Selenskí segir árásina á ráðhúsið í Karkív vera hryðjuverk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2022 11:57 Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu segir árásina á Karkív hafa verið hryðjuverkaárás. Skjáskot Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að eldflaugaárásin á ráðhúsið í Karkív í morgun sé hryðjuverk. Í nýju ávarpi segir forsetinn að Rússar ætli sér að nota slík ódæði til að draga úr baráttuanda Úkraínumanna. „Markmið hryðjuverkanna er að brjóta okkur á bak aftur,“ segir Selenskí í ávarpinu sem hann birti á Telegram. Þar segir hann jafnframt að Kænugarður og Karkív séu helstu skotmörk Rússa. „Eldflaugaárás á Karkív. Á stærsta torgið í Evrópu. Frelsistorgið. Tugir fórnarlamba. Þetta er kostnaður frelsis,“ segir Selenskí í ávarpinu. 🇺🇦Kharkiv central square now.“Whoever rallied for the Russian World on this square - is this what you wanted? We warned you, it’s a bad idea” pic.twitter.com/qJQlBFTNPy— Illia Ponomarenko (@IAPonomarenko) March 1, 2022 Hann segir að eftir eldflaugaárásina á Karkív, sem skotið var frá rússnesku borginni Belgorod hafi allt breyst. Áður hafi borgirnar verið systurborgir, fólkið þar litið á hvort annað sem frændur og landamærin aðeins verið á korti, ekki í hugum fólks. Footage shows reported shelling in Kharkiv, Ukraine’s second-largest city.A missile struck in front of a government building, and Ukraine says Russian forces bombed residential areas https://t.co/O5feUwlsi9 pic.twitter.com/JShvZ4q76L— Bloomberg Quicktake (@Quicktake) March 1, 2022 „Þetta er hryðjuverkaárás á borgina, það var ekkert hernaðarlegt skotmark á torginu, alveg eins og í íbúahverfunum í Karkív sem hafa orðið fyrir eldflaugum Rússa. Eldflaugin, sem beint var að torginu er ekkert nema hryðjuverk. Enginn mun fyrirgefa, enginn mun gleyma.“ Hann segir árásina stríðsglæp. „Rússland stendur að baki þessari hryðjuverkaárás, eftir allt saman er Rússland hryðjuverkaríki. Greinilega. Við köllum eftir því að ríki heims lýsi því yfir að Rússland hafi framið hryðjuverk. Við köllum eftir því að hryðjuverkamennirnir verði dregnir fyrir alþjóðlega dómstóla,“ segir Selenskí. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Búa til bensínsprengjur og smyrja brauð Íslendingur í Kænugarði segir það hafa verið magnað að fylgjast með samstöðu Úkraínumanna á síðustu dögum. Hann heimsótti sjálfboðaliða í borginni í gær sem elda mat ofan úkraínska hermenn í fremstu víglínu. 1. mars 2022 11:20 Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur heldur betur verið milli tannanna á fólki undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. 1. mars 2022 11:10 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
„Markmið hryðjuverkanna er að brjóta okkur á bak aftur,“ segir Selenskí í ávarpinu sem hann birti á Telegram. Þar segir hann jafnframt að Kænugarður og Karkív séu helstu skotmörk Rússa. „Eldflaugaárás á Karkív. Á stærsta torgið í Evrópu. Frelsistorgið. Tugir fórnarlamba. Þetta er kostnaður frelsis,“ segir Selenskí í ávarpinu. 🇺🇦Kharkiv central square now.“Whoever rallied for the Russian World on this square - is this what you wanted? We warned you, it’s a bad idea” pic.twitter.com/qJQlBFTNPy— Illia Ponomarenko (@IAPonomarenko) March 1, 2022 Hann segir að eftir eldflaugaárásina á Karkív, sem skotið var frá rússnesku borginni Belgorod hafi allt breyst. Áður hafi borgirnar verið systurborgir, fólkið þar litið á hvort annað sem frændur og landamærin aðeins verið á korti, ekki í hugum fólks. Footage shows reported shelling in Kharkiv, Ukraine’s second-largest city.A missile struck in front of a government building, and Ukraine says Russian forces bombed residential areas https://t.co/O5feUwlsi9 pic.twitter.com/JShvZ4q76L— Bloomberg Quicktake (@Quicktake) March 1, 2022 „Þetta er hryðjuverkaárás á borgina, það var ekkert hernaðarlegt skotmark á torginu, alveg eins og í íbúahverfunum í Karkív sem hafa orðið fyrir eldflaugum Rússa. Eldflaugin, sem beint var að torginu er ekkert nema hryðjuverk. Enginn mun fyrirgefa, enginn mun gleyma.“ Hann segir árásina stríðsglæp. „Rússland stendur að baki þessari hryðjuverkaárás, eftir allt saman er Rússland hryðjuverkaríki. Greinilega. Við köllum eftir því að ríki heims lýsi því yfir að Rússland hafi framið hryðjuverk. Við köllum eftir því að hryðjuverkamennirnir verði dregnir fyrir alþjóðlega dómstóla,“ segir Selenskí.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Búa til bensínsprengjur og smyrja brauð Íslendingur í Kænugarði segir það hafa verið magnað að fylgjast með samstöðu Úkraínumanna á síðustu dögum. Hann heimsótti sjálfboðaliða í borginni í gær sem elda mat ofan úkraínska hermenn í fremstu víglínu. 1. mars 2022 11:20 Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur heldur betur verið milli tannanna á fólki undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. 1. mars 2022 11:10 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24
Búa til bensínsprengjur og smyrja brauð Íslendingur í Kænugarði segir það hafa verið magnað að fylgjast með samstöðu Úkraínumanna á síðustu dögum. Hann heimsótti sjálfboðaliða í borginni í gær sem elda mat ofan úkraínska hermenn í fremstu víglínu. 1. mars 2022 11:20
Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur heldur betur verið milli tannanna á fólki undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. 1. mars 2022 11:10