Snorri Steinn: „13 marka sigur gerist ekki á hverjum degi“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 18:00 Snorri Steinn, þjálfari Vals var sáttur með 13 marka sigur. Vísir: Elín Björg Snorri Steinn Guðjónsson var sáttur þegar Valsarar sigruðu KA með þrettán mörkum í Olís-deild karla í dag. Valsarar mættu gríðarlega öflugir til leiks og tóku völdin strax á fyrstu mínútunum. Lokatölur 33-20. „Eðlilega er ég mjög glaður og ánægður með strákana. 13 marka sigur gerist ekki á hverjum degi og við vorum að spila á móti liði sem er búið að vera í góðum gír. Við vorum flottir í dag og tikkuðum í mörg box þannig að dróum úr þeim tennurnar hægt og rólega í fyrri hálfleik. Ég er mjög ánægður með heilsteyptan leik hjá mínum mönnum.“ Valsarar voru góðir á öllum vígstöðum í dag, hvort sem það var varnarleikurinn eða sóknarleikurinn. Snorri sagði að það hafi flest allt gengið upp hjá þeim í dag á meðan KA-menn hittu á slæman dag. „Það er ekkert eitthvað eitt. Þegar þú vinnur svona stóran sigur á góðu liði þá er yfirleitt flest sem gengur upp. Að sama skapi eru KA-menn eflaust óánægðir með sinn leik og þeir hittu kannski ekki á sinn besta dag. Við vorum bara flottir og vorum mjög grimmir í byrjun. Mér fannst þeir ekki finna mikið af svörum við okkar varnarleik og Bjöggi var frábær í markinu. Varnarleikurinn og markvarslan var að tikka og þá fylgdu hraðaupphlaup í kjölfarið.“ Liðin mættust á Akureyri í síðustu viðureign liðanna og þá voru Valsarar einnig með öll tök á leiknum og unnu með 9 mörkum, 26-35. Aðspurður hvort hann væri kominn með KA í vasann taldi hann það ekki heldur dagsformið á liðunum. „Mér finnst óþarfi að vera tala um eitthvað svoleiðis. Þetta var bara ekki þeirra dagur og við á góðum degi. Við erum ekkert með þá meira í vasanum heldur en eitthvað annað lið. Ég lít ekki á það þannig.“ Snorri vill að strákarnir njóti í kvöld en setji svo fókusinn í næsta leik og halda áfram á þessari braut sem þeir eru á. „Ég vill að þeir njóti þessa sigurs og svo þurfum við að setja fókusinn í næsta leik og halda áfram. Þetta er bara eitt skref af mörgum og við ætlum ekki að staldra lengi við þetta. Þetta var lítill partur og löngu tímabili og bara fókus og áfram vilji til þess að verða betri.“ Valur Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KA 33-20| Valsarar völtuðu yfir KA Íslandsmeistarar Vals tóku á móti KA í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Búist var við spennandi leik en það gekk hinsvegar ekki þar sem Valsarar tóku forystu strax á fyrstu mínútunum og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur 33-20. 27. febrúar 2022 15:16 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Sjá meira
„Eðlilega er ég mjög glaður og ánægður með strákana. 13 marka sigur gerist ekki á hverjum degi og við vorum að spila á móti liði sem er búið að vera í góðum gír. Við vorum flottir í dag og tikkuðum í mörg box þannig að dróum úr þeim tennurnar hægt og rólega í fyrri hálfleik. Ég er mjög ánægður með heilsteyptan leik hjá mínum mönnum.“ Valsarar voru góðir á öllum vígstöðum í dag, hvort sem það var varnarleikurinn eða sóknarleikurinn. Snorri sagði að það hafi flest allt gengið upp hjá þeim í dag á meðan KA-menn hittu á slæman dag. „Það er ekkert eitthvað eitt. Þegar þú vinnur svona stóran sigur á góðu liði þá er yfirleitt flest sem gengur upp. Að sama skapi eru KA-menn eflaust óánægðir með sinn leik og þeir hittu kannski ekki á sinn besta dag. Við vorum bara flottir og vorum mjög grimmir í byrjun. Mér fannst þeir ekki finna mikið af svörum við okkar varnarleik og Bjöggi var frábær í markinu. Varnarleikurinn og markvarslan var að tikka og þá fylgdu hraðaupphlaup í kjölfarið.“ Liðin mættust á Akureyri í síðustu viðureign liðanna og þá voru Valsarar einnig með öll tök á leiknum og unnu með 9 mörkum, 26-35. Aðspurður hvort hann væri kominn með KA í vasann taldi hann það ekki heldur dagsformið á liðunum. „Mér finnst óþarfi að vera tala um eitthvað svoleiðis. Þetta var bara ekki þeirra dagur og við á góðum degi. Við erum ekkert með þá meira í vasanum heldur en eitthvað annað lið. Ég lít ekki á það þannig.“ Snorri vill að strákarnir njóti í kvöld en setji svo fókusinn í næsta leik og halda áfram á þessari braut sem þeir eru á. „Ég vill að þeir njóti þessa sigurs og svo þurfum við að setja fókusinn í næsta leik og halda áfram. Þetta er bara eitt skref af mörgum og við ætlum ekki að staldra lengi við þetta. Þetta var lítill partur og löngu tímabili og bara fókus og áfram vilji til þess að verða betri.“
Valur Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KA 33-20| Valsarar völtuðu yfir KA Íslandsmeistarar Vals tóku á móti KA í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Búist var við spennandi leik en það gekk hinsvegar ekki þar sem Valsarar tóku forystu strax á fyrstu mínútunum og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur 33-20. 27. febrúar 2022 15:16 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Sjá meira
Leik lokið: Valur - KA 33-20| Valsarar völtuðu yfir KA Íslandsmeistarar Vals tóku á móti KA í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Búist var við spennandi leik en það gekk hinsvegar ekki þar sem Valsarar tóku forystu strax á fyrstu mínútunum og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur 33-20. 27. febrúar 2022 15:16
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni