Götubardagar og sprengingar í Kænugarði í alla nótt en nú dauðaþögn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 08:37 Óskar vaknaði við sprengjuregn í Kænugarði í morgun. Vísir Enn ein erfið nótt er liðin í Úkraínu og var hart barist í öllum stærstu borgum landsins. Útgöngubann er í gildi í Kænugarði og verður í gildi þar til klukkan átta í fyrramálið. Íbúi í Kænugarði segir hörðustu bardagana háða í skjóli nætur. „Núna er dauðaþögn, það kemur reyndar ein og ein sprenging inn á milli, en það er útgöngubann. Það eru engir bílar úti, engir,“ segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Útgöngubann tók gildi í borginni klukkan fimm síðdegis í gær og gildir þar til í fyrramálið. Hann segir ástæðuna fjölda skemmdarverkamanna, sem rússneski herinn sendi inn í borgina, sem hafa verið að merkja skotmörk með flúormálningu og stjórna þannig hvar eldflaugar Rússa lenda. „Það er bara búið að gefa það út að ef þú ert úti núna þá er litið á þig sem rússneskan hermann,“ segir Óskar. Þegar fréttastofa ræddi við Óskar í gærmorgun var lítið um að vera, eiginlega dauðaþögn, utan einstakra sprenginga í borginni. Hann segir það sama gilda núna en átök hafi hafist í gærkvöldi um leið og fór að dimma. „Í gær þegar byrjaði að dimma fer maður strax að heyra sprengingar og skothljóð í fjarlægð. Þó það sé stutt síðan þetta byrjaði er maður bara orðinn vanur því að heyra þetta,“ segir Óskar. Sprengjuskýlið eins og kartöflukofi Óskar og konan hans Mariika eru búsett í miðborg Kænugarðs en bardagarnir hafa ekki enn náð inn í hverfið þeirra. Þau þurftu þó að leita skjóls í kjallaranum heima hjá sér í gærkvöldi vegna mögulegrar sprengjuárásar og vörðu hluta næturinnar inni á baðherbergi, sem er staðsett innst í íbúðinni þeirra og fjærst frá gluggunum. Undanfarna daga hafa þau leitað skjóls í næsta húsi, þar sem sprengjuskýlið í kjallaranum er vel útbúið. Vegna útgöngubannsins var það þó ekki möguleiki í gær. „Við fórum niður og tókum ekki einu sinni séns á að fara yfir í næsta hús sem er með miklu betra sprengjuskýli en okkar, sprengjuskýlið sem er hérna niðri er eins og einhver kartöflukofi, alveg ógeðslegt,“ segir Óskar. Þau hafi þó ákveðið að færa sig aftur upp í íbúð þar sem þau heyri ekkert í kjallaranum vegna hávaða í pípulögnum hússins, sem allar liggja um kjallarann. „Hérna eru eyrun á manni bestu vinir manns.“ Þegar upp hafi verið komið hafi þau heyrt í miklum götubardögum en færri sprengingar en undanfarna daga. „Og það var ekkert svo langt frá okkur, kannski þrjá eða fjóra kílómetra frá okkur.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Enn þá meiri uggur í mér“ Íslendingur sem býr í Kænugarði segist lítið hafa sofið í nótt fyrir sprengingum. Útgöngubann tók gildi þar klukkan þrjú í dag og stendur til átta í fyrramálið. Hann segir óþægilegt að hafa fylgst með starfsfólk Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu flýja úr borginni í morgun. 26. febrúar 2022 18:30 „Ég vaknaði nokkrum sinnum við sprengingar og byssuhvelli“ Miklir bardagar voru í Kænugarði í nótt og heyra mátti sprengingar og byssuhvelli. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að 35 almennir borgarar hafi særst í átökunum í nótt, þar af tvö börn. 26. febrúar 2022 09:30 Íbúar Kænugarðs leita skjóls í neðanjarðarlestarstöðvum Fólk hefur hópast niður í neðanjarðarlestarstöðvarnar í Kænugarði frá því loftvarnaflautur fóru að hljóma í gær. 25. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
„Núna er dauðaþögn, það kemur reyndar ein og ein sprenging inn á milli, en það er útgöngubann. Það eru engir bílar úti, engir,“ segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Útgöngubann tók gildi í borginni klukkan fimm síðdegis í gær og gildir þar til í fyrramálið. Hann segir ástæðuna fjölda skemmdarverkamanna, sem rússneski herinn sendi inn í borgina, sem hafa verið að merkja skotmörk með flúormálningu og stjórna þannig hvar eldflaugar Rússa lenda. „Það er bara búið að gefa það út að ef þú ert úti núna þá er litið á þig sem rússneskan hermann,“ segir Óskar. Þegar fréttastofa ræddi við Óskar í gærmorgun var lítið um að vera, eiginlega dauðaþögn, utan einstakra sprenginga í borginni. Hann segir það sama gilda núna en átök hafi hafist í gærkvöldi um leið og fór að dimma. „Í gær þegar byrjaði að dimma fer maður strax að heyra sprengingar og skothljóð í fjarlægð. Þó það sé stutt síðan þetta byrjaði er maður bara orðinn vanur því að heyra þetta,“ segir Óskar. Sprengjuskýlið eins og kartöflukofi Óskar og konan hans Mariika eru búsett í miðborg Kænugarðs en bardagarnir hafa ekki enn náð inn í hverfið þeirra. Þau þurftu þó að leita skjóls í kjallaranum heima hjá sér í gærkvöldi vegna mögulegrar sprengjuárásar og vörðu hluta næturinnar inni á baðherbergi, sem er staðsett innst í íbúðinni þeirra og fjærst frá gluggunum. Undanfarna daga hafa þau leitað skjóls í næsta húsi, þar sem sprengjuskýlið í kjallaranum er vel útbúið. Vegna útgöngubannsins var það þó ekki möguleiki í gær. „Við fórum niður og tókum ekki einu sinni séns á að fara yfir í næsta hús sem er með miklu betra sprengjuskýli en okkar, sprengjuskýlið sem er hérna niðri er eins og einhver kartöflukofi, alveg ógeðslegt,“ segir Óskar. Þau hafi þó ákveðið að færa sig aftur upp í íbúð þar sem þau heyri ekkert í kjallaranum vegna hávaða í pípulögnum hússins, sem allar liggja um kjallarann. „Hérna eru eyrun á manni bestu vinir manns.“ Þegar upp hafi verið komið hafi þau heyrt í miklum götubardögum en færri sprengingar en undanfarna daga. „Og það var ekkert svo langt frá okkur, kannski þrjá eða fjóra kílómetra frá okkur.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Enn þá meiri uggur í mér“ Íslendingur sem býr í Kænugarði segist lítið hafa sofið í nótt fyrir sprengingum. Útgöngubann tók gildi þar klukkan þrjú í dag og stendur til átta í fyrramálið. Hann segir óþægilegt að hafa fylgst með starfsfólk Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu flýja úr borginni í morgun. 26. febrúar 2022 18:30 „Ég vaknaði nokkrum sinnum við sprengingar og byssuhvelli“ Miklir bardagar voru í Kænugarði í nótt og heyra mátti sprengingar og byssuhvelli. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að 35 almennir borgarar hafi særst í átökunum í nótt, þar af tvö börn. 26. febrúar 2022 09:30 Íbúar Kænugarðs leita skjóls í neðanjarðarlestarstöðvum Fólk hefur hópast niður í neðanjarðarlestarstöðvarnar í Kænugarði frá því loftvarnaflautur fóru að hljóma í gær. 25. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
„Enn þá meiri uggur í mér“ Íslendingur sem býr í Kænugarði segist lítið hafa sofið í nótt fyrir sprengingum. Útgöngubann tók gildi þar klukkan þrjú í dag og stendur til átta í fyrramálið. Hann segir óþægilegt að hafa fylgst með starfsfólk Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu flýja úr borginni í morgun. 26. febrúar 2022 18:30
„Ég vaknaði nokkrum sinnum við sprengingar og byssuhvelli“ Miklir bardagar voru í Kænugarði í nótt og heyra mátti sprengingar og byssuhvelli. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að 35 almennir borgarar hafi særst í átökunum í nótt, þar af tvö börn. 26. febrúar 2022 09:30
Íbúar Kænugarðs leita skjóls í neðanjarðarlestarstöðvum Fólk hefur hópast niður í neðanjarðarlestarstöðvarnar í Kænugarði frá því loftvarnaflautur fóru að hljóma í gær. 25. febrúar 2022 20:00