Götubardagar og sprengingar í Kænugarði í alla nótt en nú dauðaþögn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 08:37 Óskar vaknaði við sprengjuregn í Kænugarði í morgun. Vísir Enn ein erfið nótt er liðin í Úkraínu og var hart barist í öllum stærstu borgum landsins. Útgöngubann er í gildi í Kænugarði og verður í gildi þar til klukkan átta í fyrramálið. Íbúi í Kænugarði segir hörðustu bardagana háða í skjóli nætur. „Núna er dauðaþögn, það kemur reyndar ein og ein sprenging inn á milli, en það er útgöngubann. Það eru engir bílar úti, engir,“ segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Útgöngubann tók gildi í borginni klukkan fimm síðdegis í gær og gildir þar til í fyrramálið. Hann segir ástæðuna fjölda skemmdarverkamanna, sem rússneski herinn sendi inn í borgina, sem hafa verið að merkja skotmörk með flúormálningu og stjórna þannig hvar eldflaugar Rússa lenda. „Það er bara búið að gefa það út að ef þú ert úti núna þá er litið á þig sem rússneskan hermann,“ segir Óskar. Þegar fréttastofa ræddi við Óskar í gærmorgun var lítið um að vera, eiginlega dauðaþögn, utan einstakra sprenginga í borginni. Hann segir það sama gilda núna en átök hafi hafist í gærkvöldi um leið og fór að dimma. „Í gær þegar byrjaði að dimma fer maður strax að heyra sprengingar og skothljóð í fjarlægð. Þó það sé stutt síðan þetta byrjaði er maður bara orðinn vanur því að heyra þetta,“ segir Óskar. Sprengjuskýlið eins og kartöflukofi Óskar og konan hans Mariika eru búsett í miðborg Kænugarðs en bardagarnir hafa ekki enn náð inn í hverfið þeirra. Þau þurftu þó að leita skjóls í kjallaranum heima hjá sér í gærkvöldi vegna mögulegrar sprengjuárásar og vörðu hluta næturinnar inni á baðherbergi, sem er staðsett innst í íbúðinni þeirra og fjærst frá gluggunum. Undanfarna daga hafa þau leitað skjóls í næsta húsi, þar sem sprengjuskýlið í kjallaranum er vel útbúið. Vegna útgöngubannsins var það þó ekki möguleiki í gær. „Við fórum niður og tókum ekki einu sinni séns á að fara yfir í næsta hús sem er með miklu betra sprengjuskýli en okkar, sprengjuskýlið sem er hérna niðri er eins og einhver kartöflukofi, alveg ógeðslegt,“ segir Óskar. Þau hafi þó ákveðið að færa sig aftur upp í íbúð þar sem þau heyri ekkert í kjallaranum vegna hávaða í pípulögnum hússins, sem allar liggja um kjallarann. „Hérna eru eyrun á manni bestu vinir manns.“ Þegar upp hafi verið komið hafi þau heyrt í miklum götubardögum en færri sprengingar en undanfarna daga. „Og það var ekkert svo langt frá okkur, kannski þrjá eða fjóra kílómetra frá okkur.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Enn þá meiri uggur í mér“ Íslendingur sem býr í Kænugarði segist lítið hafa sofið í nótt fyrir sprengingum. Útgöngubann tók gildi þar klukkan þrjú í dag og stendur til átta í fyrramálið. Hann segir óþægilegt að hafa fylgst með starfsfólk Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu flýja úr borginni í morgun. 26. febrúar 2022 18:30 „Ég vaknaði nokkrum sinnum við sprengingar og byssuhvelli“ Miklir bardagar voru í Kænugarði í nótt og heyra mátti sprengingar og byssuhvelli. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að 35 almennir borgarar hafi særst í átökunum í nótt, þar af tvö börn. 26. febrúar 2022 09:30 Íbúar Kænugarðs leita skjóls í neðanjarðarlestarstöðvum Fólk hefur hópast niður í neðanjarðarlestarstöðvarnar í Kænugarði frá því loftvarnaflautur fóru að hljóma í gær. 25. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Núna er dauðaþögn, það kemur reyndar ein og ein sprenging inn á milli, en það er útgöngubann. Það eru engir bílar úti, engir,“ segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Útgöngubann tók gildi í borginni klukkan fimm síðdegis í gær og gildir þar til í fyrramálið. Hann segir ástæðuna fjölda skemmdarverkamanna, sem rússneski herinn sendi inn í borgina, sem hafa verið að merkja skotmörk með flúormálningu og stjórna þannig hvar eldflaugar Rússa lenda. „Það er bara búið að gefa það út að ef þú ert úti núna þá er litið á þig sem rússneskan hermann,“ segir Óskar. Þegar fréttastofa ræddi við Óskar í gærmorgun var lítið um að vera, eiginlega dauðaþögn, utan einstakra sprenginga í borginni. Hann segir það sama gilda núna en átök hafi hafist í gærkvöldi um leið og fór að dimma. „Í gær þegar byrjaði að dimma fer maður strax að heyra sprengingar og skothljóð í fjarlægð. Þó það sé stutt síðan þetta byrjaði er maður bara orðinn vanur því að heyra þetta,“ segir Óskar. Sprengjuskýlið eins og kartöflukofi Óskar og konan hans Mariika eru búsett í miðborg Kænugarðs en bardagarnir hafa ekki enn náð inn í hverfið þeirra. Þau þurftu þó að leita skjóls í kjallaranum heima hjá sér í gærkvöldi vegna mögulegrar sprengjuárásar og vörðu hluta næturinnar inni á baðherbergi, sem er staðsett innst í íbúðinni þeirra og fjærst frá gluggunum. Undanfarna daga hafa þau leitað skjóls í næsta húsi, þar sem sprengjuskýlið í kjallaranum er vel útbúið. Vegna útgöngubannsins var það þó ekki möguleiki í gær. „Við fórum niður og tókum ekki einu sinni séns á að fara yfir í næsta hús sem er með miklu betra sprengjuskýli en okkar, sprengjuskýlið sem er hérna niðri er eins og einhver kartöflukofi, alveg ógeðslegt,“ segir Óskar. Þau hafi þó ákveðið að færa sig aftur upp í íbúð þar sem þau heyri ekkert í kjallaranum vegna hávaða í pípulögnum hússins, sem allar liggja um kjallarann. „Hérna eru eyrun á manni bestu vinir manns.“ Þegar upp hafi verið komið hafi þau heyrt í miklum götubardögum en færri sprengingar en undanfarna daga. „Og það var ekkert svo langt frá okkur, kannski þrjá eða fjóra kílómetra frá okkur.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Enn þá meiri uggur í mér“ Íslendingur sem býr í Kænugarði segist lítið hafa sofið í nótt fyrir sprengingum. Útgöngubann tók gildi þar klukkan þrjú í dag og stendur til átta í fyrramálið. Hann segir óþægilegt að hafa fylgst með starfsfólk Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu flýja úr borginni í morgun. 26. febrúar 2022 18:30 „Ég vaknaði nokkrum sinnum við sprengingar og byssuhvelli“ Miklir bardagar voru í Kænugarði í nótt og heyra mátti sprengingar og byssuhvelli. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að 35 almennir borgarar hafi særst í átökunum í nótt, þar af tvö börn. 26. febrúar 2022 09:30 Íbúar Kænugarðs leita skjóls í neðanjarðarlestarstöðvum Fólk hefur hópast niður í neðanjarðarlestarstöðvarnar í Kænugarði frá því loftvarnaflautur fóru að hljóma í gær. 25. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Enn þá meiri uggur í mér“ Íslendingur sem býr í Kænugarði segist lítið hafa sofið í nótt fyrir sprengingum. Útgöngubann tók gildi þar klukkan þrjú í dag og stendur til átta í fyrramálið. Hann segir óþægilegt að hafa fylgst með starfsfólk Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu flýja úr borginni í morgun. 26. febrúar 2022 18:30
„Ég vaknaði nokkrum sinnum við sprengingar og byssuhvelli“ Miklir bardagar voru í Kænugarði í nótt og heyra mátti sprengingar og byssuhvelli. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að 35 almennir borgarar hafi særst í átökunum í nótt, þar af tvö börn. 26. febrúar 2022 09:30
Íbúar Kænugarðs leita skjóls í neðanjarðarlestarstöðvum Fólk hefur hópast niður í neðanjarðarlestarstöðvarnar í Kænugarði frá því loftvarnaflautur fóru að hljóma í gær. 25. febrúar 2022 20:00