Byggjum á því sem virkar – raunverulegar aðgerðir i húsnæðismálum! Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2022 13:31 Staðan á húsnæðismarkaði hefur varla farið fram hjá neinum síðustu misseri. Fasteignaverð heldur áfram að hækka og er það orðið nánast ómöglegt fyrir fyrstu kaupendur að festa kaup á íbúð. Mörgu hefur verið slengt fram í umræðunni, oft til að slá pólitískar keilur og koma fram með einfaldar lausnir á flóknum vanda. Ljóst er að opinber inngrip og eftirlit á húsnæðismarkaði er nauðsynlegt til að viðhalda stöðugleika og tryggja framboð sem mætir þörfum almennings hverju sinni. Það liggur fyrir að núverandi aðgerðir stjórnvalda hafa staðið undir um þriðjungi húsnæðisuppbyggingar síðustu ár - en betur má ef duga skal. Almenna íbúðakerfið með óhagnaðardrifnum leigufélögum á borð við Bjarg hefur þegar sannað gildi sitt. Hægt er að auka stofnframlög og auka þannig framboðið af almennum íbúðum. Fleiri aðilar, til dæmis Reykjavíkurborg, geta stofnað leigufélag inn í almenna íbúðakerfið. Auk þess að efla almenna íbúðakerfið þurfa stjórnvöld að skoða endurreisn félagslega eignaíbúðakerfisins að fullri alvöru til að fjölga megi valkostum á húsnæðismarkaði. Fleiri sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu geta tekið frekari þátt í uppbyggingu almenna íbúðakerfisins en tæp 90% af almennum íbúðum eru í Reykjavík. Auk þess sem 62% húsnæðisuppbyggingar í borginni var á vegum óhagnaðardrifinna félaga árið 2021. Hlutdeildarlánin eru ætluð fyrstu kaupendum til að auðvelda þeim að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Mikilvægt er útvíkka það kerfi og efla enn frekar til framtíðar. Standa þarf vörð um opinberan húsnæðissjóð að norrænni fyrirmynd til að fjármagna slíka lánastarfssemi og uppbyggingu. En auk þess að tryggja að fólk geti keypt eða leigt húsnæði á viðráðanlegum kjörum þarf að tryggja framboð húsnæðis sem mætir þörfum fólks. Það má gera með fjölbreyttum leiðum; til dæmis með hagstæðri fjármögnun til uppbyggingaraðila hagkvæms húsnæðis, eflingu almenna íbúðakerfisins eða stofnun opinbers húsnæðisfélags i eigu ríkis og / eða sveitarfélaga og skoða einnig endurreisn félagslega eignaíbúðakerfisins. Byggjum á þvi sem virkar, sagði forseti ASÍ í Silfri Eigils á dögunum. Ég tek fyllilega undir þau orð, byggjum rétt, byggjum nóg og byggjum fyrir fólk en ekki fjármagn. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Staðan á húsnæðismarkaði hefur varla farið fram hjá neinum síðustu misseri. Fasteignaverð heldur áfram að hækka og er það orðið nánast ómöglegt fyrir fyrstu kaupendur að festa kaup á íbúð. Mörgu hefur verið slengt fram í umræðunni, oft til að slá pólitískar keilur og koma fram með einfaldar lausnir á flóknum vanda. Ljóst er að opinber inngrip og eftirlit á húsnæðismarkaði er nauðsynlegt til að viðhalda stöðugleika og tryggja framboð sem mætir þörfum almennings hverju sinni. Það liggur fyrir að núverandi aðgerðir stjórnvalda hafa staðið undir um þriðjungi húsnæðisuppbyggingar síðustu ár - en betur má ef duga skal. Almenna íbúðakerfið með óhagnaðardrifnum leigufélögum á borð við Bjarg hefur þegar sannað gildi sitt. Hægt er að auka stofnframlög og auka þannig framboðið af almennum íbúðum. Fleiri aðilar, til dæmis Reykjavíkurborg, geta stofnað leigufélag inn í almenna íbúðakerfið. Auk þess að efla almenna íbúðakerfið þurfa stjórnvöld að skoða endurreisn félagslega eignaíbúðakerfisins að fullri alvöru til að fjölga megi valkostum á húsnæðismarkaði. Fleiri sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu geta tekið frekari þátt í uppbyggingu almenna íbúðakerfisins en tæp 90% af almennum íbúðum eru í Reykjavík. Auk þess sem 62% húsnæðisuppbyggingar í borginni var á vegum óhagnaðardrifinna félaga árið 2021. Hlutdeildarlánin eru ætluð fyrstu kaupendum til að auðvelda þeim að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Mikilvægt er útvíkka það kerfi og efla enn frekar til framtíðar. Standa þarf vörð um opinberan húsnæðissjóð að norrænni fyrirmynd til að fjármagna slíka lánastarfssemi og uppbyggingu. En auk þess að tryggja að fólk geti keypt eða leigt húsnæði á viðráðanlegum kjörum þarf að tryggja framboð húsnæðis sem mætir þörfum fólks. Það má gera með fjölbreyttum leiðum; til dæmis með hagstæðri fjármögnun til uppbyggingaraðila hagkvæms húsnæðis, eflingu almenna íbúðakerfisins eða stofnun opinbers húsnæðisfélags i eigu ríkis og / eða sveitarfélaga og skoða einnig endurreisn félagslega eignaíbúðakerfisins. Byggjum á þvi sem virkar, sagði forseti ASÍ í Silfri Eigils á dögunum. Ég tek fyllilega undir þau orð, byggjum rétt, byggjum nóg og byggjum fyrir fólk en ekki fjármagn. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun