Biden segir Pútín hafa hitt ofjarl sinni í úkraínsku þjóðinni Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2022 19:21 Íbúar Kænugarðs og fleiri borga í Úkraínu hafa þurfti að halda til í kjallurum og loftvarnabyrgjum tímunum saman á hverjum degi undanfarna viku vegna loftársa Rússa. AP/Vadim Ghirda Rússar hafa hert mjög loftárásir sínar á borgir víðs vegar um Úkraínu í dag og fullyrða að þeir hafi náð einni þeirra alfarið á sitt vald. Forseti Bandaríkjanna segir Rússa eiga eftir að finna fyrir afleiðingum innrásarinnar á stöðu sína um langa framtíð. Talið er að um tvö þúsund óbreyttir borgarar hafi fallið frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu. Harðir bardagar standa yfir við og í borginni Kharkiv skammt frá landamærunum í norðaustur Úkraínu. Rússar skutu flugskeytum að Frelsistorginu í miðborginni í gær þar sem fjöldi óbreyttra borgara féll og miklar skemmdir urðu á stjórnarbyggingum og fleiri byggingum eins og óperuhúsinu. Grafík/Ragnar Visage Hart er einnig barist við hafnarborgina Mariupol norðaustur af Krímsskaga við Svartahaf þar sem Rússar segjast hafa náð höfninni og lestarstöðinni á sitt valda en heimamenn verjast af hörku. Þá hefur fjöldi manns fallið í borginni Khankiv þar sem rússneskir fallhlífarhermenn lentu í nótt eftir stöðugar loftárásir á borgina. Volodymyr Zelenskyy forseti segir Rússa hafa farmið stríðsglæpi víðs vegar í Úkraínu með árásum sínum. Þá fordæmir hann misheppnaða eldflaugaárás á sjónvarps- og fjarskiptaturn Kænugarðs í gær en flugskeyti lentu á minnismerki um þá hundruð þúsunda úkraínskra gyðinga sem myrtir voru af nasistum í helförinni. Forseti Úkraínu segir Rússa seka um stríðsglæpi.AP/forsetaembætti Úkraínu „Þetta er án allrar mannúðar. Slíkar eldflaugaárásir sýna að fyrir marga Rússa er Kíev algerlega framandi. Þeir vita ekkert um höfuðborgina okkar, um sögu hennar. Þeir hafa fyrirskipanir um að þurrka út sögu okkar, landið okkar og okkur öll," sagði Zelensky í ávarpi til þjóðarinnar í dag. Sá fáheyrði atburður átti sér stað á breska þinginu í dag að allir þingmenn sem einn fögnuðu sendiherra Úkraínu sem fylgdist með þingfundi innilega. Boris Johnson forsætisráðherra tekur undir áskanir Úkraínuforseta um að Rússar hafi framið stríðsglæpi með árásum sínum. Breskir þingmenn risu allir sem einn úr sætum og klöppuðu fyrir Vadym Prystaiko sendiherra Úkraínu þegar hann fylgdist með þingfundi í dag. En alla jafna er ekki klappað í breska þinginu.AP/Jessica Taylor breska þinginu „Það sem við höfum nú þegar séð frá stjórn Vladimírs Pútíns, hvað varðar notkun hergagna gegn saklausum borgurum, telst nú þegar stríðslæpur. Ég veit að saksóknari alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins hefur þegar hafið rannsókn. Ég er viss um að allt þingið styður það,“ sagði Johnson við góðar undirtektir þingmanna. Rússneskar árásarþyrlur sjást víða á flugi til stuðnings herflutningabílum, skriðdrekum og flugskeytaskotpöllum Rússa á jörðu niðri. Gríðarlega löng lest hernaðartækja hefur færst nær höfuðborginni Kænugarði en hermenn hafa enn ekki ráðist þar inn. Stórskotum og eldflaugum er þó skotið að borginni. Joe Biden forseti Bandaríkjanna sagði í fyrstu stefnuræðu sinni (State of the Union) á bandaríska þinginu í gærkvöldi að Putin og Rússar ættu eftir að finna lengi fyrir afleiðingum innrásar sinnar í Úkraínu. Hann greindi frá því að Bandaríkin hefðu eins og mörg