Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en gestirnir í Aftureldingu voru þó skrefinu framar. Þeir náðu mest þriggja marka forskoti fyrir hlé, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 14-13, Aftureldingu í vil.
Víkingar náðu yfirhöndinni í síðari hálfleik og komust fljótt yfir. Þeir náðu þó aldrei meira en þriggja marka forskoti í stöðunni 19-16. Þeim tókst þó ekki að hrista gestina af sér og þegar um tvær mínútur voru til leiksloka var allt orðið jafnt á ný. Hvorugu liðinu tókst að stela sigrinum á lokametrunum og því varð niðurstaðan jafntefli, 25-25.
Jóhann Reynir Gunnlaugsson og Jóhannes Berg Andrason voru markahæsti í liði Víkinga með sex mörk hvor, en í liði Aftureldingar var Blær Hinriksson atkvæðamestur með átta mörk.
Víkingar sitja enn á botni deildarinnar með þrjú stig eftir 17 leiki, 14 stigum á eftir Aftureldingu sem situr í sjöunda sæti.