Halda ró sinni en tilbúin með vegabréfið ef allt fer á versta veg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. febrúar 2022 20:00 Jóhann Guðmundsson, Arna Pálsdóttir og Edda Þórunn Þórarinsdóttir. vísir Fólk er ekki bara óttaslegið í Úkraínu. Í Slóvakíu og Ungverjalandi búa um 200 íslenskir læknanemar sem hafa áhyggjur af næstu skrefum. Læknanemar á báðum stöðum halda ró sinni en eru tilbúnir með vegabréfin ef að allt fer á versta veg. Fjöldi íslenskra læknanema er búsettur í Slóvakíu og Ungverjalandi, en löndin eiga landamæri að Úkraínu. Læknanemar á svæðinu segja flesta óttaslegna en að fólk haldi ró sinni. „Maður er svolítið hræddur því maður hefur ekki verið í þessari stöðu áður en við metum þetta frá degi til dags og sjáum hvað næsti dagur hefur í för með sér. Það er það eina í stöðunni akkúrat núna,“ segir Edda Þórunn Þórarinsdóttir, læknanemi í Slóvakíu. Formenn félags íslenskra læknanema í Slóvakíu og Ungverjalandi höfðu samband við Utanríkisráðuneytið og létu vita af hópnum og var ráðuneytið með þessi skilaboð. „Við eigum bara að vera tilbúin ef eitthvað gerist. Vera tilbúin með vegabréf og helstu nauðsynjar,“ sagði Jóhann Guðmundsson, formaður Félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi. Þau segjast ekki vita af Íslendingum sem ætla heim vegna ástandsins. Skólahald helst óbreytt og því lítið annað að gera en að bíða eftir fregnum og sjá hvernig næstu skref verða. Jóhann segir að fjölskyldan heima á Íslandi sé helst áhyggjufull og stelpurnar taka undir það. „Ég er búin að fá símhringingar frá vinkonum, mömmu og fleirum. Allir að spyrja hvort við séum örugg en við vitum ekki neitt. Við lesum bara fréttir eins og hver annar Íslendingur,“ sagði Edda Þórunn. „Ég held að það sé bara mikilvægt að halda ró sinni. Auðvitað er fólki brugðið og áhyggjufullt en það þýðir ekki að æða áfram í einhverri hræðslu. Meta stöðuna frá degi til dags,“ sagði Arna Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra læknanema í Slóvakíu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenskir nemar þurfa að vera tilbúnir til þess að bregðast hratt við í óvissuástandi því að fyrir einu og hálfu ári þurftu þeir að flýja í kappi við tímann yfir landamæri sem voru á barmi þess að lokast vegna heimsfaraldurs. „Þetta hefur verið mjög skrítið í mjög langan tíma og þetta er ekki beint að batna,“ sagði Jóhann. Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Slóvakía Ungverjaland Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fjöldi íslenskra læknanema er búsettur í Slóvakíu og Ungverjalandi, en löndin eiga landamæri að Úkraínu. Læknanemar á svæðinu segja flesta óttaslegna en að fólk haldi ró sinni. „Maður er svolítið hræddur því maður hefur ekki verið í þessari stöðu áður en við metum þetta frá degi til dags og sjáum hvað næsti dagur hefur í för með sér. Það er það eina í stöðunni akkúrat núna,“ segir Edda Þórunn Þórarinsdóttir, læknanemi í Slóvakíu. Formenn félags íslenskra læknanema í Slóvakíu og Ungverjalandi höfðu samband við Utanríkisráðuneytið og létu vita af hópnum og var ráðuneytið með þessi skilaboð. „Við eigum bara að vera tilbúin ef eitthvað gerist. Vera tilbúin með vegabréf og helstu nauðsynjar,“ sagði Jóhann Guðmundsson, formaður Félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi. Þau segjast ekki vita af Íslendingum sem ætla heim vegna ástandsins. Skólahald helst óbreytt og því lítið annað að gera en að bíða eftir fregnum og sjá hvernig næstu skref verða. Jóhann segir að fjölskyldan heima á Íslandi sé helst áhyggjufull og stelpurnar taka undir það. „Ég er búin að fá símhringingar frá vinkonum, mömmu og fleirum. Allir að spyrja hvort við séum örugg en við vitum ekki neitt. Við lesum bara fréttir eins og hver annar Íslendingur,“ sagði Edda Þórunn. „Ég held að það sé bara mikilvægt að halda ró sinni. Auðvitað er fólki brugðið og áhyggjufullt en það þýðir ekki að æða áfram í einhverri hræðslu. Meta stöðuna frá degi til dags,“ sagði Arna Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra læknanema í Slóvakíu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenskir nemar þurfa að vera tilbúnir til þess að bregðast hratt við í óvissuástandi því að fyrir einu og hálfu ári þurftu þeir að flýja í kappi við tímann yfir landamæri sem voru á barmi þess að lokast vegna heimsfaraldurs. „Þetta hefur verið mjög skrítið í mjög langan tíma og þetta er ekki beint að batna,“ sagði Jóhann.
Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Slóvakía Ungverjaland Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira