Shaq gaf ellefu manna fjölskyldu tvo bíla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2022 13:30 Shaquille O'Neal er vinsæll ekki bara af því að hann var frábær leikmaður og er mjög skemmtilegur maður. Hann er líka með hjartað á réttum stað. AP/Mark Von Holden Bandaríska körfuboltagoðsögnin Shaquille O'Neal er þekktur fyrir manngæsku sína og rausnarskap og enn eitt dæmi um það er nú komið fram í dagsljósið. Shaq er ekki aðeins risastór heldur er hann einnig með risastórt hjarta. Hann aflaði mikilla tekna á körfuboltaferlinum og hefur tekist að ávaxta þá vel eftir að ferlinum lauk þar sem honum gengið vel í fjárfestingum sínum. Shaq hefur því vissulega efni á því að gefa frá sér en það er annað að gera það. Ellefu manna fjölskylda komst að hjartahlýju kappans á dögunum og móðir níu barna átti varla orð til að lýsa því sem O'Neal gerði fyrir þau. O'Neal er einn af 75 bestu leikmönnum NBA deildarinnar frá upphafi og var verðlaunaður þess vegna á Stjörnuleikshelginni á dögunum. Hann átti nítján ára feril í NBA-deildinni, varð fjórum sinnum meistari og einu sinni valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) „Ég á eiginlega engin orð til. Í dag blessaði Shaq okkur eins og enginn annar hefur gert áður,“ skrifaði Karissa Collings. Hún á níu börn frá eins árs til tólf ára eða þau Anissu, Andrae, Annistan, Anjalie, Andersyn, Aynjel, Ansyr, Ancho og Anthym. „Í gær fengum við óvænta heimsókn frá Shaq. Hann fór með okkur út að borða eins og ein stór fjölskylda. Það var svo gaman að fá að eyða tíma með honum og borða saman. Í dag byrjaði hann síðan á því að fara með okkur á Mercedes bílasölu og gaf okkur fimmtán farþega fjölskyldubíl,“ skrifaði Karissa. „Það var ekki lengur almennilegt pláss fyrir okkur í gamla bílnum og loftræstingin var heldur ekki alltaf að standa sig. Þetta er svo stórkostleg blessun. Þeir áttu ekki slíkan bíl þannig að við fengum að panta bíl eftir okkar óskum og hann kemur væntanlega í júlí,“ skrifaði Karissa. „Hann fór síðan aftur með okkur út að borða og gaf síðan þjónustustúlkunni þúsund dollara þjórfé eftir að hann frétti af því að bíllinn hefði bilað fyrr um daginn. Svo sá hann bíl eiginmannsins sem hafði verið með bilaða loftræstingu og bilað hitakerfi í nokkurn tíma og fór þá með okkur á Ford bílasölu og gaf okkur annan bíl,“ skrifaði Karissa. „Hann var líka svo duglegur að hvetja okkur áfram og sýndi börnunum okkur svo mikla ástúð og athygli. Einhver verður að vekja mig því ég trúi ekki öðru en að ég sé að dreyma þetta,“ skrifaði Karissa. View this post on Instagram A post shared by The Collins Kids (@thecollinskids) NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Shaq er ekki aðeins risastór heldur er hann einnig með risastórt hjarta. Hann aflaði mikilla tekna á körfuboltaferlinum og hefur tekist að ávaxta þá vel eftir að ferlinum lauk þar sem honum gengið vel í fjárfestingum sínum. Shaq hefur því vissulega efni á því að gefa frá sér en það er annað að gera það. Ellefu manna fjölskylda komst að hjartahlýju kappans á dögunum og móðir níu barna átti varla orð til að lýsa því sem O'Neal gerði fyrir þau. O'Neal er einn af 75 bestu leikmönnum NBA deildarinnar frá upphafi og var verðlaunaður þess vegna á Stjörnuleikshelginni á dögunum. Hann átti nítján ára feril í NBA-deildinni, varð fjórum sinnum meistari og einu sinni valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) „Ég á eiginlega engin orð til. Í dag blessaði Shaq okkur eins og enginn annar hefur gert áður,“ skrifaði Karissa Collings. Hún á níu börn frá eins árs til tólf ára eða þau Anissu, Andrae, Annistan, Anjalie, Andersyn, Aynjel, Ansyr, Ancho og Anthym. „Í gær fengum við óvænta heimsókn frá Shaq. Hann fór með okkur út að borða eins og ein stór fjölskylda. Það var svo gaman að fá að eyða tíma með honum og borða saman. Í dag byrjaði hann síðan á því að fara með okkur á Mercedes bílasölu og gaf okkur fimmtán farþega fjölskyldubíl,“ skrifaði Karissa. „Það var ekki lengur almennilegt pláss fyrir okkur í gamla bílnum og loftræstingin var heldur ekki alltaf að standa sig. Þetta er svo stórkostleg blessun. Þeir áttu ekki slíkan bíl þannig að við fengum að panta bíl eftir okkar óskum og hann kemur væntanlega í júlí,“ skrifaði Karissa. „Hann fór síðan aftur með okkur út að borða og gaf síðan þjónustustúlkunni þúsund dollara þjórfé eftir að hann frétti af því að bíllinn hefði bilað fyrr um daginn. Svo sá hann bíl eiginmannsins sem hafði verið með bilaða loftræstingu og bilað hitakerfi í nokkurn tíma og fór þá með okkur á Ford bílasölu og gaf okkur annan bíl,“ skrifaði Karissa. „Hann var líka svo duglegur að hvetja okkur áfram og sýndi börnunum okkur svo mikla ástúð og athygli. Einhver verður að vekja mig því ég trúi ekki öðru en að ég sé að dreyma þetta,“ skrifaði Karissa. View this post on Instagram A post shared by The Collins Kids (@thecollinskids)
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum