Hvað getum við gert? Ásta Kristín Guðmundsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson skrifa 28. febrúar 2022 10:31 Það setti að manni hroll við fréttir af innrás Rússa í Úkraínu. Úkraínskar fjölskyldur eru ýmist í kjöllurum eða lagðar á flótta og samkvæmt fréttum eru hundruðir þúsunda þegar komnar yfir landamæri nágrannaríkjanna í vestri og suðri. Enn fleiri eru á flótta innanlands. Sameinuðu Þjóðirnar telja að um 5 milljónir manna muni hrekjast á flótta ef stríðsátök dragast á langinn. Þegar er ljóst að stór hluti þeirra mun leita út fyrir landamæri Úkraínu. Við getum hjálpað Íslensk stjórnvöld taka þátt í aðgerðum nágrannaríkja okkar og bandalagsríkja. Íslensk sveitarfélög gætu gætu boðist til að taka við flóttamönnum frá Úkraínu. Við tökum kannski ekki á móti tugum þúsunda, en hvert sveitarfélag getur ákveðið að leggja lið. Ef íslensk sveitarfélög ákveða að hjálpa eins mörgum og þau geta, getur það orðið hvatning fyrir önnur evrópsk sveitarfélög að hjálpa líka. Lítil sveitarfélög gætu tekið sig saman um að hjálpa og stór gætu tekið við nokkrum fjölskyldum hvert. Í Bosníustríðinu tóku íslensk sveitarfélög vel á móti flóttafólki. Nú getum við enn orðið að liði og við eigum að gera það. Skýr skilaboð Sveitarfélögin eiga að senda skýr skilaboð. Auðvitað stjórna íslensk sveitarfélög ekki utanríkispólitík, hvað þá gangi heimsmála. En við getum svo vel sýnt að okkur er ekki sama um fólk sem er í neyð. Skilaboðin eru ekki bara til annarra evrópskra sveitarfélaga heldur líka til innlendra stjórnvalda um að við ætlumst til aðgerða. Við erum öll Úkraína ! Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og fyrrverandi Alþingismaður Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Ólafur Þór Gunnarsson Utanríkismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það setti að manni hroll við fréttir af innrás Rússa í Úkraínu. Úkraínskar fjölskyldur eru ýmist í kjöllurum eða lagðar á flótta og samkvæmt fréttum eru hundruðir þúsunda þegar komnar yfir landamæri nágrannaríkjanna í vestri og suðri. Enn fleiri eru á flótta innanlands. Sameinuðu Þjóðirnar telja að um 5 milljónir manna muni hrekjast á flótta ef stríðsátök dragast á langinn. Þegar er ljóst að stór hluti þeirra mun leita út fyrir landamæri Úkraínu. Við getum hjálpað Íslensk stjórnvöld taka þátt í aðgerðum nágrannaríkja okkar og bandalagsríkja. Íslensk sveitarfélög gætu gætu boðist til að taka við flóttamönnum frá Úkraínu. Við tökum kannski ekki á móti tugum þúsunda, en hvert sveitarfélag getur ákveðið að leggja lið. Ef íslensk sveitarfélög ákveða að hjálpa eins mörgum og þau geta, getur það orðið hvatning fyrir önnur evrópsk sveitarfélög að hjálpa líka. Lítil sveitarfélög gætu tekið sig saman um að hjálpa og stór gætu tekið við nokkrum fjölskyldum hvert. Í Bosníustríðinu tóku íslensk sveitarfélög vel á móti flóttafólki. Nú getum við enn orðið að liði og við eigum að gera það. Skýr skilaboð Sveitarfélögin eiga að senda skýr skilaboð. Auðvitað stjórna íslensk sveitarfélög ekki utanríkispólitík, hvað þá gangi heimsmála. En við getum svo vel sýnt að okkur er ekki sama um fólk sem er í neyð. Skilaboðin eru ekki bara til annarra evrópskra sveitarfélaga heldur líka til innlendra stjórnvalda um að við ætlumst til aðgerða. Við erum öll Úkraína ! Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og fyrrverandi Alþingismaður Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun