Heilsugæsla, hvað er það og af hverju? Harpa Rós Gísladóttir skrifar 4. mars 2022 09:01 Harkaðu af þér! Við höfum öll alist upp við það að þegar við erum veik þá eigum við að harka af okkur og þó að heimsfaraldurinn hafi mögulega kennt okkur mikilvægi þess að það er ekki alltaf gáfulegt að bíta á jaxlinn er það samt svo að innviðirnir okkar gera hreinlega ráð fyrir slíku. Það er ljóst að ríkið hefur aukið framlög sín til málaflokksins umtalsvert en í raun og veru er nánast allt það fé sett til að bregðast við vanda sem nú þegar er til staðar. Ég hef sjálf upplifað það sem fjögurra barna móðir og sem aðstandandi eldri borgara hversu flókin þjónustan er og hversu fjarlæg hún getur verið í raun og veru, í stað þess að bregðast við vandanum með því að setja aukinn þunga í að koma í veg fyrir að vandinn verði stærri en þörf er á. Heilsugæsla framtíðarinnar Nú veit ég að heilsugæslan vinnur eftir nýlegum vinnurelgum á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga sem mun vonandi bæta kerfið til muna. Hins vegar er mikilvægt fyrir Garðabæ og íbúa sveitarfélagsins að stigin séu föst skref til að koma málefnum heilsugæslunnar til betri vegar. Mín skoðun er sú að við þurfum að stíga stærri skref og huga að því hvernig heilsugæsla framtíðarinnar þarf að líta út því. Með bættri tækni og hærri lífaldri ásamt lífstílstengdum sjúkdómum er því ljóst að heilsugæsla dagsins í dag nær í raun og veru ekki að sinna verkefnum sínum og á engan möguleika til framtíðar. Ég tel að Garðabær geti stigið skref til að bæta þetta og eigi í raun og veru að taka að sér að leiða mögulegar nýjar leiðir í þessum málaflokki því ljóst er það þarf að eiga sér samtal um hvernig við sjáum hlutverk heilsugæslunnar þróast. Bætt þjónusta við eldri borgara og mæðravernd Í stækkandi bæjarfélagi er löngu ljóst að heilsugælsa Garðabæjar er fyrir löngu sprungin. Ég vil leggja þunga áherslu á að efla hana og stækka svo hægt sé að taka á móti öllum íbúum okkar með litlum biðtíma og auka þannig þjónustustigið. Ég vil einnig að eldri borgarar bæjarins fái ákveðinn forgang og að biðtími eftir vitjun hjá lækni sé ekki lengri en 7 dagar. Sama má segja um mæðraverndina því ef markmið bæjarins er að laða til okkar fleiri barnafjölskyldur verðum við að vera með öfluga mæðravernd sem tekur vel á móti nýjum framtíðaríbúum okkar. Þjónustan þarf að vera jákvæð og öllum heillavænleg í góðu samtali milli ríkis og sveitarfélaga. Heilsugæsla, forvarnir og fræðsla Ég hef talað fyrir bættum forvörnum, betra samtali milli hag- og lykil aðila hvort heldur sem er stofnana, frjálsra félaga, skólakerfisins og sveitarfélaganna sem eru í kjörstöðu til að stíga skrefin sameinuð í sínu nærumhverfi. Fyrirbyggjandi aðgerðir munu koma til með að bæta andlega og líkamlega heilsu okkar og stuðla þannig að bættri heilsu og líðan íbúanna sem hlýtur að vera markmiðið. Sveitarfélögin og þá sérstaklega Garðabær á að skipa sér í flokk þeirra sem vilja taka fast utan um málaflokkinn því það skiptir máli að setja málið á dagskrá og í samanburði við flest - þá er þetta eitt mikilvægasta atriðið í eflingu samfélags. Öflugur fjárhagur lykill að bættri heilsugæslu Garðabær hefur farið vel með fjármál sín sem eru grundvöllur þess að hægt er að horfa til þess að gera meira í heilsutengdum málefnum og þurfa þá aðilar að taka höndum saman og efla forvarnir, styrkja lýðheilsu og íþróttatengd málefni því það mun til framtíðar eiga þátt í að móta heilsugæslu framtíðarinnar. Ef bærinn okkar tæki leiðandi ákvörðun um að setja málið fyllilega á dagskrá fyrir íbúa sína þá er ljóst að áhugi fólks myndi síst minnka á því að byggja upp sitt líf í fjölskyldu- og heilsueflandi bænum Garðabæ. Höfundur býður sig fram í 4.-6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ þann 5. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Harkaðu af þér! Við höfum öll alist upp við það að þegar við erum veik þá eigum við að harka af okkur og þó að heimsfaraldurinn hafi mögulega kennt okkur mikilvægi þess að það er ekki alltaf gáfulegt að bíta á jaxlinn er það samt svo að innviðirnir okkar gera hreinlega ráð fyrir slíku. Það er ljóst að ríkið hefur aukið framlög sín til málaflokksins umtalsvert en í raun og veru er nánast allt það fé sett til að bregðast við vanda sem nú þegar er til staðar. Ég hef sjálf upplifað það sem fjögurra barna móðir og sem aðstandandi eldri borgara hversu flókin þjónustan er og hversu fjarlæg hún getur verið í raun og veru, í stað þess að bregðast við vandanum með því að setja aukinn þunga í að koma í veg fyrir að vandinn verði stærri en þörf er á. Heilsugæsla framtíðarinnar Nú veit ég að heilsugæslan vinnur eftir nýlegum vinnurelgum á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga sem mun vonandi bæta kerfið til muna. Hins vegar er mikilvægt fyrir Garðabæ og íbúa sveitarfélagsins að stigin séu föst skref til að koma málefnum heilsugæslunnar til betri vegar. Mín skoðun er sú að við þurfum að stíga stærri skref og huga að því hvernig heilsugæsla framtíðarinnar þarf að líta út því. Með bættri tækni og hærri lífaldri ásamt lífstílstengdum sjúkdómum er því ljóst að heilsugæsla dagsins í dag nær í raun og veru ekki að sinna verkefnum sínum og á engan möguleika til framtíðar. Ég tel að Garðabær geti stigið skref til að bæta þetta og eigi í raun og veru að taka að sér að leiða mögulegar nýjar leiðir í þessum málaflokki því ljóst er það þarf að eiga sér samtal um hvernig við sjáum hlutverk heilsugæslunnar þróast. Bætt þjónusta við eldri borgara og mæðravernd Í stækkandi bæjarfélagi er löngu ljóst að heilsugælsa Garðabæjar er fyrir löngu sprungin. Ég vil leggja þunga áherslu á að efla hana og stækka svo hægt sé að taka á móti öllum íbúum okkar með litlum biðtíma og auka þannig þjónustustigið. Ég vil einnig að eldri borgarar bæjarins fái ákveðinn forgang og að biðtími eftir vitjun hjá lækni sé ekki lengri en 7 dagar. Sama má segja um mæðraverndina því ef markmið bæjarins er að laða til okkar fleiri barnafjölskyldur verðum við að vera með öfluga mæðravernd sem tekur vel á móti nýjum framtíðaríbúum okkar. Þjónustan þarf að vera jákvæð og öllum heillavænleg í góðu samtali milli ríkis og sveitarfélaga. Heilsugæsla, forvarnir og fræðsla Ég hef talað fyrir bættum forvörnum, betra samtali milli hag- og lykil aðila hvort heldur sem er stofnana, frjálsra félaga, skólakerfisins og sveitarfélaganna sem eru í kjörstöðu til að stíga skrefin sameinuð í sínu nærumhverfi. Fyrirbyggjandi aðgerðir munu koma til með að bæta andlega og líkamlega heilsu okkar og stuðla þannig að bættri heilsu og líðan íbúanna sem hlýtur að vera markmiðið. Sveitarfélögin og þá sérstaklega Garðabær á að skipa sér í flokk þeirra sem vilja taka fast utan um málaflokkinn því það skiptir máli að setja málið á dagskrá og í samanburði við flest - þá er þetta eitt mikilvægasta atriðið í eflingu samfélags. Öflugur fjárhagur lykill að bættri heilsugæslu Garðabær hefur farið vel með fjármál sín sem eru grundvöllur þess að hægt er að horfa til þess að gera meira í heilsutengdum málefnum og þurfa þá aðilar að taka höndum saman og efla forvarnir, styrkja lýðheilsu og íþróttatengd málefni því það mun til framtíðar eiga þátt í að móta heilsugæslu framtíðarinnar. Ef bærinn okkar tæki leiðandi ákvörðun um að setja málið fyllilega á dagskrá fyrir íbúa sína þá er ljóst að áhugi fólks myndi síst minnka á því að byggja upp sitt líf í fjölskyldu- og heilsueflandi bænum Garðabæ. Höfundur býður sig fram í 4.-6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ þann 5. mars nk.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun