Selenskí segir árásina á ráðhúsið í Karkív vera hryðjuverk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2022 11:57 Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu segir árásina á Karkív hafa verið hryðjuverkaárás. Skjáskot Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að eldflaugaárásin á ráðhúsið í Karkív í morgun sé hryðjuverk. Í nýju ávarpi segir forsetinn að Rússar ætli sér að nota slík ódæði til að draga úr baráttuanda Úkraínumanna. „Markmið hryðjuverkanna er að brjóta okkur á bak aftur,“ segir Selenskí í ávarpinu sem hann birti á Telegram. Þar segir hann jafnframt að Kænugarður og Karkív séu helstu skotmörk Rússa. „Eldflaugaárás á Karkív. Á stærsta torgið í Evrópu. Frelsistorgið. Tugir fórnarlamba. Þetta er kostnaður frelsis,“ segir Selenskí í ávarpinu. 🇺🇦Kharkiv central square now.“Whoever rallied for the Russian World on this square - is this what you wanted? We warned you, it’s a bad idea” pic.twitter.com/qJQlBFTNPy— Illia Ponomarenko (@IAPonomarenko) March 1, 2022 Hann segir að eftir eldflaugaárásina á Karkív, sem skotið var frá rússnesku borginni Belgorod hafi allt breyst. Áður hafi borgirnar verið systurborgir, fólkið þar litið á hvort annað sem frændur og landamærin aðeins verið á korti, ekki í hugum fólks. Footage shows reported shelling in Kharkiv, Ukraine’s second-largest city.A missile struck in front of a government building, and Ukraine says Russian forces bombed residential areas https://t.co/O5feUwlsi9 pic.twitter.com/JShvZ4q76L— Bloomberg Quicktake (@Quicktake) March 1, 2022 „Þetta er hryðjuverkaárás á borgina, það var ekkert hernaðarlegt skotmark á torginu, alveg eins og í íbúahverfunum í Karkív sem hafa orðið fyrir eldflaugum Rússa. Eldflaugin, sem beint var að torginu er ekkert nema hryðjuverk. Enginn mun fyrirgefa, enginn mun gleyma.“ Hann segir árásina stríðsglæp. „Rússland stendur að baki þessari hryðjuverkaárás, eftir allt saman er Rússland hryðjuverkaríki. Greinilega. Við köllum eftir því að ríki heims lýsi því yfir að Rússland hafi framið hryðjuverk. Við köllum eftir því að hryðjuverkamennirnir verði dregnir fyrir alþjóðlega dómstóla,“ segir Selenskí. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Búa til bensínsprengjur og smyrja brauð Íslendingur í Kænugarði segir það hafa verið magnað að fylgjast með samstöðu Úkraínumanna á síðustu dögum. Hann heimsótti sjálfboðaliða í borginni í gær sem elda mat ofan úkraínska hermenn í fremstu víglínu. 1. mars 2022 11:20 Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur heldur betur verið milli tannanna á fólki undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. 1. mars 2022 11:10 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
„Markmið hryðjuverkanna er að brjóta okkur á bak aftur,“ segir Selenskí í ávarpinu sem hann birti á Telegram. Þar segir hann jafnframt að Kænugarður og Karkív séu helstu skotmörk Rússa. „Eldflaugaárás á Karkív. Á stærsta torgið í Evrópu. Frelsistorgið. Tugir fórnarlamba. Þetta er kostnaður frelsis,“ segir Selenskí í ávarpinu. 🇺🇦Kharkiv central square now.“Whoever rallied for the Russian World on this square - is this what you wanted? We warned you, it’s a bad idea” pic.twitter.com/qJQlBFTNPy— Illia Ponomarenko (@IAPonomarenko) March 1, 2022 Hann segir að eftir eldflaugaárásina á Karkív, sem skotið var frá rússnesku borginni Belgorod hafi allt breyst. Áður hafi borgirnar verið systurborgir, fólkið þar litið á hvort annað sem frændur og landamærin aðeins verið á korti, ekki í hugum fólks. Footage shows reported shelling in Kharkiv, Ukraine’s second-largest city.A missile struck in front of a government building, and Ukraine says Russian forces bombed residential areas https://t.co/O5feUwlsi9 pic.twitter.com/JShvZ4q76L— Bloomberg Quicktake (@Quicktake) March 1, 2022 „Þetta er hryðjuverkaárás á borgina, það var ekkert hernaðarlegt skotmark á torginu, alveg eins og í íbúahverfunum í Karkív sem hafa orðið fyrir eldflaugum Rússa. Eldflaugin, sem beint var að torginu er ekkert nema hryðjuverk. Enginn mun fyrirgefa, enginn mun gleyma.“ Hann segir árásina stríðsglæp. „Rússland stendur að baki þessari hryðjuverkaárás, eftir allt saman er Rússland hryðjuverkaríki. Greinilega. Við köllum eftir því að ríki heims lýsi því yfir að Rússland hafi framið hryðjuverk. Við köllum eftir því að hryðjuverkamennirnir verði dregnir fyrir alþjóðlega dómstóla,“ segir Selenskí.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Búa til bensínsprengjur og smyrja brauð Íslendingur í Kænugarði segir það hafa verið magnað að fylgjast með samstöðu Úkraínumanna á síðustu dögum. Hann heimsótti sjálfboðaliða í borginni í gær sem elda mat ofan úkraínska hermenn í fremstu víglínu. 1. mars 2022 11:20 Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur heldur betur verið milli tannanna á fólki undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. 1. mars 2022 11:10 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24
Búa til bensínsprengjur og smyrja brauð Íslendingur í Kænugarði segir það hafa verið magnað að fylgjast með samstöðu Úkraínumanna á síðustu dögum. Hann heimsótti sjálfboðaliða í borginni í gær sem elda mat ofan úkraínska hermenn í fremstu víglínu. 1. mars 2022 11:20
Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur heldur betur verið milli tannanna á fólki undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. 1. mars 2022 11:10