Evrópuríki bannað rússnesk loftför í lofthelgi sinni.AP/Shawn Thew Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni, State of the Union, á Bandaríkjaþingi í gærkvöldi, að Putin væri ekki búinn að bíta úr nálinni með afleiðingar innrásarinnar. „Hann hélt að hann gæti vaðið inn í Úkraínu og að heimurinn myndi leggjast flatur. Í staðinn mætti honum sterkur múr sem hann sá ekki fyrir eða gat ímyndað sér. Hann mætti úkraínsku þjóðinni," sagði Biden við mikinn fögnuð þingmanna og annarra gesta við athöfnuna. Bandaríkjaforseti greindi jafnframt frá því að Bandaríkjamenn hefðu fylgt bandamönnum í Evrópu og lokað fluglögsögu sinni fyrir Rússneskum loftförum. Hann sagði Putin og Rússa almennt eiga eftir að finna fyrir afleiðingum aðgerða vestrænna ríkja um langa framtíð. Klippa: Biden segir Pútín hafa hitt ofjarl sinni í úkraínsku þjóðinni Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Joe Biden Bandaríkin Úkraína Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn fyrir móttöku flóttafólks Flóttamannanefnd fundaði nú síðdegis og lauk löngum fundi nú á fimmta tímanum. Formaður nefndarinnar segir alveg ljóst að íslensk stjórnvöld muni taka á móti flóttafólki frá Úkraínu eins og önnur Evrópuríki hafa verið að gera. 2. mars 2022 16:57 Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31 Erlendum ríkisborgurum meinað að flýja Úkraínu Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega af afrískum uppruna, hafa lent í miklum vandræðum við að flýja Úkraínu. Margir þeirra segja að þeim hafi verið vísað úr lestum og þeim meinaður aðgangur að almenningssamgöngum á leið úr landinu. 2. mars 2022 14:09 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Sjá meira
Harðir bardagar standa yfir við og í borginni Kharkiv skammt frá landamærunum í norðaustur Úkraínu. Rússar skutu flugskeytum að Frelsistorginu í miðborginni í gær þar sem fjöldi óbreyttra borgara féll og miklar skemmdir urðu á stjórnarbyggingum og fleiri byggingum eins og óperuhúsinu. Grafík/Ragnar Visage Hart er einnig barist við hafnarborgina Mariupol norðaustur af Krímsskaga við Svartahaf þar sem Rússar segjast hafa náð höfninni og lestarstöðinni á sitt valda en heimamenn verjast af hörku. Þá hefur fjöldi manns fallið í borginni Khankiv þar sem rússneskir fallhlífarhermenn lentu í nótt eftir stöðugar loftárásir á borgina. Volodymyr Zelenskyy forseti segir Rússa hafa farmið stríðsglæpi víðs vegar í Úkraínu með árásum sínum. Þá fordæmir hann misheppnaða eldflaugaárás á sjónvarps- og fjarskiptaturn Kænugarðs í gær en flugskeyti lentu á minnismerki um þá hundruð þúsunda úkraínskra gyðinga sem myrtir voru af nasistum í helförinni. Forseti Úkraínu segir Rússa seka um stríðsglæpi.AP/forsetaembætti Úkraínu „Þetta er án allrar mannúðar. Slíkar eldflaugaárásir sýna að fyrir marga Rússa er Kíev algerlega framandi. Þeir vita ekkert um höfuðborgina okkar, um sögu hennar. Þeir hafa fyrirskipanir um að þurrka út sögu okkar, landið okkar og okkur öll," sagði Zelensky í ávarpi til þjóðarinnar í dag. Sá fáheyrði atburður átti sér stað á breska þinginu í dag að allir þingmenn sem einn fögnuðu sendiherra Úkraínu sem fylgdist með þingfundi innilega. Boris Johnson forsætisráðherra tekur undir áskanir Úkraínuforseta um að Rússar hafi framið stríðsglæpi með árásum sínum. Breskir þingmenn risu allir sem einn úr sætum og klöppuðu fyrir Vadym Prystaiko sendiherra Úkraínu þegar hann fylgdist með þingfundi í dag. En alla jafna er ekki klappað í breska þinginu.AP/Jessica Taylor breska þinginu „Það sem við höfum nú þegar séð frá stjórn Vladimírs Pútíns, hvað varðar notkun hergagna gegn saklausum borgurum, telst nú þegar stríðslæpur. Ég veit að saksóknari alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins hefur þegar hafið rannsókn. Ég er viss um að allt þingið styður það,“ sagði Johnson við góðar undirtektir þingmanna. Rússneskar árásarþyrlur sjást víða á flugi til stuðnings herflutningabílum, skriðdrekum og flugskeytaskotpöllum Rússa á jörðu niðri. Gríðarlega löng lest hernaðartækja hefur færst nær höfuðborginni Kænugarði en hermenn hafa enn ekki ráðist þar inn. Stórskotum og eldflaugum er þó skotið að borginni. Joe Biden forseti Bandaríkjanna sagði í fyrstu stefnuræðu sinni (State of the Union) á bandaríska þinginu í gærkvöldi að Putin og Rússar ættu eftir að finna lengi fyrir afleiðingum innrásar sinnar í Úkraínu. Hann greindi frá því að Bandaríkin hefðu eins og mörg Evrópuríki bannað rússnesk loftför í lofthelgi sinni.AP/Shawn Thew Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni, State of the Union, á Bandaríkjaþingi í gærkvöldi, að Putin væri ekki búinn að bíta úr nálinni með afleiðingar innrásarinnar. „Hann hélt að hann gæti vaðið inn í Úkraínu og að heimurinn myndi leggjast flatur. Í staðinn mætti honum sterkur múr sem hann sá ekki fyrir eða gat ímyndað sér. Hann mætti úkraínsku þjóðinni," sagði Biden við mikinn fögnuð þingmanna og annarra gesta við athöfnuna. Bandaríkjaforseti greindi jafnframt frá því að Bandaríkjamenn hefðu fylgt bandamönnum í Evrópu og lokað fluglögsögu sinni fyrir Rússneskum loftförum. Hann sagði Putin og Rússa almennt eiga eftir að finna fyrir afleiðingum aðgerða vestrænna ríkja um langa framtíð. Klippa: Biden segir Pútín hafa hitt ofjarl sinni í úkraínsku þjóðinni
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Joe Biden Bandaríkin Úkraína Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn fyrir móttöku flóttafólks Flóttamannanefnd fundaði nú síðdegis og lauk löngum fundi nú á fimmta tímanum. Formaður nefndarinnar segir alveg ljóst að íslensk stjórnvöld muni taka á móti flóttafólki frá Úkraínu eins og önnur Evrópuríki hafa verið að gera. 2. mars 2022 16:57 Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31 Erlendum ríkisborgurum meinað að flýja Úkraínu Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega af afrískum uppruna, hafa lent í miklum vandræðum við að flýja Úkraínu. Margir þeirra segja að þeim hafi verið vísað úr lestum og þeim meinaður aðgangur að almenningssamgöngum á leið úr landinu. 2. mars 2022 14:09 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Sjá meira
Undirbúningur hafinn fyrir móttöku flóttafólks Flóttamannanefnd fundaði nú síðdegis og lauk löngum fundi nú á fimmta tímanum. Formaður nefndarinnar segir alveg ljóst að íslensk stjórnvöld muni taka á móti flóttafólki frá Úkraínu eins og önnur Evrópuríki hafa verið að gera. 2. mars 2022 16:57
Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31
Erlendum ríkisborgurum meinað að flýja Úkraínu Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega af afrískum uppruna, hafa lent í miklum vandræðum við að flýja Úkraínu. Margir þeirra segja að þeim hafi verið vísað úr lestum og þeim meinaður aðgangur að almenningssamgöngum á leið úr landinu. 2. mars 2022 14:09