Innlent

Mikið um ölvun og tölu­verður erill í nótt

Árni Sæberg skrifar
Nokkrir gistu fangageymslur lögreglu á Hverfisgötu í nótt.
Nokkrir gistu fangageymslur lögreglu á Hverfisgötu í nótt. Vísir/Vilhelm

Skemmtanalífið er að taka við sér eftir að hafa legið í dvala meira og minna í tvö ár, því fylgir aukið álag á lögreglu. Um áttatíu mál voru skráð í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg að gera í gærkvöldi og í nótt. Um áttatíu mál voru skráð og sjö einstaklingar fengu inni í fangageymslum lögreglu.

Samkvæmt tilkynningu lögreglu var töluvert um mál tengd ölvun í nótt, til að mynda voru afskipti höfð af ungum manni sem var að að kasta af sér þvagi á Lækjartorgi á fimmta tímanum í nótt. Greinilegt er að næturlífið er að vakna á ný.

Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn í miðbænum rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Sá hafði verið í slagsmálum og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Upp úr klukkan ellefu var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Garðabæ grunaður um eignarspjöll og hótanir. Hann fékk að launum gistingu í fangageymslu lögreglu í þágu rannsóknar málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×