Shaq gaf ellefu manna fjölskyldu tvo bíla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2022 13:30 Shaquille O'Neal er vinsæll ekki bara af því að hann var frábær leikmaður og er mjög skemmtilegur maður. Hann er líka með hjartað á réttum stað. AP/Mark Von Holden Bandaríska körfuboltagoðsögnin Shaquille O'Neal er þekktur fyrir manngæsku sína og rausnarskap og enn eitt dæmi um það er nú komið fram í dagsljósið. Shaq er ekki aðeins risastór heldur er hann einnig með risastórt hjarta. Hann aflaði mikilla tekna á körfuboltaferlinum og hefur tekist að ávaxta þá vel eftir að ferlinum lauk þar sem honum gengið vel í fjárfestingum sínum. Shaq hefur því vissulega efni á því að gefa frá sér en það er annað að gera það. Ellefu manna fjölskylda komst að hjartahlýju kappans á dögunum og móðir níu barna átti varla orð til að lýsa því sem O'Neal gerði fyrir þau. O'Neal er einn af 75 bestu leikmönnum NBA deildarinnar frá upphafi og var verðlaunaður þess vegna á Stjörnuleikshelginni á dögunum. Hann átti nítján ára feril í NBA-deildinni, varð fjórum sinnum meistari og einu sinni valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) „Ég á eiginlega engin orð til. Í dag blessaði Shaq okkur eins og enginn annar hefur gert áður,“ skrifaði Karissa Collings. Hún á níu börn frá eins árs til tólf ára eða þau Anissu, Andrae, Annistan, Anjalie, Andersyn, Aynjel, Ansyr, Ancho og Anthym. „Í gær fengum við óvænta heimsókn frá Shaq. Hann fór með okkur út að borða eins og ein stór fjölskylda. Það var svo gaman að fá að eyða tíma með honum og borða saman. Í dag byrjaði hann síðan á því að fara með okkur á Mercedes bílasölu og gaf okkur fimmtán farþega fjölskyldubíl,“ skrifaði Karissa. „Það var ekki lengur almennilegt pláss fyrir okkur í gamla bílnum og loftræstingin var heldur ekki alltaf að standa sig. Þetta er svo stórkostleg blessun. Þeir áttu ekki slíkan bíl þannig að við fengum að panta bíl eftir okkar óskum og hann kemur væntanlega í júlí,“ skrifaði Karissa. „Hann fór síðan aftur með okkur út að borða og gaf síðan þjónustustúlkunni þúsund dollara þjórfé eftir að hann frétti af því að bíllinn hefði bilað fyrr um daginn. Svo sá hann bíl eiginmannsins sem hafði verið með bilaða loftræstingu og bilað hitakerfi í nokkurn tíma og fór þá með okkur á Ford bílasölu og gaf okkur annan bíl,“ skrifaði Karissa. „Hann var líka svo duglegur að hvetja okkur áfram og sýndi börnunum okkur svo mikla ástúð og athygli. Einhver verður að vekja mig því ég trúi ekki öðru en að ég sé að dreyma þetta,“ skrifaði Karissa. View this post on Instagram A post shared by The Collins Kids (@thecollinskids) NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Shaq er ekki aðeins risastór heldur er hann einnig með risastórt hjarta. Hann aflaði mikilla tekna á körfuboltaferlinum og hefur tekist að ávaxta þá vel eftir að ferlinum lauk þar sem honum gengið vel í fjárfestingum sínum. Shaq hefur því vissulega efni á því að gefa frá sér en það er annað að gera það. Ellefu manna fjölskylda komst að hjartahlýju kappans á dögunum og móðir níu barna átti varla orð til að lýsa því sem O'Neal gerði fyrir þau. O'Neal er einn af 75 bestu leikmönnum NBA deildarinnar frá upphafi og var verðlaunaður þess vegna á Stjörnuleikshelginni á dögunum. Hann átti nítján ára feril í NBA-deildinni, varð fjórum sinnum meistari og einu sinni valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) „Ég á eiginlega engin orð til. Í dag blessaði Shaq okkur eins og enginn annar hefur gert áður,“ skrifaði Karissa Collings. Hún á níu börn frá eins árs til tólf ára eða þau Anissu, Andrae, Annistan, Anjalie, Andersyn, Aynjel, Ansyr, Ancho og Anthym. „Í gær fengum við óvænta heimsókn frá Shaq. Hann fór með okkur út að borða eins og ein stór fjölskylda. Það var svo gaman að fá að eyða tíma með honum og borða saman. Í dag byrjaði hann síðan á því að fara með okkur á Mercedes bílasölu og gaf okkur fimmtán farþega fjölskyldubíl,“ skrifaði Karissa. „Það var ekki lengur almennilegt pláss fyrir okkur í gamla bílnum og loftræstingin var heldur ekki alltaf að standa sig. Þetta er svo stórkostleg blessun. Þeir áttu ekki slíkan bíl þannig að við fengum að panta bíl eftir okkar óskum og hann kemur væntanlega í júlí,“ skrifaði Karissa. „Hann fór síðan aftur með okkur út að borða og gaf síðan þjónustustúlkunni þúsund dollara þjórfé eftir að hann frétti af því að bíllinn hefði bilað fyrr um daginn. Svo sá hann bíl eiginmannsins sem hafði verið með bilaða loftræstingu og bilað hitakerfi í nokkurn tíma og fór þá með okkur á Ford bílasölu og gaf okkur annan bíl,“ skrifaði Karissa. „Hann var líka svo duglegur að hvetja okkur áfram og sýndi börnunum okkur svo mikla ástúð og athygli. Einhver verður að vekja mig því ég trúi ekki öðru en að ég sé að dreyma þetta,“ skrifaði Karissa. View this post on Instagram A post shared by The Collins Kids (@thecollinskids)
NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira