Tyrese Maxey var með 33 stig í sex stiga sigri Philadelphia á Cleveland, lokatölur 125-119. James Harden skoraði 25 stig og gaf 11 stoðsendingar á meðan Joel Embiid var með 22 stig. Hjá Cleveland var Darius Garland stigahæstur með 26 stig en hann gaf einnig 19 stoðsendingar.
Frábær fjórði leikhluti hjá meisturum Bucks tryggði þeim sigur á Bulls, lokatölur 112-118. Giannis Antetokounmpo var líkt og svo oft áður stigahæstur í liði Bucks með 34 stig en hann tók einnig 16 fráköst. Þar á eftir kom Jrue Holiday með 26 stig. Hjá Bulls var Zach Lavine stigahæstur með 30 stig.
Brandon Ingram skoraði 29 stig er Pelicans pakkaði Jazz saman, lokatölur 124-90.
Önnur úrslit
Phoenix Suns 115-114 New York Knicks
Denver Nuggets 116-101 Houston Rockets
Oklahoma City Thunder 101-138 Minnesota Timberwolves
Toronto Raptors 97-103 Orlando Magic
Detroit Pistons 111-106 Indiana Pacers
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.