfleik. Hún var nú hálf veik í dag en fann orku í seinni hálfleik til að hjálpa okkur og setti niður mikilvæg skot. En við erum með fullt af leikmönnum sem geta átt góða skotleiki þannig að það þarf ekki alltaf að vera sami leikmaðurinn.“ Það má kannski segja að þessi breidd sem Bjarni nefndi hér að ofan hafi skipt sköpum í lokin þegar Haukar keyrðu Grindvíkinga í kaf. „Já við svo sem leiddum allan tímann, þær náðu aldrei að komast yfir þó þær hafi minnkað þetta í fjögur stig. Við náðum svo forskoti aftur en þær náðu alltaf að koma til baka, sem er bara vel gert hjá þeim. En svo fundum við lausnir í lokin og náðum að klára þetta vel.“ Það hefur verið töluvert leikjaálag á Haukana síðustu vikur og Bjarni sagði að hópurinn væri vel stemmdur en eflaust feginn að eiga ekki leik aftur fyrr en á laugardaginn. „Ég held að það sé bara smá tilhlökkun í hópnum núna að við eigum ekki að spila leik aftur fyrr en á laugardaginn. Það hefur ekki gerst lengi. Við tökum okkur bara frí núna í 2-3 daga. Hvílum okkur og gerum eitthvað annað en að spila og hugsa um körfubolta. Svo er leikur við Fjölni á laugardaginn, stórleikur, og við hlökkum til þess verkefnis.“ Subway-deild kvenna Haukar UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Haukar 78-93 | Haukakonur unnið fjóra í röð Haukar unnu fjórða leikinn sinn í röð er liðið heimsótti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-78. 6. mars 2022 21:03 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Körfubolti Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga Körfubolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Sjá meira
„Já, Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum. Þær voru að hitta skotunum sínum vel og notuðu spjaldið vel í þristunum [Jenný Geirdal setti tvo þrista spjaldið ofan í kvöld, innsk. blm]. En ég er fyrst og fremst ánægður með að við höfum náð sigri. Margt þó sem við vorum ekki að gera vel, sérstaklega varnarlega, og þurfum að bæta í næsta leik.“ Sóknarlega gat Bjarni þó ekki kvartað, þá sérstaklega þegar litið er til þáttar Helenu Sverrisdóttur, sem setti 27 stig í kvöld og hitti úr 7 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Ég spurði Bjarna hvort hann gæti reiknað með svona frammistöðu frá henni í hverjum leik. „Jú jú. Hún er bara frábær skotmaður“ – sagði Bjarni og var augljóslega skemmt. „Nei nei. Ég er líka með aðra leikmenn sem geta tekið góða skotleiki en hún átti góðan skotleik í dag og hélt okkur eiginlega inni í leiknum á löngum köflum. Svo tóku aðrir við. Keira tók aðeins við í seinni hálfleik. Hún var nú hálf veik í dag en fann orku í seinni hálfleik til að hjálpa okkur og setti niður mikilvæg skot. En við erum með fullt af leikmönnum sem geta átt góða skotleiki þannig að það þarf ekki alltaf að vera sami leikmaðurinn.“ Það má kannski segja að þessi breidd sem Bjarni nefndi hér að ofan hafi skipt sköpum í lokin þegar Haukar keyrðu Grindvíkinga í kaf. „Já við svo sem leiddum allan tímann, þær náðu aldrei að komast yfir þó þær hafi minnkað þetta í fjögur stig. Við náðum svo forskoti aftur en þær náðu alltaf að koma til baka, sem er bara vel gert hjá þeim. En svo fundum við lausnir í lokin og náðum að klára þetta vel.“ Það hefur verið töluvert leikjaálag á Haukana síðustu vikur og Bjarni sagði að hópurinn væri vel stemmdur en eflaust feginn að eiga ekki leik aftur fyrr en á laugardaginn. „Ég held að það sé bara smá tilhlökkun í hópnum núna að við eigum ekki að spila leik aftur fyrr en á laugardaginn. Það hefur ekki gerst lengi. Við tökum okkur bara frí núna í 2-3 daga. Hvílum okkur og gerum eitthvað annað en að spila og hugsa um körfubolta. Svo er leikur við Fjölni á laugardaginn, stórleikur, og við hlökkum til þess verkefnis.“
Subway-deild kvenna Haukar UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Haukar 78-93 | Haukakonur unnið fjóra í röð Haukar unnu fjórða leikinn sinn í röð er liðið heimsótti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-78. 6. mars 2022 21:03 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Körfubolti Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga Körfubolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Haukar 78-93 | Haukakonur unnið fjóra í röð Haukar unnu fjórða leikinn sinn í röð er liðið heimsótti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-78. 6. mars 2022 21:03