Óvíst hvenær Ben Simmons verður klár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2022 09:30 Ben Simmons skipti til Brooklyn Nets á dögunum. Hann hefur ekki enn spilað fyrir liðið. Tim Nwachukwu/Getty Images Mikið fjaðrafok myndaðist á lokadegi félagaskiptagluggans í NBA-deildinni í körfubolta þegar Ben Simmons færði sig loks um set frá Philadelphia 76ers til Brooklyn Nets. Simmons hefur hins vegar ekki enn spilað vegna meiðsla og er óvist hvenær hann snýr aftur. Dramatíkin í kringum Ben Simmons á þessari leiktíð hefur verið gríðarleg. Hann vildi komast frá Philadelphia síðasta sumar en það gekk ekki eftir. Hann hefur verið gagnrýndur af öllum og ömmum þeirra fyrir að neita að spila og þar fram eftir götunum. Loksins fékk hann að fara frá félaginu þegar Philadelphia ákvað að skipta Simmons – ásamt Seth Curry, Andre Drummond og valrétt í 2022 og 2027 nýliðavalinu – fyrir James Harden og Paul Millsap þann 10. febrúar síðastliðinn. Harden er mættur og byrjaður að raða inn stigum í Philadelphia en Simmons er hvergi sjáanlegur í liði Nets. Sean Marks, framkvæmdastjóri félagsins, segir óvíst hvenær Simmons geti byrjað að spila en stefnan sé sett á að keyra upp æfingaálag leikmannsins í endanum á komandi viku. „Því miður hefur stífleiki í baki seinkað endurkomu hans á völlinn. Hann hefur verið í nokkurskonar endurhæfingu síðustu 7 til 10 daga. Hann verður á einstaklingsmiðuðum æfingum næstu daga og vonandi undir lok komandi viku getur hann farið að æfa meira og meira með liðinu. Þá getum við farið að koma honum í leikform,“ sagði Marks í viðtali á dögunum. „Það er ekki staðfest hvenær hann muni snúa aftur, við verðum að taka einn dag í einu og sjá hvernig hann bregst við. Því fyrr sem hann snýr aftur, því betra. Liðið þarf að fá mínútur saman á vellinum,“ bætti Marks við. Kevin Durant sneri aftur eftir meiðsli á aðfaranótt föstudags. Hann skoraði 31 stig í sex stiga tapi gegn Miami Heat en það virðist ekki sem meiðslin séu að hrjá hann. Nets heldur í vonina um að Kyrie Irving fái svo leyfi til að spila alla leiki liðsins fyrr en síðar þó hann sé óbólusettur og þá halda forráðamenn liðsins í vonina að Simmons verði leikfær innan tíðar. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur heldur betur fjarað undan Nets-liðinu sem situr nú í 8. sæti Austurdeildar með 32 sigra og 32 töp eftir 64 leiki. Liðið hefur aðeins unnið þrjá af síðustu 10 leikjum sínum. Körfubolti NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Dramatíkin í kringum Ben Simmons á þessari leiktíð hefur verið gríðarleg. Hann vildi komast frá Philadelphia síðasta sumar en það gekk ekki eftir. Hann hefur verið gagnrýndur af öllum og ömmum þeirra fyrir að neita að spila og þar fram eftir götunum. Loksins fékk hann að fara frá félaginu þegar Philadelphia ákvað að skipta Simmons – ásamt Seth Curry, Andre Drummond og valrétt í 2022 og 2027 nýliðavalinu – fyrir James Harden og Paul Millsap þann 10. febrúar síðastliðinn. Harden er mættur og byrjaður að raða inn stigum í Philadelphia en Simmons er hvergi sjáanlegur í liði Nets. Sean Marks, framkvæmdastjóri félagsins, segir óvíst hvenær Simmons geti byrjað að spila en stefnan sé sett á að keyra upp æfingaálag leikmannsins í endanum á komandi viku. „Því miður hefur stífleiki í baki seinkað endurkomu hans á völlinn. Hann hefur verið í nokkurskonar endurhæfingu síðustu 7 til 10 daga. Hann verður á einstaklingsmiðuðum æfingum næstu daga og vonandi undir lok komandi viku getur hann farið að æfa meira og meira með liðinu. Þá getum við farið að koma honum í leikform,“ sagði Marks í viðtali á dögunum. „Það er ekki staðfest hvenær hann muni snúa aftur, við verðum að taka einn dag í einu og sjá hvernig hann bregst við. Því fyrr sem hann snýr aftur, því betra. Liðið þarf að fá mínútur saman á vellinum,“ bætti Marks við. Kevin Durant sneri aftur eftir meiðsli á aðfaranótt föstudags. Hann skoraði 31 stig í sex stiga tapi gegn Miami Heat en það virðist ekki sem meiðslin séu að hrjá hann. Nets heldur í vonina um að Kyrie Irving fái svo leyfi til að spila alla leiki liðsins fyrr en síðar þó hann sé óbólusettur og þá halda forráðamenn liðsins í vonina að Simmons verði leikfær innan tíðar. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur heldur betur fjarað undan Nets-liðinu sem situr nú í 8. sæti Austurdeildar með 32 sigra og 32 töp eftir 64 leiki. Liðið hefur aðeins unnið þrjá af síðustu 10 leikjum sínum.
Körfubolti NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum