Halldór Jóhann: Maður reynir að hamra á því að næsta verkefni sé alltaf mikilvægasta verkefnið Þorsteinn Hjálmsson skrifar 3. mars 2022 22:55 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var vægast satt ósáttur við varnarleik sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Selfyssingar mættu Gróttu í Hertz höllinni út á Seltjarnarnesi í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta sem hófst í kvöld. Lauk leiknum með jafntefli 32-32 í miklum marka leik. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og kom loka mark leiksins þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss var ekki par sáttur með varnarleik sinna manna í kvöld. „Sóknarlega vorum við bara heilt yfir bara mjög góðir, frábærir jafnvel. Varnarlega náttúrulega, við erum ekki vanir að fá á okkur svona mörg mörk. Vörn og markvarsla, við eigum bara gríðarlega mikið inn. Hvort sem við vorum að spila 5-1 eða 6-0 (vörn). Það var kannski svona aðal vandamálið okkar í dag en ég ætla heldur ekkert að taka neitt af Gróttu. Mér fannst þeir sóknarlega frábærir og voru ótrúlega beinskeyttir og gerðu okkur lífið leitt og margir þeirra leikmanna að eiga frábæran leik. En að sama skapi þá vitum við alveg að við getum gert betur varnarlega.“ Halldóri fannst úrslit leiksins í kvöld sanngjörn. „Svo hér í lokin, þeir eiga tvö mörk og við náum svo að fara í eitt (einu yfir) og svo var það bar týpískt miðað við hvernig leikurinn spilast, að þeir taki hérna buzzer í lokin og jafna. Þeir voru búnir að vinna fyrir því og við vorum bara ekki nógu sterkir varnarlega.“ Halldór var ekki viss hvort komandi bikarhelgi hafi haft áhrif á spilamennsku liðs síns í kvöld. „Það er erfitt að segja. Ég meina maður veit aldrei. Maður reynir að hamra á því að næsta verkefni sé alltaf mikilvægasta verkefnið og þetta var mikilvægasta verkefnið núna. Maður er samt búinn að vera í þessu það lengi að maður hefur alveg séð þetta gerast áður, en mér finnst það þó ódýr afsökun fyrir því að hafa ekki spilað betri varnarleik í dag. Við börðumst og við hlupum og vorum mjög góðir sóknarlega, samt að klikka svolítið af dauðafærum á kafla í seinni hálfleik. Mínir leikmenn voru klárir að leggja sig fram í þessum leik og það lögðu sig allir fram. Ég veit ekki hvort það hafi eitthvað að segja þessi bikarhelgi.“ Handbolti Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Selfoss 32-32 | Jafnt í háspennuleik Selfyssingar mættu Gróttu í Hertz höllinni út á Seltjarnarnesi í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta sem hófst í kvöld. Lauk leiknum með jafntefli 32-32 í miklum marka leik. Leikurinn var jafn og spennandi allann tímann og kom loka mark leiksins þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir. 3. mars 2022 22:30 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss var ekki par sáttur með varnarleik sinna manna í kvöld. „Sóknarlega vorum við bara heilt yfir bara mjög góðir, frábærir jafnvel. Varnarlega náttúrulega, við erum ekki vanir að fá á okkur svona mörg mörk. Vörn og markvarsla, við eigum bara gríðarlega mikið inn. Hvort sem við vorum að spila 5-1 eða 6-0 (vörn). Það var kannski svona aðal vandamálið okkar í dag en ég ætla heldur ekkert að taka neitt af Gróttu. Mér fannst þeir sóknarlega frábærir og voru ótrúlega beinskeyttir og gerðu okkur lífið leitt og margir þeirra leikmanna að eiga frábæran leik. En að sama skapi þá vitum við alveg að við getum gert betur varnarlega.“ Halldóri fannst úrslit leiksins í kvöld sanngjörn. „Svo hér í lokin, þeir eiga tvö mörk og við náum svo að fara í eitt (einu yfir) og svo var það bar týpískt miðað við hvernig leikurinn spilast, að þeir taki hérna buzzer í lokin og jafna. Þeir voru búnir að vinna fyrir því og við vorum bara ekki nógu sterkir varnarlega.“ Halldór var ekki viss hvort komandi bikarhelgi hafi haft áhrif á spilamennsku liðs síns í kvöld. „Það er erfitt að segja. Ég meina maður veit aldrei. Maður reynir að hamra á því að næsta verkefni sé alltaf mikilvægasta verkefnið og þetta var mikilvægasta verkefnið núna. Maður er samt búinn að vera í þessu það lengi að maður hefur alveg séð þetta gerast áður, en mér finnst það þó ódýr afsökun fyrir því að hafa ekki spilað betri varnarleik í dag. Við börðumst og við hlupum og vorum mjög góðir sóknarlega, samt að klikka svolítið af dauðafærum á kafla í seinni hálfleik. Mínir leikmenn voru klárir að leggja sig fram í þessum leik og það lögðu sig allir fram. Ég veit ekki hvort það hafi eitthvað að segja þessi bikarhelgi.“
Handbolti Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Selfoss 32-32 | Jafnt í háspennuleik Selfyssingar mættu Gróttu í Hertz höllinni út á Seltjarnarnesi í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta sem hófst í kvöld. Lauk leiknum með jafntefli 32-32 í miklum marka leik. Leikurinn var jafn og spennandi allann tímann og kom loka mark leiksins þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir. 3. mars 2022 22:30 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Selfoss 32-32 | Jafnt í háspennuleik Selfyssingar mættu Gróttu í Hertz höllinni út á Seltjarnarnesi í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta sem hófst í kvöld. Lauk leiknum með jafntefli 32-32 í miklum marka leik. Leikurinn var jafn og spennandi allann tímann og kom loka mark leiksins þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir. 3. mars 2022 22:30
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn