Tvö ár frá fyrsta greinda tilfelli Covid hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2022 20:01 Frá upplýsingafundi almannavarna þann 28. febrúar 2020 þegar fyrsta smitið greindist hér á landi. vísir/vilhelm Tvö ár eru í dag síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og deilir fólk um það hvort að Covid sé búið eða ekki. Það var rétt fyrir klukkan þrjú á þessum degi fyrir tveimur árum sem fréttir voru sagðar af fyrsta greinda tilfelli hinnar dularfullu Wuhan veiru, eins og hún var kölluð á þeim tíma, hér á landi. Hinn smitaði var karlmaður á fimmtugsaldri sem var nýkominn heim úr skíðaferð frá Norður-Ítalíu. Í kjölfarið var boðað til blaðamannafundar þar sem þríeykið bað fólk um að halda ró sinni. Þrjú lögregluembætti voru virkjuð til þess að rekja ferðir hins smitaða og smitrakningarteymi búið til. Forseti Íslands benti fólki á að skelfing leysi engan vanda. Á fyrsta upplýsingafundi þríeykisins, sem haldinn var tveimur dögum fyrir fyrsta tilfellið hér á landi, teiknaði sóttvarnalæknir upp spá um verstu sviðsmyndina. „Gætum við búist við að sjá svona kannski 300 tilfelli á Íslandi. 20 gjörgæslutilfelli og svona upp undir 10 dauðsföll,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna árið 2020. En hlutirnir urðu verri og síðan þá hafa rúmlega hundrað þúsund smitast af kórónuveirunni hér á landi í nokkrum bylgjum. 1.171.551 sýni hafa verið tekin. 934 lagst inn á Landspítala. 116 á gjörgæslu og 62 látist. Þríeykið birtist allt að 200 sinnum á skjám landsmanna á reglulegum upplýsingafundum þar sem það greindi frá gangi mála. „Góðan og blessaðan daginn,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna þegar hann bauð fólk velkomið á fundina. Hver bylgjan tók við af annarri en við fengum frí inni á milli. Sóttvarnaaðgerðir voru hertar og á þeim slakað til skiptis. Og það var síðan á föstudaginn síðasta sem öllum takmörkunum var aflétt. „Covid er búið,“ öskrar ein skemmtanaglöð í miðbæ Reykjavíkur á föstudaginn. Þessu er sóttvarnalæknir ekki sammála. Enn greinist fjöldi fólks smitaða á degi hverjum og er Landspítalinn á neyðarstigi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tímamót Einu sinni var... Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Það var rétt fyrir klukkan þrjú á þessum degi fyrir tveimur árum sem fréttir voru sagðar af fyrsta greinda tilfelli hinnar dularfullu Wuhan veiru, eins og hún var kölluð á þeim tíma, hér á landi. Hinn smitaði var karlmaður á fimmtugsaldri sem var nýkominn heim úr skíðaferð frá Norður-Ítalíu. Í kjölfarið var boðað til blaðamannafundar þar sem þríeykið bað fólk um að halda ró sinni. Þrjú lögregluembætti voru virkjuð til þess að rekja ferðir hins smitaða og smitrakningarteymi búið til. Forseti Íslands benti fólki á að skelfing leysi engan vanda. Á fyrsta upplýsingafundi þríeykisins, sem haldinn var tveimur dögum fyrir fyrsta tilfellið hér á landi, teiknaði sóttvarnalæknir upp spá um verstu sviðsmyndina. „Gætum við búist við að sjá svona kannski 300 tilfelli á Íslandi. 20 gjörgæslutilfelli og svona upp undir 10 dauðsföll,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna árið 2020. En hlutirnir urðu verri og síðan þá hafa rúmlega hundrað þúsund smitast af kórónuveirunni hér á landi í nokkrum bylgjum. 1.171.551 sýni hafa verið tekin. 934 lagst inn á Landspítala. 116 á gjörgæslu og 62 látist. Þríeykið birtist allt að 200 sinnum á skjám landsmanna á reglulegum upplýsingafundum þar sem það greindi frá gangi mála. „Góðan og blessaðan daginn,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna þegar hann bauð fólk velkomið á fundina. Hver bylgjan tók við af annarri en við fengum frí inni á milli. Sóttvarnaaðgerðir voru hertar og á þeim slakað til skiptis. Og það var síðan á föstudaginn síðasta sem öllum takmörkunum var aflétt. „Covid er búið,“ öskrar ein skemmtanaglöð í miðbæ Reykjavíkur á föstudaginn. Þessu er sóttvarnalæknir ekki sammála. Enn greinist fjöldi fólks smitaða á degi hverjum og er Landspítalinn á neyðarstigi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tímamót Einu sinni var... Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira