Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Árni Sæberg skrifar 6. mars 2022 12:05 Fuglar voru baðaðir í „Fuglamiðstöð Suðureyrar“ í gær. Auður Steinberg Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. Á föstudag uppgötvaðist að olía hafði tekið að leka úr niðurgröfnum olíutanki ofan við sundlaug og grunnskóla Suðureyrar. Anton Helgason, heilbrigðisfulltrúi Vestfjarða, segir að eftirtektarsamir íbúar Suðureyrar hafi fyrst vakið athygli á slysinu því þeir fundu olíulykt. Tankurinn er, eins og allt annað á Suðureyri, á kafi í snjó. Auður Steinberg, íbúi á Suðureyri, segir nánast ólíft hafa verið á svæðinu í gær og fyrradag. „Ég lykta ennþá eins og dísel þó ég hafi farið tvisvar í sturtu síðan í gær,“ segir hún. Þá hefur hún áhyggjur af íbúum sem glíma við öndunarfærasjúkdóma, en nágranni hennar hefur fundið fyrir miklum eymslum í öndunarfærum og getur vart sofið. Auður segir umhverfisslysið hafa verið tilkynnt öllum viðbragðsaðilum sem þarf að tilkynna slíkt en að fátt sé um svör. Algengasta svarið sé að málið verði skoðað eftir helgi. Þá segir hún hverfisráð Suðureyrar segja slysið vera alfarið á ábyrgð Orkubús Vestfjarða, en umræddur tankur er notaður til að kynda bæinn þegar ekki fæst rafmagn frá Landsvirkjun. Hún segir slökkvilið hafa mætt á svæðið en að hún viti ekki hvernig eða hvort það hafi hreinsað olíuna upp. Hún veit þó að ekkert var gert til að koma í veg fyrir það að olía læki í sjóinn. „Þannig að þetta lekur bara óáreitt þarna inn í höfnina. Þar er náttúrulega hellingur af friðuðum fuglum,“ segir Auður. Þurftu að aflífa nokkra fugla en björguðu mörgum Friðaðir æðarfuglar venja komur sínar í höfnina á Suðureyri og hafa margar þeirra farið illa út úr olíulekanum. Æðarkollur útataðar olíu.Auður Steinberg Auður segir æðarfuglana hafa flúð höfnina og að þeir séu komnir upp á vegi og jafnvel upp í hverfi. „Þegar þetta var orðið svo slæmt í gær að þær voru orðnar kolbiksvartar var bara tekin sú ákvörðun að fara að aflífa,“ segir hún. Þar sem æðarfuglar eru friðaðir þurftu íbúar að afla leyfis lögreglu áður en hafist var handa við að lina þjáningar fuglanna. Leyfi var veitt símleiðis og nokkrir fuglar aflífaðir í kjölfarið. Auður segir íbúa þó hafa viljað bjarga því sem bjargað varð og því hefur því sem hún kallar Fuglabjörgunarmiðstöð Suðureyrar verið komið á fót. Dýravinir böðuðu æðarkollur í gær.Auður Steinberg „Við náðum tuttugu og einum fugli í gær sem við böðuðum og þurrkuðum og slíkt,“ segir hún. Auður gagnrýnir að engir opinberir aðilar hafi komið að björgun fuglanna, hvorki Umhverfisstofnun né heilbrigðiseftirlitið hafi nokkuð aðhafst í kjölfar lekans. „Það á bara allt að bíða fram yfir helgi en á meðan eru allir fuglarnir að deyja,“ segir hún. Íbúar Suðureyrar náðu að bjarga 21 fugli í gær.Auður Steinberg Dýr Ísafjarðarbær Umhverfismál Bensín og olía Fuglar Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Á föstudag uppgötvaðist að olía hafði tekið að leka úr niðurgröfnum olíutanki ofan við sundlaug og grunnskóla Suðureyrar. Anton Helgason, heilbrigðisfulltrúi Vestfjarða, segir að eftirtektarsamir íbúar Suðureyrar hafi fyrst vakið athygli á slysinu því þeir fundu olíulykt. Tankurinn er, eins og allt annað á Suðureyri, á kafi í snjó. Auður Steinberg, íbúi á Suðureyri, segir nánast ólíft hafa verið á svæðinu í gær og fyrradag. „Ég lykta ennþá eins og dísel þó ég hafi farið tvisvar í sturtu síðan í gær,“ segir hún. Þá hefur hún áhyggjur af íbúum sem glíma við öndunarfærasjúkdóma, en nágranni hennar hefur fundið fyrir miklum eymslum í öndunarfærum og getur vart sofið. Auður segir umhverfisslysið hafa verið tilkynnt öllum viðbragðsaðilum sem þarf að tilkynna slíkt en að fátt sé um svör. Algengasta svarið sé að málið verði skoðað eftir helgi. Þá segir hún hverfisráð Suðureyrar segja slysið vera alfarið á ábyrgð Orkubús Vestfjarða, en umræddur tankur er notaður til að kynda bæinn þegar ekki fæst rafmagn frá Landsvirkjun. Hún segir slökkvilið hafa mætt á svæðið en að hún viti ekki hvernig eða hvort það hafi hreinsað olíuna upp. Hún veit þó að ekkert var gert til að koma í veg fyrir það að olía læki í sjóinn. „Þannig að þetta lekur bara óáreitt þarna inn í höfnina. Þar er náttúrulega hellingur af friðuðum fuglum,“ segir Auður. Þurftu að aflífa nokkra fugla en björguðu mörgum Friðaðir æðarfuglar venja komur sínar í höfnina á Suðureyri og hafa margar þeirra farið illa út úr olíulekanum. Æðarkollur útataðar olíu.Auður Steinberg Auður segir æðarfuglana hafa flúð höfnina og að þeir séu komnir upp á vegi og jafnvel upp í hverfi. „Þegar þetta var orðið svo slæmt í gær að þær voru orðnar kolbiksvartar var bara tekin sú ákvörðun að fara að aflífa,“ segir hún. Þar sem æðarfuglar eru friðaðir þurftu íbúar að afla leyfis lögreglu áður en hafist var handa við að lina þjáningar fuglanna. Leyfi var veitt símleiðis og nokkrir fuglar aflífaðir í kjölfarið. Auður segir íbúa þó hafa viljað bjarga því sem bjargað varð og því hefur því sem hún kallar Fuglabjörgunarmiðstöð Suðureyrar verið komið á fót. Dýravinir böðuðu æðarkollur í gær.Auður Steinberg „Við náðum tuttugu og einum fugli í gær sem við böðuðum og þurrkuðum og slíkt,“ segir hún. Auður gagnrýnir að engir opinberir aðilar hafi komið að björgun fuglanna, hvorki Umhverfisstofnun né heilbrigðiseftirlitið hafi nokkuð aðhafst í kjölfar lekans. „Það á bara allt að bíða fram yfir helgi en á meðan eru allir fuglarnir að deyja,“ segir hún. Íbúar Suðureyrar náðu að bjarga 21 fugli í gær.Auður Steinberg
Dýr Ísafjarðarbær Umhverfismál Bensín og olía Fuglar Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira