Mættur á vígvöllinn fimm mánuðum eftir að hafa unnið Real Madrid Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2022 08:00 Það er skammt stórra högga á milli hjá Yuriy Vernydub. Í lok september fagnaði hann fræknum sigri á Real Madrid en nú er hann mættur í úkraínska herinn. Aðeins fimm mánuðum eftir að hafa stýrt Sheriff Tiraspol til sigurs á Real Madrid í Meistaradeild Evrópu er Yuriy Vernydub mættur út á vígvöllinn til að hjálpa úkraínska hernum að verjast innrás Rússa í landið. Vernydub og leikmennirnir hans komu öllum á óvart þegar þeir sóttu sigur á Santiago Bernabéu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar síðasta haust. Sebastien Thill skoraði sigurmark moldóvska liðsins þegar mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Sheriff vann fyrstu tvo leiki sína í riðlakeppninni en tapaði næstu fjórum og komst ekki áfram. Vernydub er Úkraínamaður og ástandið í heimalandi hans hefur verið honum ofarlega í huga undanfarnar vikur. Eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu á fimmtudaginn rann Vernydub svo blóðið til skyldunnar og gekk í úkraínska herinn. Tæpu hálfu ári eftir stærstu stund þjálfaraferilsins var hann því mættur í fullum herklæðum út á vígvöllinn. Vernydub, sem er 56 ára, hefur stýrt Sheriff frá 2020. Hann gerði liðið að moldóvskum meisturum í fyrra. Áður en Vernydub fór til Moldóvu stýrði hann Zorya Luhansk í heimalandinu og Shakhtyor Soligorsk í Hvíta-Rússlandi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Moldóva Tengdar fréttir Sjötíu úkraínskir hermenn féllu í árás Rússa í Okhtyrka Sjötíu úkraínskir hermenn hið minnsta féllu í stórskotaliðsárás rússneska hersins í bænum Okhtyrka í norðausturhluta Úkraínu á sunnudaginn. 1. mars 2022 06:45 Vaktin: 64 kílómetra löng rússnesk hergagnalest stefnir á Kænugarð Sjötti dagur innrásar Rússa í Úkraínu er hafinn. Rússar herja enn á höfuðborgina Kænugarð og á gervihnattamyndum hefur sést til 64 kílómetra langrar rússneskrar hergagnalestar norður af Kænugarði sem stefnir í suðurátt. Fréttir hafa sömuleiðis borist af frekari átökum og sprengingum í fjölda annarra bæja og borga í Úkraínu. 1. mars 2022 06:13 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Vernydub og leikmennirnir hans komu öllum á óvart þegar þeir sóttu sigur á Santiago Bernabéu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar síðasta haust. Sebastien Thill skoraði sigurmark moldóvska liðsins þegar mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Sheriff vann fyrstu tvo leiki sína í riðlakeppninni en tapaði næstu fjórum og komst ekki áfram. Vernydub er Úkraínamaður og ástandið í heimalandi hans hefur verið honum ofarlega í huga undanfarnar vikur. Eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu á fimmtudaginn rann Vernydub svo blóðið til skyldunnar og gekk í úkraínska herinn. Tæpu hálfu ári eftir stærstu stund þjálfaraferilsins var hann því mættur í fullum herklæðum út á vígvöllinn. Vernydub, sem er 56 ára, hefur stýrt Sheriff frá 2020. Hann gerði liðið að moldóvskum meisturum í fyrra. Áður en Vernydub fór til Moldóvu stýrði hann Zorya Luhansk í heimalandinu og Shakhtyor Soligorsk í Hvíta-Rússlandi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Moldóva Tengdar fréttir Sjötíu úkraínskir hermenn féllu í árás Rússa í Okhtyrka Sjötíu úkraínskir hermenn hið minnsta féllu í stórskotaliðsárás rússneska hersins í bænum Okhtyrka í norðausturhluta Úkraínu á sunnudaginn. 1. mars 2022 06:45 Vaktin: 64 kílómetra löng rússnesk hergagnalest stefnir á Kænugarð Sjötti dagur innrásar Rússa í Úkraínu er hafinn. Rússar herja enn á höfuðborgina Kænugarð og á gervihnattamyndum hefur sést til 64 kílómetra langrar rússneskrar hergagnalestar norður af Kænugarði sem stefnir í suðurátt. Fréttir hafa sömuleiðis borist af frekari átökum og sprengingum í fjölda annarra bæja og borga í Úkraínu. 1. mars 2022 06:13 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Sjötíu úkraínskir hermenn féllu í árás Rússa í Okhtyrka Sjötíu úkraínskir hermenn hið minnsta féllu í stórskotaliðsárás rússneska hersins í bænum Okhtyrka í norðausturhluta Úkraínu á sunnudaginn. 1. mars 2022 06:45
Vaktin: 64 kílómetra löng rússnesk hergagnalest stefnir á Kænugarð Sjötti dagur innrásar Rússa í Úkraínu er hafinn. Rússar herja enn á höfuðborgina Kænugarð og á gervihnattamyndum hefur sést til 64 kílómetra langrar rússneskrar hergagnalestar norður af Kænugarði sem stefnir í suðurátt. Fréttir hafa sömuleiðis borist af frekari átökum og sprengingum í fjölda annarra bæja og borga í Úkraínu. 1. mars 2022 06:13