Tvö ár frá fyrsta greinda tilfelli Covid hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2022 20:01 Frá upplýsingafundi almannavarna þann 28. febrúar 2020 þegar fyrsta smitið greindist hér á landi. vísir/vilhelm Tvö ár eru í dag síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og deilir fólk um það hvort að Covid sé búið eða ekki. Það var rétt fyrir klukkan þrjú á þessum degi fyrir tveimur árum sem fréttir voru sagðar af fyrsta greinda tilfelli hinnar dularfullu Wuhan veiru, eins og hún var kölluð á þeim tíma, hér á landi. Hinn smitaði var karlmaður á fimmtugsaldri sem var nýkominn heim úr skíðaferð frá Norður-Ítalíu. Í kjölfarið var boðað til blaðamannafundar þar sem þríeykið bað fólk um að halda ró sinni. Þrjú lögregluembætti voru virkjuð til þess að rekja ferðir hins smitaða og smitrakningarteymi búið til. Forseti Íslands benti fólki á að skelfing leysi engan vanda. Á fyrsta upplýsingafundi þríeykisins, sem haldinn var tveimur dögum fyrir fyrsta tilfellið hér á landi, teiknaði sóttvarnalæknir upp spá um verstu sviðsmyndina. „Gætum við búist við að sjá svona kannski 300 tilfelli á Íslandi. 20 gjörgæslutilfelli og svona upp undir 10 dauðsföll,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna árið 2020. En hlutirnir urðu verri og síðan þá hafa rúmlega hundrað þúsund smitast af kórónuveirunni hér á landi í nokkrum bylgjum. 1.171.551 sýni hafa verið tekin. 934 lagst inn á Landspítala. 116 á gjörgæslu og 62 látist. Þríeykið birtist allt að 200 sinnum á skjám landsmanna á reglulegum upplýsingafundum þar sem það greindi frá gangi mála. „Góðan og blessaðan daginn,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna þegar hann bauð fólk velkomið á fundina. Hver bylgjan tók við af annarri en við fengum frí inni á milli. Sóttvarnaaðgerðir voru hertar og á þeim slakað til skiptis. Og það var síðan á föstudaginn síðasta sem öllum takmörkunum var aflétt. „Covid er búið,“ öskrar ein skemmtanaglöð í miðbæ Reykjavíkur á föstudaginn. Þessu er sóttvarnalæknir ekki sammála. Enn greinist fjöldi fólks smitaða á degi hverjum og er Landspítalinn á neyðarstigi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tímamót Einu sinni var... Heilbrigðismál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Sjá meira
Það var rétt fyrir klukkan þrjú á þessum degi fyrir tveimur árum sem fréttir voru sagðar af fyrsta greinda tilfelli hinnar dularfullu Wuhan veiru, eins og hún var kölluð á þeim tíma, hér á landi. Hinn smitaði var karlmaður á fimmtugsaldri sem var nýkominn heim úr skíðaferð frá Norður-Ítalíu. Í kjölfarið var boðað til blaðamannafundar þar sem þríeykið bað fólk um að halda ró sinni. Þrjú lögregluembætti voru virkjuð til þess að rekja ferðir hins smitaða og smitrakningarteymi búið til. Forseti Íslands benti fólki á að skelfing leysi engan vanda. Á fyrsta upplýsingafundi þríeykisins, sem haldinn var tveimur dögum fyrir fyrsta tilfellið hér á landi, teiknaði sóttvarnalæknir upp spá um verstu sviðsmyndina. „Gætum við búist við að sjá svona kannski 300 tilfelli á Íslandi. 20 gjörgæslutilfelli og svona upp undir 10 dauðsföll,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna árið 2020. En hlutirnir urðu verri og síðan þá hafa rúmlega hundrað þúsund smitast af kórónuveirunni hér á landi í nokkrum bylgjum. 1.171.551 sýni hafa verið tekin. 934 lagst inn á Landspítala. 116 á gjörgæslu og 62 látist. Þríeykið birtist allt að 200 sinnum á skjám landsmanna á reglulegum upplýsingafundum þar sem það greindi frá gangi mála. „Góðan og blessaðan daginn,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna þegar hann bauð fólk velkomið á fundina. Hver bylgjan tók við af annarri en við fengum frí inni á milli. Sóttvarnaaðgerðir voru hertar og á þeim slakað til skiptis. Og það var síðan á föstudaginn síðasta sem öllum takmörkunum var aflétt. „Covid er búið,“ öskrar ein skemmtanaglöð í miðbæ Reykjavíkur á föstudaginn. Þessu er sóttvarnalæknir ekki sammála. Enn greinist fjöldi fólks smitaða á degi hverjum og er Landspítalinn á neyðarstigi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tímamót Einu sinni var... Heilbrigðismál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Sjá meira