Kapphlaupið um milljónirnar í Garðabæ Ingvar Arnarson skrifar 2. mars 2022 18:00 Við Garðbæingar höfum komist í heimsfréttirnar á þessu kjörtímabili. Það var fyrir ekkert minna en að vera með hæstlaunaðasta bæjastjórann þó víða væri leitað, hærri laun en borgarstjórar New York og London. Allt er þetta að sjálfsögðu borgað af okkur bæjarbúum og hefur verið réttlætt með tali um ábyrgð og samkeppnishæfni. Fyrir mér eru þetta allt of háar upphæðir og í raun sjálftaka. Þarna hafa flokksmenn meirihlutans séð um að vernda sjálftökuna. Rétt er að minna á tillögur okkar Garðabæjarlistans við ráðningu bæjarstjóra, við lögðum til að launin yrðu lægri og að bæjarstjóri á svona háum launum gæti vel séð um að koma sér til og frá vinnu á eigin kostnað. Þessum tillögum var hafnað og ofan á ofurlaunin var bæjarstjóra úthlutað eitt stykki Land Cruiser sem rekinn er á kostnað bæjarbúa. Kostnaður við eitt stykki bæjarstjóra á þessu kjörtímabili er farinn að nálgast 150 milljónir. Nú er áhugavert að fylgjast með framboðum í prófkjöri meirihlutans. Þar lofar fólk öllu fögru og er jafnvel farið að tala um húsnæði fyrir alla, íbúalýðræði, lækka álögur á barnafjölskyldur og jafnvel að tryggja uppbyggingu grunn- og leikskóla í takt við íbúaþróun. Lítið hefur nú gerst í þessum málum en munum að orð eru til alls fyrst. Það sem er líka mjög áhugavert að sjá er að sumir aðdáendur frambjóðenda eru farnir að deila út áróðri undir orðunum „bæjarstjórinn minn“ einnig hafa frambjóðendur verið í fjölmiðlum undir þeim orðum að vera næsti bæjarstjóri Garðabæjar. Að mínu mati lýsir þetta í raun þeirri hegðun sem hefur verið við höfð af meirihlutanum, ég á þetta og ég má þetta. Samkvæmt þessu fólki verður það ákveðið í prófkjöri meirihlutans hver verður bæjarstjóri. Vil ég gjarnan minna á að það á eftir að kjósa og ný bæjarstjórn á eftir að eiga samtal um hvað sé vænlegast að gera varðandi ráðningu bæjarstjóra. Að mínu mati er löngu kominn tími á að ráða faglegan framkvæmdastjóra Garðabæjar, en ekki pólitískan bæjarstjóra á ofurlaunum. Með faglegri ráðningu er hægt að fá aðila sem hefur þekkingu og reynslu af rekstri og þannig lagt grunninn að niðurgreiðslu skulda, en skuldir Garðabæjar hafa aukist gífurlega á þessu kjörtímabili, þrátt fyrir að hafa sparað stórar fjárhæðir með því að taka lítin þátt í uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Skuldahlutfallið hefur farið á kjörtímabilinu úr 85% í 117%. Við í Garðabæjarlistanum munum halda áfram að standa vaktina og berjast fyrir því að Garðabær verði í fremstu röð. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Ingvar Arnarson Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Við Garðbæingar höfum komist í heimsfréttirnar á þessu kjörtímabili. Það var fyrir ekkert minna en að vera með hæstlaunaðasta bæjastjórann þó víða væri leitað, hærri laun en borgarstjórar New York og London. Allt er þetta að sjálfsögðu borgað af okkur bæjarbúum og hefur verið réttlætt með tali um ábyrgð og samkeppnishæfni. Fyrir mér eru þetta allt of háar upphæðir og í raun sjálftaka. Þarna hafa flokksmenn meirihlutans séð um að vernda sjálftökuna. Rétt er að minna á tillögur okkar Garðabæjarlistans við ráðningu bæjarstjóra, við lögðum til að launin yrðu lægri og að bæjarstjóri á svona háum launum gæti vel séð um að koma sér til og frá vinnu á eigin kostnað. Þessum tillögum var hafnað og ofan á ofurlaunin var bæjarstjóra úthlutað eitt stykki Land Cruiser sem rekinn er á kostnað bæjarbúa. Kostnaður við eitt stykki bæjarstjóra á þessu kjörtímabili er farinn að nálgast 150 milljónir. Nú er áhugavert að fylgjast með framboðum í prófkjöri meirihlutans. Þar lofar fólk öllu fögru og er jafnvel farið að tala um húsnæði fyrir alla, íbúalýðræði, lækka álögur á barnafjölskyldur og jafnvel að tryggja uppbyggingu grunn- og leikskóla í takt við íbúaþróun. Lítið hefur nú gerst í þessum málum en munum að orð eru til alls fyrst. Það sem er líka mjög áhugavert að sjá er að sumir aðdáendur frambjóðenda eru farnir að deila út áróðri undir orðunum „bæjarstjórinn minn“ einnig hafa frambjóðendur verið í fjölmiðlum undir þeim orðum að vera næsti bæjarstjóri Garðabæjar. Að mínu mati lýsir þetta í raun þeirri hegðun sem hefur verið við höfð af meirihlutanum, ég á þetta og ég má þetta. Samkvæmt þessu fólki verður það ákveðið í prófkjöri meirihlutans hver verður bæjarstjóri. Vil ég gjarnan minna á að það á eftir að kjósa og ný bæjarstjórn á eftir að eiga samtal um hvað sé vænlegast að gera varðandi ráðningu bæjarstjóra. Að mínu mati er löngu kominn tími á að ráða faglegan framkvæmdastjóra Garðabæjar, en ekki pólitískan bæjarstjóra á ofurlaunum. Með faglegri ráðningu er hægt að fá aðila sem hefur þekkingu og reynslu af rekstri og þannig lagt grunninn að niðurgreiðslu skulda, en skuldir Garðabæjar hafa aukist gífurlega á þessu kjörtímabili, þrátt fyrir að hafa sparað stórar fjárhæðir með því að taka lítin þátt í uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Skuldahlutfallið hefur farið á kjörtímabilinu úr 85% í 117%. Við í Garðabæjarlistanum munum halda áfram að standa vaktina og berjast fyrir því að Garðabær verði í fremstu röð. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun