Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Árni Sæberg skrifar 6. mars 2022 12:05 Fuglar voru baðaðir í „Fuglamiðstöð Suðureyrar“ í gær. Auður Steinberg Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. Á föstudag uppgötvaðist að olía hafði tekið að leka úr niðurgröfnum olíutanki ofan við sundlaug og grunnskóla Suðureyrar. Anton Helgason, heilbrigðisfulltrúi Vestfjarða, segir að eftirtektarsamir íbúar Suðureyrar hafi fyrst vakið athygli á slysinu því þeir fundu olíulykt. Tankurinn er, eins og allt annað á Suðureyri, á kafi í snjó. Auður Steinberg, íbúi á Suðureyri, segir nánast ólíft hafa verið á svæðinu í gær og fyrradag. „Ég lykta ennþá eins og dísel þó ég hafi farið tvisvar í sturtu síðan í gær,“ segir hún. Þá hefur hún áhyggjur af íbúum sem glíma við öndunarfærasjúkdóma, en nágranni hennar hefur fundið fyrir miklum eymslum í öndunarfærum og getur vart sofið. Auður segir umhverfisslysið hafa verið tilkynnt öllum viðbragðsaðilum sem þarf að tilkynna slíkt en að fátt sé um svör. Algengasta svarið sé að málið verði skoðað eftir helgi. Þá segir hún hverfisráð Suðureyrar segja slysið vera alfarið á ábyrgð Orkubús Vestfjarða, en umræddur tankur er notaður til að kynda bæinn þegar ekki fæst rafmagn frá Landsvirkjun. Hún segir slökkvilið hafa mætt á svæðið en að hún viti ekki hvernig eða hvort það hafi hreinsað olíuna upp. Hún veit þó að ekkert var gert til að koma í veg fyrir það að olía læki í sjóinn. „Þannig að þetta lekur bara óáreitt þarna inn í höfnina. Þar er náttúrulega hellingur af friðuðum fuglum,“ segir Auður. Þurftu að aflífa nokkra fugla en björguðu mörgum Friðaðir æðarfuglar venja komur sínar í höfnina á Suðureyri og hafa margar þeirra farið illa út úr olíulekanum. Æðarkollur útataðar olíu.Auður Steinberg Auður segir æðarfuglana hafa flúð höfnina og að þeir séu komnir upp á vegi og jafnvel upp í hverfi. „Þegar þetta var orðið svo slæmt í gær að þær voru orðnar kolbiksvartar var bara tekin sú ákvörðun að fara að aflífa,“ segir hún. Þar sem æðarfuglar eru friðaðir þurftu íbúar að afla leyfis lögreglu áður en hafist var handa við að lina þjáningar fuglanna. Leyfi var veitt símleiðis og nokkrir fuglar aflífaðir í kjölfarið. Auður segir íbúa þó hafa viljað bjarga því sem bjargað varð og því hefur því sem hún kallar Fuglabjörgunarmiðstöð Suðureyrar verið komið á fót. Dýravinir böðuðu æðarkollur í gær.Auður Steinberg „Við náðum tuttugu og einum fugli í gær sem við böðuðum og þurrkuðum og slíkt,“ segir hún. Auður gagnrýnir að engir opinberir aðilar hafi komið að björgun fuglanna, hvorki Umhverfisstofnun né heilbrigðiseftirlitið hafi nokkuð aðhafst í kjölfar lekans. „Það á bara allt að bíða fram yfir helgi en á meðan eru allir fuglarnir að deyja,“ segir hún. Íbúar Suðureyrar náðu að bjarga 21 fugli í gær.Auður Steinberg Dýr Ísafjarðarbær Umhverfismál Bensín og olía Fuglar Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Á föstudag uppgötvaðist að olía hafði tekið að leka úr niðurgröfnum olíutanki ofan við sundlaug og grunnskóla Suðureyrar. Anton Helgason, heilbrigðisfulltrúi Vestfjarða, segir að eftirtektarsamir íbúar Suðureyrar hafi fyrst vakið athygli á slysinu því þeir fundu olíulykt. Tankurinn er, eins og allt annað á Suðureyri, á kafi í snjó. Auður Steinberg, íbúi á Suðureyri, segir nánast ólíft hafa verið á svæðinu í gær og fyrradag. „Ég lykta ennþá eins og dísel þó ég hafi farið tvisvar í sturtu síðan í gær,“ segir hún. Þá hefur hún áhyggjur af íbúum sem glíma við öndunarfærasjúkdóma, en nágranni hennar hefur fundið fyrir miklum eymslum í öndunarfærum og getur vart sofið. Auður segir umhverfisslysið hafa verið tilkynnt öllum viðbragðsaðilum sem þarf að tilkynna slíkt en að fátt sé um svör. Algengasta svarið sé að málið verði skoðað eftir helgi. Þá segir hún hverfisráð Suðureyrar segja slysið vera alfarið á ábyrgð Orkubús Vestfjarða, en umræddur tankur er notaður til að kynda bæinn þegar ekki fæst rafmagn frá Landsvirkjun. Hún segir slökkvilið hafa mætt á svæðið en að hún viti ekki hvernig eða hvort það hafi hreinsað olíuna upp. Hún veit þó að ekkert var gert til að koma í veg fyrir það að olía læki í sjóinn. „Þannig að þetta lekur bara óáreitt þarna inn í höfnina. Þar er náttúrulega hellingur af friðuðum fuglum,“ segir Auður. Þurftu að aflífa nokkra fugla en björguðu mörgum Friðaðir æðarfuglar venja komur sínar í höfnina á Suðureyri og hafa margar þeirra farið illa út úr olíulekanum. Æðarkollur útataðar olíu.Auður Steinberg Auður segir æðarfuglana hafa flúð höfnina og að þeir séu komnir upp á vegi og jafnvel upp í hverfi. „Þegar þetta var orðið svo slæmt í gær að þær voru orðnar kolbiksvartar var bara tekin sú ákvörðun að fara að aflífa,“ segir hún. Þar sem æðarfuglar eru friðaðir þurftu íbúar að afla leyfis lögreglu áður en hafist var handa við að lina þjáningar fuglanna. Leyfi var veitt símleiðis og nokkrir fuglar aflífaðir í kjölfarið. Auður segir íbúa þó hafa viljað bjarga því sem bjargað varð og því hefur því sem hún kallar Fuglabjörgunarmiðstöð Suðureyrar verið komið á fót. Dýravinir böðuðu æðarkollur í gær.Auður Steinberg „Við náðum tuttugu og einum fugli í gær sem við böðuðum og þurrkuðum og slíkt,“ segir hún. Auður gagnrýnir að engir opinberir aðilar hafi komið að björgun fuglanna, hvorki Umhverfisstofnun né heilbrigðiseftirlitið hafi nokkuð aðhafst í kjölfar lekans. „Það á bara allt að bíða fram yfir helgi en á meðan eru allir fuglarnir að deyja,“ segir hún. Íbúar Suðureyrar náðu að bjarga 21 fugli í gær.Auður Steinberg
Dýr Ísafjarðarbær Umhverfismál Bensín og olía Fuglar Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira