Rúnar Ingi: „Við munum ekki mæta í úrslitakeppnina saddar“ Atli Arason skrifar 3. mars 2022 07:00 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Vilhelm Njarðvík mætti í Dalhús í gær í stórleik umferðarinnar í Subway-deildinni þar sem liðið tapaði með fjórum stigum gegn Fjölni, 80-76. Tapið í gær skiptir litlu máli í stóra samhenginu að mati þjálfara liðsins, Rúnari Inga Erlingssyni. „Við erum enn þá á þessari vegferð að verða betri og læra hvað við þurfum að gera til þess að vinna sem flesta leiki. Núna förum við aftur í æfingasalinn, höldum áfram að gera hlutina af krafi og verðum enn þá meira tilbúnar fyrir svona átök í lok deildarkeppninnar og sérstaklega svo þegar þetta skiptir allt máli, í úrslitakeppninni,“ sagði Rúnar Ingi í viðtali við Vísi, áður en hann bætti við. „Ég sagði við stelpurnar inn í klefa eftir leik að þrátt fyrir að við hefðum unnið eða tapað með tveimur stigum, þá erum við á sama stað sem körfuboltalið og þurfum að horfa inn í framhaldið, bæði inn í undanúrslit í bikar og inn í úrslitakeppnina. Það eru ákveðnir þættir sem við getum gert betur í og að sama skapi höfum við bætt okkur helling í svo mörgu á þessu tímabili.“ Á svipuðum tíma í gær þá tapaði Keflavík gegn Haukum. Með tapi Keflavíkur var endanlega ljóst hvað fjögur lið munu fara inn í úrslitakeppnina. Haukar, Valur, Fjölnir og Njarðvík munu berjast um Íslandsmeistaratitillinn í vor. Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni þá settu Njarðvíkingar sér háleit markmið í upphafi tímabils. „Þegar við setjumst niður í haust sem lið þá var það okkar markmið að enda í efstu fjórum sætunum. Það má segja að við séum búnar að ná því markmiði eftir þessa umferð en auðvitað er það líka markmið hjá okkur að eflast sem körfuboltalið og læra af mistökum og verða betri sem einstaklingar og sem lið. Við erum enn þá á þeirri vegferð þó svo að þessum áfanga að komast í úrslitakeppni er náð.“ „Ég er alveg viss um að ég sé með leikmannahóp sem er langt frá því að vera saddur og þær vilja sýna sig og sanna. Okkur finnst við hafa fullt fram á að færa og við getum keppst við bestu lið landsins. Þannig er hugarfarið hjá okkur, við erum brjálaðar í hvert skipti sem við töpum körfuboltaleik og þannig vil ég að við séum. Við þurfum svo nýta reiðina til að vera fljótar að læra og geta nýtt hana í að bæta þá litlu hluti sem oft skilja á milli í þessari fallegu íþrótt.“ Eftir að hafa verið á toppi deildarinnar hefur Njarðvík tapað tveimur leikjum í röð, fjögurra stiga tap gegn Fjölni í gær og stórt 29 stiga tap gegn Haukum í leiknum þar á undan. Rúnar eru þó áfram jákvæður og getur séð birtuna í dimmum dal. „Ég hef oft séð góð lið taka dýfu fyrir úrslitakeppnina en svo snýst þetta bara um karakter. Hver ætlar að vera tilbúinn þegar þetta skiptir mestu máli. Ég skal frekar taka smá dýfu núna og koma tvíefldur til baka inn í úrslitakeppnina þegar sólin fer að skína.“ Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni þá eru Njarðvíkingar ekki að fara að mæta í úrslitakeppnina til að vera einhverskonar áhorfendur. „Yfirlýst markmið liðsins var að fara í úrslitakeppni. Auðvitað er það samt þannig að þegar þú ert búinn að sýna að þú getur unnið öll þessi bestu lið og við höfum unnið öll þessi lið sem verða í úrslitakeppninni, þá er af sjálfsögðu markmiðið að fara alla leið. Við munum ekki mæta í úrslitakeppnina saddar, að spila á stóra sviðinu bara til þess að horfa á stóru stelpurnar leika sér. Við mætum af sjálfsögðu á móti hvaða mótherja sem er tilbúnar í slaginn,“ svaraði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, aðspurður út í möguleika liðsins á Íslandsmeistaratitli. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
„Við erum enn þá á þessari vegferð að verða betri og læra hvað við þurfum að gera til þess að vinna sem flesta leiki. Núna förum við aftur í æfingasalinn, höldum áfram að gera hlutina af krafi og verðum enn þá meira tilbúnar fyrir svona átök í lok deildarkeppninnar og sérstaklega svo þegar þetta skiptir allt máli, í úrslitakeppninni,“ sagði Rúnar Ingi í viðtali við Vísi, áður en hann bætti við. „Ég sagði við stelpurnar inn í klefa eftir leik að þrátt fyrir að við hefðum unnið eða tapað með tveimur stigum, þá erum við á sama stað sem körfuboltalið og þurfum að horfa inn í framhaldið, bæði inn í undanúrslit í bikar og inn í úrslitakeppnina. Það eru ákveðnir þættir sem við getum gert betur í og að sama skapi höfum við bætt okkur helling í svo mörgu á þessu tímabili.“ Á svipuðum tíma í gær þá tapaði Keflavík gegn Haukum. Með tapi Keflavíkur var endanlega ljóst hvað fjögur lið munu fara inn í úrslitakeppnina. Haukar, Valur, Fjölnir og Njarðvík munu berjast um Íslandsmeistaratitillinn í vor. Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni þá settu Njarðvíkingar sér háleit markmið í upphafi tímabils. „Þegar við setjumst niður í haust sem lið þá var það okkar markmið að enda í efstu fjórum sætunum. Það má segja að við séum búnar að ná því markmiði eftir þessa umferð en auðvitað er það líka markmið hjá okkur að eflast sem körfuboltalið og læra af mistökum og verða betri sem einstaklingar og sem lið. Við erum enn þá á þeirri vegferð þó svo að þessum áfanga að komast í úrslitakeppni er náð.“ „Ég er alveg viss um að ég sé með leikmannahóp sem er langt frá því að vera saddur og þær vilja sýna sig og sanna. Okkur finnst við hafa fullt fram á að færa og við getum keppst við bestu lið landsins. Þannig er hugarfarið hjá okkur, við erum brjálaðar í hvert skipti sem við töpum körfuboltaleik og þannig vil ég að við séum. Við þurfum svo nýta reiðina til að vera fljótar að læra og geta nýtt hana í að bæta þá litlu hluti sem oft skilja á milli í þessari fallegu íþrótt.“ Eftir að hafa verið á toppi deildarinnar hefur Njarðvík tapað tveimur leikjum í röð, fjögurra stiga tap gegn Fjölni í gær og stórt 29 stiga tap gegn Haukum í leiknum þar á undan. Rúnar eru þó áfram jákvæður og getur séð birtuna í dimmum dal. „Ég hef oft séð góð lið taka dýfu fyrir úrslitakeppnina en svo snýst þetta bara um karakter. Hver ætlar að vera tilbúinn þegar þetta skiptir mestu máli. Ég skal frekar taka smá dýfu núna og koma tvíefldur til baka inn í úrslitakeppnina þegar sólin fer að skína.“ Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni þá eru Njarðvíkingar ekki að fara að mæta í úrslitakeppnina til að vera einhverskonar áhorfendur. „Yfirlýst markmið liðsins var að fara í úrslitakeppni. Auðvitað er það samt þannig að þegar þú ert búinn að sýna að þú getur unnið öll þessi bestu lið og við höfum unnið öll þessi lið sem verða í úrslitakeppninni, þá er af sjálfsögðu markmiðið að fara alla leið. Við munum ekki mæta í úrslitakeppnina saddar, að spila á stóra sviðinu bara til þess að horfa á stóru stelpurnar leika sér. Við mætum af sjálfsögðu á móti hvaða mótherja sem er tilbúnar í slaginn,“ svaraði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, aðspurður út í möguleika liðsins á Íslandsmeistaratitli.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira