Ósanngjarnt að ógreindir fái ekki þjónustu við hæfi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. mars 2022 13:16 Hans Tómas Björnsson læknir er gestur í nýasta þættinum af Spjallið með Góðvild. Hann segir að það vanti fleira fólk í erfðafræði hér á landi. Mission framleiðsla „Gallinn á Íslandi er smæðin okkar,“ segir Hans Tómas Björnsson yfirlæknir í klínískri erfðafræði á Landspítalanum. Hann segir að erlendis sé auðvelt að búa til göngudeildir fyrir ákveðna sjúkdóma eða sjúkdómahópa. Hans segir mikilvægt að sjúklingar og fjölskylda þeirra viti hvert skuli leita. „Ég held að það sé ekkert vit í því, ef þú ert með flókinn sjaldgæfan sjúkdóm, að þú leitir á bráðamóttöku eða eitthvað. Það er kannski ekki besta þjónustan.“ Gjá við 18 ára aldur Hans Tómas var gestur í nýjsta þættinum af Spjallið með Góðvild sem kom út í dag. Þáttinn má finna neðst í fréttinni. „Það þarf að vera eitthvað batterí sem getur stutt fólk,“ segir Hans Tómas meðal annars í viðtalinu. Hann segir að Miðstöð sjaldgæfra sjúkdóma gæti virkað vel hér á landi en þurfi þá fjármagn til þess að geta sinnt hlutverki sínu. Öll hin Norðurlöndin séu nú með slíka miðstöð. „Auðvitað þurfum við að fá einhvern samhljóm á Íslandi. Það eru margir staðir sem styðja við sjaldgæfa sjúkdóma hér á landi.“ Hann segir að þó myndist gjá þegar einstaklingar verða 18 ára. „Getum við byggt betri brýr?“ spyr Hans Tómas. Hann segir að allir aðilar þurfi þá að koma að borðinu. Hans Tómas tekur við verðlaunum fyrir rannsóknirnar hjá Harvard.Aðsent Mikilvægt að fá rétta greiningu Hann segir að stórkostlegar framfarir hafi verið í erfðafræði síðustu árin og enn meiri verði á næstu árum. Að hans mati er líka nauðsynlegt að einstaklingar fái rétta þjónustu þó að greiningin sé ekki komin eða veikindin hafi ekki ákveðið nafn. Hann segir líka mikilvægt að lýsa nýjum sjúkdómum innan erfðafræðinar. Eitt heilkenni sem hann náði að lýsa í starfi sínu í Bandaríkjunum var skýrt í höfuðið á honum. „Það er ofboðslega mikið gagn fyrir fólk að fá nafn,“ segir Hans Tómas um mikilvægi þess að fólk fái rétta greiningu. Hann telur að um 20 til 30 einstaklingar í heiminum séu nú greindir með Pilarowski-Björnsson heilkennið. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi tvisvar í mánuði en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Spjallið með Góðvild Tengdar fréttir Sýnishorn úr heimildarmyndinni Einstakt ferðalag Í dag 28. febrúar er alþjóðadagur sjaldgæfra sjúkdóma og af því tilefni gefur Góðvild styrktarsjóður og Mission framleiðsla út stiklu úr heimildarmyndinni Einstakt ferðalag. 28. febrúar 2022 14:03 Gefa þau skilaboð að hreyfihamlaðir eigi bara að vera á gömlum bílum „Að mínu mati þarf að taka það kerfi alveg í gegn frá A til Ö, það er bara spurning hver vill taka þann bolta,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar um bifreiðastyrki, til dæmis fyrir einstaklinga sem þurfa að nota hjólastól. 16. febrúar 2022 18:00 Góðvild gaf Barnaspítala Hringsins tíu nýja hjólastóla Góðvild styktarsjóður, sem vinnur fyrir langveik börn og börn með fötlun, afhenti í dag Barnaspítala Hringsins tíu nýja hjólastóla. Mikil þörf var fyrir fleiri barnahjólastóla. 9. febrúar 2022 18:01 „Kennarar þurfa fleiri sérfræðinga inn í kennslustofuna“ „Mér leið alltaf vel í grunnskóla, leið alltaf vel í skólanum og fannst kennarastarfið vera merkilegasta og mikilvægasta starf í heimi og stefndi alltaf á að verða kennari,“ segir Kolbrún G. Þorsteinsdóttir kennari og lýðheilsufræðingur. 3. febrúar 2022 15:35 Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Hans segir mikilvægt að sjúklingar og fjölskylda þeirra viti hvert skuli leita. „Ég held að það sé ekkert vit í því, ef þú ert með flókinn sjaldgæfan sjúkdóm, að þú leitir á bráðamóttöku eða eitthvað. Það er kannski ekki besta þjónustan.“ Gjá við 18 ára aldur Hans Tómas var gestur í nýjsta þættinum af Spjallið með Góðvild sem kom út í dag. Þáttinn má finna neðst í fréttinni. „Það þarf að vera eitthvað batterí sem getur stutt fólk,“ segir Hans Tómas meðal annars í viðtalinu. Hann segir að Miðstöð sjaldgæfra sjúkdóma gæti virkað vel hér á landi en þurfi þá fjármagn til þess að geta sinnt hlutverki sínu. Öll hin Norðurlöndin séu nú með slíka miðstöð. „Auðvitað þurfum við að fá einhvern samhljóm á Íslandi. Það eru margir staðir sem styðja við sjaldgæfa sjúkdóma hér á landi.“ Hann segir að þó myndist gjá þegar einstaklingar verða 18 ára. „Getum við byggt betri brýr?“ spyr Hans Tómas. Hann segir að allir aðilar þurfi þá að koma að borðinu. Hans Tómas tekur við verðlaunum fyrir rannsóknirnar hjá Harvard.Aðsent Mikilvægt að fá rétta greiningu Hann segir að stórkostlegar framfarir hafi verið í erfðafræði síðustu árin og enn meiri verði á næstu árum. Að hans mati er líka nauðsynlegt að einstaklingar fái rétta þjónustu þó að greiningin sé ekki komin eða veikindin hafi ekki ákveðið nafn. Hann segir líka mikilvægt að lýsa nýjum sjúkdómum innan erfðafræðinar. Eitt heilkenni sem hann náði að lýsa í starfi sínu í Bandaríkjunum var skýrt í höfuðið á honum. „Það er ofboðslega mikið gagn fyrir fólk að fá nafn,“ segir Hans Tómas um mikilvægi þess að fólk fái rétta greiningu. Hann telur að um 20 til 30 einstaklingar í heiminum séu nú greindir með Pilarowski-Björnsson heilkennið. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi tvisvar í mánuði en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi tvisvar í mánuði en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Spjallið með Góðvild Tengdar fréttir Sýnishorn úr heimildarmyndinni Einstakt ferðalag Í dag 28. febrúar er alþjóðadagur sjaldgæfra sjúkdóma og af því tilefni gefur Góðvild styrktarsjóður og Mission framleiðsla út stiklu úr heimildarmyndinni Einstakt ferðalag. 28. febrúar 2022 14:03 Gefa þau skilaboð að hreyfihamlaðir eigi bara að vera á gömlum bílum „Að mínu mati þarf að taka það kerfi alveg í gegn frá A til Ö, það er bara spurning hver vill taka þann bolta,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar um bifreiðastyrki, til dæmis fyrir einstaklinga sem þurfa að nota hjólastól. 16. febrúar 2022 18:00 Góðvild gaf Barnaspítala Hringsins tíu nýja hjólastóla Góðvild styktarsjóður, sem vinnur fyrir langveik börn og börn með fötlun, afhenti í dag Barnaspítala Hringsins tíu nýja hjólastóla. Mikil þörf var fyrir fleiri barnahjólastóla. 9. febrúar 2022 18:01 „Kennarar þurfa fleiri sérfræðinga inn í kennslustofuna“ „Mér leið alltaf vel í grunnskóla, leið alltaf vel í skólanum og fannst kennarastarfið vera merkilegasta og mikilvægasta starf í heimi og stefndi alltaf á að verða kennari,“ segir Kolbrún G. Þorsteinsdóttir kennari og lýðheilsufræðingur. 3. febrúar 2022 15:35 Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Sýnishorn úr heimildarmyndinni Einstakt ferðalag Í dag 28. febrúar er alþjóðadagur sjaldgæfra sjúkdóma og af því tilefni gefur Góðvild styrktarsjóður og Mission framleiðsla út stiklu úr heimildarmyndinni Einstakt ferðalag. 28. febrúar 2022 14:03
Gefa þau skilaboð að hreyfihamlaðir eigi bara að vera á gömlum bílum „Að mínu mati þarf að taka það kerfi alveg í gegn frá A til Ö, það er bara spurning hver vill taka þann bolta,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar um bifreiðastyrki, til dæmis fyrir einstaklinga sem þurfa að nota hjólastól. 16. febrúar 2022 18:00
Góðvild gaf Barnaspítala Hringsins tíu nýja hjólastóla Góðvild styktarsjóður, sem vinnur fyrir langveik börn og börn með fötlun, afhenti í dag Barnaspítala Hringsins tíu nýja hjólastóla. Mikil þörf var fyrir fleiri barnahjólastóla. 9. febrúar 2022 18:01
„Kennarar þurfa fleiri sérfræðinga inn í kennslustofuna“ „Mér leið alltaf vel í grunnskóla, leið alltaf vel í skólanum og fannst kennarastarfið vera merkilegasta og mikilvægasta starf í heimi og stefndi alltaf á að verða kennari,“ segir Kolbrún G. Þorsteinsdóttir kennari og lýðheilsufræðingur. 3. febrúar 2022 15:35