Feginn að vera á Ítalíu en með áhyggjur af vinum og liðsfélögum Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2022 09:00 Arnór Sigurðsson á ferðinni í landsleik gegn Liechtenstein á síðasta ári. Getty „Þetta er fyrst og fremst ömurlegt eins og ég reikna með að langflestir séu sammála um,“ segir Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, um stríðið í Úkraínu. Arnór er samningsbundinn CSKA Moskvu og viðurkennir að miðað við núverandi ástand sé ekki góð tilhugsun að snúa aftur til Rússlands í sumar. Arnór hefur verið að láni hjá Venezia á Ítalíu í vetur eftir að hafa búið í þrjú ár í Moskvu. Þessi 22 ára Skagamaður hefur því fylgst vel með fréttum af innrás Rússa í Úkraínu og stöðunni hjá sínu fólki í Moskvu sem farið er að finna fyrir ýmsum afleiðingum stríðs sem það sjálft harmar. „Þetta er ömurlegt og farið að hafa þvílík áhrif síðustu daga á allt, og bitnar á svo mörgu fólki sem á það engan veginn skilið. Ég þekki mikið af fólki í Moskvu og hef verið í sambandi við það, og sérstaklega Hörð Björgvin [Magnússon, sem spilar með CSKA]. Ég veit að ættingjar og vinir eru ánægðir með að ég sé á Ítalíu en ekki Moskvu eins og staðan er í dag,“ segir Arnór. Arnór á að baki þrjár leiktíðir með CSKA Moskvu og hefur áhyggjur af félögum sínum í liðinu, þar á meðal Herði Björgvini Magnússyni sem einnig er liðsfélagi Arnórs í íslenska landsliðinu.Getty/David S. Bustamante Venjulegir hlutir ekki lengur í boði í Moskvu „Í Moskvu eru náttúrulega mótmæli gegn stríðinu. Þar eru menn farnir að finna þvílíkt fyrir því að það er verið að loka á allt. Ég reyndi til dæmis að hringja í Hörð Björgvin á Messenger en hann fékk mig bara á Whatsapp því það er bara verið að loka á Messenger. Ég held að maður átti sig kannski ekki á því hvernig svona „basic“ hlutir eru allt í einu ekki í boði lengur þarna. Bankarnir og allt þetta praktíska er hætt að virka sem skyldi og það lamar bara þjóðina. Ég finn aðeins fyrir þessu enda með rússneskt kort sem búið er að loka á. Sem betur fer var ég búinn að færa mína peninga en margt fólk var með háar fjárhæðir á sínum reikningum í Rússlandi og er ekki í góðum málum núna þegar rúblan er að hrynja,“ segir Arnór. Á leið til Rússlands í sumar að óbreyttu En eru félagar hans og vinir í Moskvu ekki óttaslegnir, sem og hann sjálfur? „Það er aðallega óvissa hjá fólki en það væri auðvitað óeðlilegt ef menn væru ekki aðeins stressaðir og það er ekki þægileg staða að vera þarna. Þegar ástandið er svona þá er maður auðvitað ánægður að vera frekar á Ítalíu enda líður mér mjög vel hérna og hér er gott að búa. En á sama tíma hefur maður áhyggjur af vinum sínum og liðsfélögum. Vonandi fer þetta á sem bestan veg.“ Samkvæmt samningi Arnórs við CSKA ætti hann að snúa aftur til Moskvu í sumar, að loknu tímabilinu á Ítalíu og stuttu sumarfríi. Arnór tekur undir að það sé óþægileg tilhugsun miðað við núverandi stöðu: „Það getur enginn sagt til um hvernig þetta verður eftir 4-5 mánuði en ef að ég væri að fara á morgun þá væri það ekkert góð tilhugsun Ég framlengdi samninginn um eitt ár í viðbót áður en ég fór á lán og síðan verður maður bara að taka stöðuna í sumar, og sjá hvort ástandið hefur eitthvað lagast. Ég er náttúrulega samningsbundinn CSKA þannig að eins og staðan er í dag fer ég þangað aftur í sumar.“ Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Rússneski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Arnór hefur verið að láni hjá Venezia á Ítalíu í vetur eftir að hafa búið í þrjú ár í Moskvu. Þessi 22 ára Skagamaður hefur því fylgst vel með fréttum af innrás Rússa í Úkraínu og stöðunni hjá sínu fólki í Moskvu sem farið er að finna fyrir ýmsum afleiðingum stríðs sem það sjálft harmar. „Þetta er ömurlegt og farið að hafa þvílík áhrif síðustu daga á allt, og bitnar á svo mörgu fólki sem á það engan veginn skilið. Ég þekki mikið af fólki í Moskvu og hef verið í sambandi við það, og sérstaklega Hörð Björgvin [Magnússon, sem spilar með CSKA]. Ég veit að ættingjar og vinir eru ánægðir með að ég sé á Ítalíu en ekki Moskvu eins og staðan er í dag,“ segir Arnór. Arnór á að baki þrjár leiktíðir með CSKA Moskvu og hefur áhyggjur af félögum sínum í liðinu, þar á meðal Herði Björgvini Magnússyni sem einnig er liðsfélagi Arnórs í íslenska landsliðinu.Getty/David S. Bustamante Venjulegir hlutir ekki lengur í boði í Moskvu „Í Moskvu eru náttúrulega mótmæli gegn stríðinu. Þar eru menn farnir að finna þvílíkt fyrir því að það er verið að loka á allt. Ég reyndi til dæmis að hringja í Hörð Björgvin á Messenger en hann fékk mig bara á Whatsapp því það er bara verið að loka á Messenger. Ég held að maður átti sig kannski ekki á því hvernig svona „basic“ hlutir eru allt í einu ekki í boði lengur þarna. Bankarnir og allt þetta praktíska er hætt að virka sem skyldi og það lamar bara þjóðina. Ég finn aðeins fyrir þessu enda með rússneskt kort sem búið er að loka á. Sem betur fer var ég búinn að færa mína peninga en margt fólk var með háar fjárhæðir á sínum reikningum í Rússlandi og er ekki í góðum málum núna þegar rúblan er að hrynja,“ segir Arnór. Á leið til Rússlands í sumar að óbreyttu En eru félagar hans og vinir í Moskvu ekki óttaslegnir, sem og hann sjálfur? „Það er aðallega óvissa hjá fólki en það væri auðvitað óeðlilegt ef menn væru ekki aðeins stressaðir og það er ekki þægileg staða að vera þarna. Þegar ástandið er svona þá er maður auðvitað ánægður að vera frekar á Ítalíu enda líður mér mjög vel hérna og hér er gott að búa. En á sama tíma hefur maður áhyggjur af vinum sínum og liðsfélögum. Vonandi fer þetta á sem bestan veg.“ Samkvæmt samningi Arnórs við CSKA ætti hann að snúa aftur til Moskvu í sumar, að loknu tímabilinu á Ítalíu og stuttu sumarfríi. Arnór tekur undir að það sé óþægileg tilhugsun miðað við núverandi stöðu: „Það getur enginn sagt til um hvernig þetta verður eftir 4-5 mánuði en ef að ég væri að fara á morgun þá væri það ekkert góð tilhugsun Ég framlengdi samninginn um eitt ár í viðbót áður en ég fór á lán og síðan verður maður bara að taka stöðuna í sumar, og sjá hvort ástandið hefur eitthvað lagast. Ég er náttúrulega samningsbundinn CSKA þannig að eins og staðan er í dag fer ég þangað aftur í sumar.“
Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Rússneski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira