„Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2022 12:30 Áslaug María lýsir átakanlegu heimilisofbeldi sem hún bjó við sem barn í þættinum Heimilisofbeldi. Áslaug María lýsir hrottalegri æsku sinni í síðasta þætti af Heimilisofbeldi á Stöð 2 sem sýndur var í gær. Í þættinum segir Áslaug að hún hafi sloppið tólf ára úr prísund foreldra sinna þegar faðir hennar var dæmdur fyrir áratug af ofbeldi á meðan móðir hennar lamdi hana nánast daglega. Í dag er Áslaug 48 ára hamingjusöm móðir í Garðabænum en hún segir að faðir hennar hafi byrjað að leita á hana um fjögurra til fimm ára aldurinn. Áslaug segir að faðir hennar hafi nauðgað henni fleiri hundruð sinnum í mörg ár. Móðir hennar hafi einnig beitt hana líkamlegu ofbeldi. „Einn daginn kem ég heim eftir skóla og þarna var ég byrjuð að farða mig frekar ung, það var 80‘ og Madonna var í tísku og svona og maður var að reyna fylgja því. Fyrir utan það var maður svolítið að reyna fela sig og ég var ekki ánægð með sjálfan mig,“ segir Áslaug og bætir við að hún hafi alltaf farðað sig fyrir utan heimilið og þrifið það strax af sér þegar heim var komið. „Einu sinni gleymi ég því og held að hún sé ekki heima. Hún rífur mig inn á bað og lætur mig þrífa mig í framan. Ég er alltaf að streitast á móti. Hún var með einhverja járnbyssu sem bróðir minn átti og lemur mig í hausinn með henni,“ segir Áslaug og lýsir hún því síðan hvernig móðir hennar tók sturtuhausinn og þreif henni harkalega í framan og lét hana vita að: „að ég sé drusla og hóra og væri alltaf að mála mig eins og helvítis hóra.“ Áslaug segist einu sinni hafa týnt peysunni sinni og voru afleiðingarnar ekki góðar. „Hún kýlir mig í framan og ég í raun nefbrotna, eitthvað sem ég komst að mörgum árum seinna. Ég lá þarna í blóði mínu og þá kemur hún og leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki og segir að ég megi ekki lána peysuna mín. Ég finn þarna að ég er að líða út af og hugsa með mér að núna er þetta búið, núna er ég að fara deyja. Þá kemur pabbi minn, dregur hana inn í stofu og lúber hana.“ Vísir varar við að efni þáttanna gæti valdið vanlíðan hjá því fólki sem þekkir heimilisofbeldi af eigin raun. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Klippa: Átakanleg saga Áslaugar Maríu Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Í þættinum segir Áslaug að hún hafi sloppið tólf ára úr prísund foreldra sinna þegar faðir hennar var dæmdur fyrir áratug af ofbeldi á meðan móðir hennar lamdi hana nánast daglega. Í dag er Áslaug 48 ára hamingjusöm móðir í Garðabænum en hún segir að faðir hennar hafi byrjað að leita á hana um fjögurra til fimm ára aldurinn. Áslaug segir að faðir hennar hafi nauðgað henni fleiri hundruð sinnum í mörg ár. Móðir hennar hafi einnig beitt hana líkamlegu ofbeldi. „Einn daginn kem ég heim eftir skóla og þarna var ég byrjuð að farða mig frekar ung, það var 80‘ og Madonna var í tísku og svona og maður var að reyna fylgja því. Fyrir utan það var maður svolítið að reyna fela sig og ég var ekki ánægð með sjálfan mig,“ segir Áslaug og bætir við að hún hafi alltaf farðað sig fyrir utan heimilið og þrifið það strax af sér þegar heim var komið. „Einu sinni gleymi ég því og held að hún sé ekki heima. Hún rífur mig inn á bað og lætur mig þrífa mig í framan. Ég er alltaf að streitast á móti. Hún var með einhverja járnbyssu sem bróðir minn átti og lemur mig í hausinn með henni,“ segir Áslaug og lýsir hún því síðan hvernig móðir hennar tók sturtuhausinn og þreif henni harkalega í framan og lét hana vita að: „að ég sé drusla og hóra og væri alltaf að mála mig eins og helvítis hóra.“ Áslaug segist einu sinni hafa týnt peysunni sinni og voru afleiðingarnar ekki góðar. „Hún kýlir mig í framan og ég í raun nefbrotna, eitthvað sem ég komst að mörgum árum seinna. Ég lá þarna í blóði mínu og þá kemur hún og leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki og segir að ég megi ekki lána peysuna mín. Ég finn þarna að ég er að líða út af og hugsa með mér að núna er þetta búið, núna er ég að fara deyja. Þá kemur pabbi minn, dregur hana inn í stofu og lúber hana.“ Vísir varar við að efni þáttanna gæti valdið vanlíðan hjá því fólki sem þekkir heimilisofbeldi af eigin raun. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Klippa: Átakanleg saga Áslaugar Maríu
Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira